Sagður vera næsti Ari Eldjárn Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. febrúar 2014 10:00 „Ég hef verið að fá símtöl eftir þáttinn og þá hefur fólk verið að biðja mig um að segja brandara og svona,“ segir Fannar Halldór Sveinbjörnsson, tvítugur nemi á listabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann vakti mikla lukku fyrir uppistand sitt í fyrsta þætti Ísland Got Talent og hefur myndbandið af honum verið skoðað tæplega átta þúsund sinnum á YouTube. Hann er af mörgum talinn vera næsti Ari Eldjárn. „Ég var mjög hissa að sjá þetta á YouTube og fannst skrítið að vera allt í einu að fá símtöl frá ókunnugu fólki í kjölfarið,“ segir Fannar Halldór. Hann segist vera mikill djókari og að ávallt sé stutt í grínið í kringum hann. Hann langar mikið til þess að feta grínbrautina í framtíðinni. „Mig langar að verða uppistandari og grínleikari. Annars er ég opinn fyrir ansi mörgu en get þó ekki spáð um framtíðina, ég er ekki miðill.“Fannar Halldór langar að feta grínbrautina í framtíðinni.fréttablaðið/gvaHann segir það ekki ólíklegt að hann muni setja inn grínmyndbönd á YouTube í kjölfar athyglinnar sem hann hefur fengið undanfarið. „Ég hef gaman af því að skemmta fólki og langar að gera meira af því. Það er alveg líklegt að ég fari að setja inn grínmyndbönd.“ Hans helstu fyrirmyndir í gríninu eru Laddi, Jim Carrey, Jeff Dunham og Jack Black ásamt fleirum. Ein fleygasta setning Fannars Halldórs í Ísland Got Talent er líklega þegar hann öskrar á dómarana „Come On!“ þegar þau hafa öll neitað honum. „Þetta kom bara ósjálfrátt, mér fannst dómararnir ekki hafa neinn húmor,“ segir Fannar Halldór aðspurður um setninguna fleygu. Hann bætir við að honum hafi þótt Bubbi vera of neikvæður. „Það er alltaf einn mjög erfiður dómari í svona þáttum eins og Simon Cowell í American Idol og Pierce Morgan úr Got Talent-þáttunum.“ Fannar Halldór, sem er upphaflega frá Ísafirði en nú búsettur í Reykjavík, er að fara að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Ég er að fara að fá mér flúr í febrúar og ætla að fá mér listamannslógóið mitt.“ Ísland Got Talent Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
„Ég hef verið að fá símtöl eftir þáttinn og þá hefur fólk verið að biðja mig um að segja brandara og svona,“ segir Fannar Halldór Sveinbjörnsson, tvítugur nemi á listabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann vakti mikla lukku fyrir uppistand sitt í fyrsta þætti Ísland Got Talent og hefur myndbandið af honum verið skoðað tæplega átta þúsund sinnum á YouTube. Hann er af mörgum talinn vera næsti Ari Eldjárn. „Ég var mjög hissa að sjá þetta á YouTube og fannst skrítið að vera allt í einu að fá símtöl frá ókunnugu fólki í kjölfarið,“ segir Fannar Halldór. Hann segist vera mikill djókari og að ávallt sé stutt í grínið í kringum hann. Hann langar mikið til þess að feta grínbrautina í framtíðinni. „Mig langar að verða uppistandari og grínleikari. Annars er ég opinn fyrir ansi mörgu en get þó ekki spáð um framtíðina, ég er ekki miðill.“Fannar Halldór langar að feta grínbrautina í framtíðinni.fréttablaðið/gvaHann segir það ekki ólíklegt að hann muni setja inn grínmyndbönd á YouTube í kjölfar athyglinnar sem hann hefur fengið undanfarið. „Ég hef gaman af því að skemmta fólki og langar að gera meira af því. Það er alveg líklegt að ég fari að setja inn grínmyndbönd.“ Hans helstu fyrirmyndir í gríninu eru Laddi, Jim Carrey, Jeff Dunham og Jack Black ásamt fleirum. Ein fleygasta setning Fannars Halldórs í Ísland Got Talent er líklega þegar hann öskrar á dómarana „Come On!“ þegar þau hafa öll neitað honum. „Þetta kom bara ósjálfrátt, mér fannst dómararnir ekki hafa neinn húmor,“ segir Fannar Halldór aðspurður um setninguna fleygu. Hann bætir við að honum hafi þótt Bubbi vera of neikvæður. „Það er alltaf einn mjög erfiður dómari í svona þáttum eins og Simon Cowell í American Idol og Pierce Morgan úr Got Talent-þáttunum.“ Fannar Halldór, sem er upphaflega frá Ísafirði en nú búsettur í Reykjavík, er að fara að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Ég er að fara að fá mér flúr í febrúar og ætla að fá mér listamannslógóið mitt.“
Ísland Got Talent Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira