Innlent

Tengsl á milli starfa foreldra og árangurs barna í námi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Börn ræstingafólks í Sjanghæ standa sig betur í stærðfræði samkvæmt PISA-könnuninni en börn lækna og lögfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi.Nordicphotos/AFp
Börn ræstingafólks í Sjanghæ standa sig betur í stærðfræði samkvæmt PISA-könnuninni en börn lækna og lögfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi.Nordicphotos/AFp
Niðurstöður greiningar Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á niðurstöðum PISA-könnunarinnar 2012 sýna tengsl á milli árangurs nemenda og starfs foreldra. Tengslin eru mismunandi milli landa.

Börn menntamanna standa sig að meðaltali best í stærðfræði. Undantekning er þó þar á í Kólumbíu, Indónesíu, Ítalíu, Mexíkó, Perú og Svíþjóð en þar ná börn stjórnenda, eins og framkvæmdastjóra og forstjóra, bestum árangri.

Munurinn á árangri barna menntamanna og annarra nemenda er meiri í stærðfræði en í lestri.

Greining OECD sýnir að í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem menntamenn eru meðal þeirra hæst launuðu í heimi, er árangur barna lækna og lögfræðinga í stærðfræði lakari en barna ræstingafólks í Sjanghæ og Singapúr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×