Röddin heillaði Disney Marín Manda skrifar 24. febrúar 2014 15:00 Bryndís Reynis var rödd Elsu á unglingsárunum. Rödd Bryndísar Reynis var samþykkt af teiknimyndarisanum Disney fyrir íslensku útgáfuna á myndinni vinsælu Frozen en hún ljáði Elsu snæprinsessu rödd sína. Hin 19 ára Reykjavíkurmær, Bryndís Reynis, starfar í tískuvöruversluninni Topshop í Kringlunni og á skemmtistaðnum Dolly. Útlitið vekur athygli en með sína 187 cm og ljósgrátt hár er ekki að undra að hún starfi einnig sem fyrirsæta í hjáverkum. Röddin þykir jafnframt sérstök en Disney samþykkti hana til talsetningar fyrir íslensku útgáfuna á teiknimyndinni Frozen frá Walt Disney, þrátt fyrir að hafa enga reynslu sem leikkona. Teiknimyndin Frozen er að hluta til byggð á ævintýrinu um Snædrottninguna eftir Hans Christian Andersen og fjallar um prinsessurnar Önnu og Elsu sem eru aðskildar í æsku vegna töfra sem Elsa býr yfir en allt sem hún snertir breytist í snjó og ís. Í grunninn er söguþráðurinn um baráttu milli góðs og ills. En hvað varð til þess að Bryndís var uppgötvuð?Bryndís Reynisdóttir talaði inn á teiknimyndina Frozen þrátt fyrir að hafa ekki neina reynslu í leiklist. Fréttablaðið/Stefán„Björn Ármann vinur minn sér um talsetja teiknimyndir og einn daginn var ég í heimsókn hjá honum í hljóðverinu. Hann bað mig um að prófa að tala inn á myndina og það gekk ótrúlega vel. Hann sendi svo upptökurnar áfram til Disney án minnar vitundar og þeir samþykktu mig,“ segir Bryndís Reynis hlæjandi. „Það var því ótrúlega gaman að heyra röddina mína á frumsýningunni og þetta hefur án efa kveikt áhuga minn á þessu.“ Bryndís segist áður hafa prófað að tala inn á teiknimyndina Cars 3 en það hafi ekki gengið að óskum. Að þessu sinni talaði Bryndís fyrir snæprinsessuna Elsu þegar hún var unglingur en Ágústa Eva Erlendsdóttir var rödd hennar á fullorðinsárum. Þá raddsetti Bryndís einnig hljóð litlu tröllanna í skóginum og atriðið í snjóbúðinni þegar fjölskylda naut sín í sauna. „Fólk hefur ekki hugmynd um hve flókið þetta er. Maður þarf virkilega að lifa sig inn í verkið og ég skil vel af hverju faglært leiklistarfólk er fengið í raddleik í þessi verkefni. Þrátt fyrir að þeir hjá Disney skilji ekki íslensku þá skynja þeir vel hvernig hljómurinn og röddin passar við karakterinn,“ bætir hún við. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Rödd Bryndísar Reynis var samþykkt af teiknimyndarisanum Disney fyrir íslensku útgáfuna á myndinni vinsælu Frozen en hún ljáði Elsu snæprinsessu rödd sína. Hin 19 ára Reykjavíkurmær, Bryndís Reynis, starfar í tískuvöruversluninni Topshop í Kringlunni og á skemmtistaðnum Dolly. Útlitið vekur athygli en með sína 187 cm og ljósgrátt hár er ekki að undra að hún starfi einnig sem fyrirsæta í hjáverkum. Röddin þykir jafnframt sérstök en Disney samþykkti hana til talsetningar fyrir íslensku útgáfuna á teiknimyndinni Frozen frá Walt Disney, þrátt fyrir að hafa enga reynslu sem leikkona. Teiknimyndin Frozen er að hluta til byggð á ævintýrinu um Snædrottninguna eftir Hans Christian Andersen og fjallar um prinsessurnar Önnu og Elsu sem eru aðskildar í æsku vegna töfra sem Elsa býr yfir en allt sem hún snertir breytist í snjó og ís. Í grunninn er söguþráðurinn um baráttu milli góðs og ills. En hvað varð til þess að Bryndís var uppgötvuð?Bryndís Reynisdóttir talaði inn á teiknimyndina Frozen þrátt fyrir að hafa ekki neina reynslu í leiklist. Fréttablaðið/Stefán„Björn Ármann vinur minn sér um talsetja teiknimyndir og einn daginn var ég í heimsókn hjá honum í hljóðverinu. Hann bað mig um að prófa að tala inn á myndina og það gekk ótrúlega vel. Hann sendi svo upptökurnar áfram til Disney án minnar vitundar og þeir samþykktu mig,“ segir Bryndís Reynis hlæjandi. „Það var því ótrúlega gaman að heyra röddina mína á frumsýningunni og þetta hefur án efa kveikt áhuga minn á þessu.“ Bryndís segist áður hafa prófað að tala inn á teiknimyndina Cars 3 en það hafi ekki gengið að óskum. Að þessu sinni talaði Bryndís fyrir snæprinsessuna Elsu þegar hún var unglingur en Ágústa Eva Erlendsdóttir var rödd hennar á fullorðinsárum. Þá raddsetti Bryndís einnig hljóð litlu tröllanna í skóginum og atriðið í snjóbúðinni þegar fjölskylda naut sín í sauna. „Fólk hefur ekki hugmynd um hve flókið þetta er. Maður þarf virkilega að lifa sig inn í verkið og ég skil vel af hverju faglært leiklistarfólk er fengið í raddleik í þessi verkefni. Þrátt fyrir að þeir hjá Disney skilji ekki íslensku þá skynja þeir vel hvernig hljómurinn og röddin passar við karakterinn,“ bætir hún við.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira