Innlent

Gæluverkefni ráðherra sett í forgang

Elimar Hauksson skrifar
Arna Lára Jónsdóttir telur að samráð við bæjarfulltrúa hefði verið eðlilegra.
Arna Lára Jónsdóttir telur að samráð við bæjarfulltrúa hefði verið eðlilegra.
 „Þetta er sérkennileg stjórnsýsla,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista á Ísafirði, um styrkveitingu sem Ísafjarðarbær fékk frá forsætisráðuneytinu.

Um er að ræða tveggja milljóna króna styrk til viðgerðar á Svarta pakkhúsinu á Flateyri og tíu milljóna króna styrk til gerðar nákvæmra þrívíddarlíkana af bæjarkjörnum þorpanna fimm sem tilheyra Ísafjarðarbæ.

Arna Lára bókaði á fundi bæjarráðs að þetta sætti undrun, sérstaklega þar sem ekki var formlega óskað eftir þessum fjárveitingum. Eðlilegra hefði verið að hafa samráð við heimamenn um forgangsröðun verkefna.

„Við erum þakklát og þetta eru góð verkefni. Hins vegar er búið að skera niður fjárveitingu til annarra verkefna hér á Vestfjörðum sem sammælst hefur verið um að séu afar mikilvæg og gæluverkefni ráðherra eru fjármögnuð í staðinn,“ sagði Arna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×