„Það er viðbúið að nú hefjist nýtt túlkunarstríð“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. nóvember 2014 19:16 Mörg þúsund ef ekki tugir þúsunda lánasamninga gætu verið í uppnámi vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um að ólögmætt sé að miða við núll prósent verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði á samningsdegi í verðtryggðum lánasamningi. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum í mál Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum en Sævar Jón er með verðtryggt skuldabréf hjá bankanum sem er ekki fasteignaveðlán. Niðurstaða EFTA-dómstólsins er hnotskurn sú að að þegar lánasamningur er verðtryggður samrýmist það ekki tilskipun 87/102 ESB um neytendalán að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum legði ekki almennt ban við verðtryggingu. Þúsundir lánasamninga í uppnámi? Fasteignalán voru felld undir íslensku neytendalánalögin og tóku þau gildi í janúar 2001. Björn Þorri Viktorsson lögmaður Sævars Jóns segir alveg skýrt að þetta nái einnig til fasteignaveðlána. „Allavega verðtryggingarþáttur þeirra lána. Það verður ekki á honum byggt að því er ég tel. Miðað við skýr ákvæði 14. gr. laga um neytendalán þá getur lánveitandi ekki byggt rétt og innheimt lánskostnað sem ekki er hluti af árlegri hlutfallstölu kostnaðar í neytendalánaútreikningi og ef að verðtryggingin er ekki þar á meðal þá fellur sá kostnaður undir. Hann detur þá bara út,“ segir Björn Þorri. Ef svo er gætu þúsundir lánasamninga sem gerðir voru eftir 11. janúar 2001, þegar breytingin á neytendalánalögunum íslensku tók gildi, verið í uppnámi. Það þýðir efnislega að að það hafi átt sér stað ólögmæt tilfærsla fjár upp á mörg hundruð ef ekki þúsund milljarða króna á umræddu tímabili. Forstjóri Íbúðalánasjóðs vill túlka álit EFTA-dómstólsins þröngt. „Íbúðalánasjóður hefur aldrei gefið út greiðsluáætlanir og þar af leiðandi ekki greiðsluáætlanir með núll prósent verðbólgu,“ segir Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs.Þannig að það eru engir fasteignaveðlánasamningar hjá Íbúðalánasjóði þar sem miðað er við núll prósent verðbólgu á samningsdegi? „Það er rétt.“Þannig að áhrifin á lánasöfnin ykkar eru kannski engin? „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis flækjustig í þessu og við verðum bara að sjá hver niðurstaða dómstóla verður.“Helgi Hjörvar alþingismaður.Réttur neytenda verði að fullu virtur „Það er viðbúið að nú hefjist nýtt túlkunarstríð og fjármálafyrirtækin segi: „Ekki ég og þetta á ekki við nema litlu leyti hjá okkur.“ Við hin köllum hins vegar eftir því að réttur neytenda verði að fullu virtur,“ segir Helgi Hjörvar alþingismaður. Helgi sagði í fréttum Stöðvar 2 hinn 12. nóvember 2012, meðan hann var formaður efnahags- og viðskiptanefndar, að kerfið og þar með Íbúðalánasjóður, væru vísvitandi að blekkja unga lántakendur með því að upplýsa þá ekki um við hverju þeir megi búast í kostnað vegna verðbólgu, þ.e. upplýsa um heildarlántökukostnað. Nú er komið álit frá EFTA-dómstólnum um að það sé allavega ólögmætt að miða við 0% verðbólgu við útreikning á lántökukostnaði. Ný lög um neytendalán tóku gildi í fyrra þar sem lagt er bann við því að miðað við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og verður að miða við ársverðbólgu. Þannig hefur löggjafinn í raun þegar brugðist við og breytt gildandi rétt til samrýmis við álitið. Fjármálaráðherra segir óvíst hver áhrifin verði af ráðgefandi álitinu sem kom í morgun. „Það er ekki gott að segja fyrr en íslenskir dómstólar hafa kveðið upp sinn dóm. Þetta er ráðgefandi álit og það skilur mörg af veigamestu álitaefnunum fyrir íslenska dómstóla að útkljá. Það er ótímabært að segja hvernig dómstólar muni meta áhrifin af því að miðað hafi verið við núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlun. Við vitum það ekki nákvæmlega, það fer eftir svo mörgum ólíkum breytum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Tengdar fréttir Mun hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir bankana Fari íslenskir dómstólar eftir áliti EFTA-dómstólsins mun það hafa áhrif á fjárhagsstöðu bankanna. 24. nóvember 2014 11:10 Segir niðurstöðuna mikinn sigur fyrir íslenska neytendur „Þetta er bara fullnaðarsigur Sævar Jóns í þessu máli." 24. nóvember 2014 10:13 Miða við ársverðbólgu í nýjum lögum "Nú höfum við fengið þetta álit í hendurnar og mörgum af álitaefnunum sem uppi voru í málinu er vísað heim til íslenskra dómstóla,“ sagði Bjarni Benediktsson, 24. nóvember 2014 13:15 Ríkið hugsanlega skaðabótaskylt vegna verðtryggðu lánanna Landsbankinn lítur svo á að lög um neytendalán séu mjög afdráttarlaus um að ekki beri að taka tillit til breytinga á verðlagi við útreikning á áætluðum kostnaði lántaka þegar verðtryggð lán eru tekin. 24. nóvember 2014 11:48 Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA- 24. nóvember 2014 08:21 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Mörg þúsund ef ekki tugir þúsunda lánasamninga gætu verið í uppnámi vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um að ólögmætt sé að miða við núll prósent verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði á samningsdegi í verðtryggðum lánasamningi. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum í mál Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum en Sævar Jón er með verðtryggt skuldabréf hjá bankanum sem er ekki fasteignaveðlán. Niðurstaða EFTA-dómstólsins er hnotskurn sú að að þegar lánasamningur er verðtryggður samrýmist það ekki tilskipun 87/102 ESB um neytendalán að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum legði ekki almennt ban við verðtryggingu. Þúsundir lánasamninga í uppnámi? Fasteignalán voru felld undir íslensku neytendalánalögin og tóku þau gildi í janúar 2001. Björn Þorri Viktorsson lögmaður Sævars Jóns segir alveg skýrt að þetta nái einnig til fasteignaveðlána. „Allavega verðtryggingarþáttur þeirra lána. Það verður ekki á honum byggt að því er ég tel. Miðað við skýr ákvæði 14. gr. laga um neytendalán þá getur lánveitandi ekki byggt rétt og innheimt lánskostnað sem ekki er hluti af árlegri hlutfallstölu kostnaðar í neytendalánaútreikningi og ef að verðtryggingin er ekki þar á meðal þá fellur sá kostnaður undir. Hann detur þá bara út,“ segir Björn Þorri. Ef svo er gætu þúsundir lánasamninga sem gerðir voru eftir 11. janúar 2001, þegar breytingin á neytendalánalögunum íslensku tók gildi, verið í uppnámi. Það þýðir efnislega að að það hafi átt sér stað ólögmæt tilfærsla fjár upp á mörg hundruð ef ekki þúsund milljarða króna á umræddu tímabili. Forstjóri Íbúðalánasjóðs vill túlka álit EFTA-dómstólsins þröngt. „Íbúðalánasjóður hefur aldrei gefið út greiðsluáætlanir og þar af leiðandi ekki greiðsluáætlanir með núll prósent verðbólgu,“ segir Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs.Þannig að það eru engir fasteignaveðlánasamningar hjá Íbúðalánasjóði þar sem miðað er við núll prósent verðbólgu á samningsdegi? „Það er rétt.“Þannig að áhrifin á lánasöfnin ykkar eru kannski engin? „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis flækjustig í þessu og við verðum bara að sjá hver niðurstaða dómstóla verður.“Helgi Hjörvar alþingismaður.Réttur neytenda verði að fullu virtur „Það er viðbúið að nú hefjist nýtt túlkunarstríð og fjármálafyrirtækin segi: „Ekki ég og þetta á ekki við nema litlu leyti hjá okkur.“ Við hin köllum hins vegar eftir því að réttur neytenda verði að fullu virtur,“ segir Helgi Hjörvar alþingismaður. Helgi sagði í fréttum Stöðvar 2 hinn 12. nóvember 2012, meðan hann var formaður efnahags- og viðskiptanefndar, að kerfið og þar með Íbúðalánasjóður, væru vísvitandi að blekkja unga lántakendur með því að upplýsa þá ekki um við hverju þeir megi búast í kostnað vegna verðbólgu, þ.e. upplýsa um heildarlántökukostnað. Nú er komið álit frá EFTA-dómstólnum um að það sé allavega ólögmætt að miða við 0% verðbólgu við útreikning á lántökukostnaði. Ný lög um neytendalán tóku gildi í fyrra þar sem lagt er bann við því að miðað við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og verður að miða við ársverðbólgu. Þannig hefur löggjafinn í raun þegar brugðist við og breytt gildandi rétt til samrýmis við álitið. Fjármálaráðherra segir óvíst hver áhrifin verði af ráðgefandi álitinu sem kom í morgun. „Það er ekki gott að segja fyrr en íslenskir dómstólar hafa kveðið upp sinn dóm. Þetta er ráðgefandi álit og það skilur mörg af veigamestu álitaefnunum fyrir íslenska dómstóla að útkljá. Það er ótímabært að segja hvernig dómstólar muni meta áhrifin af því að miðað hafi verið við núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlun. Við vitum það ekki nákvæmlega, það fer eftir svo mörgum ólíkum breytum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Tengdar fréttir Mun hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir bankana Fari íslenskir dómstólar eftir áliti EFTA-dómstólsins mun það hafa áhrif á fjárhagsstöðu bankanna. 24. nóvember 2014 11:10 Segir niðurstöðuna mikinn sigur fyrir íslenska neytendur „Þetta er bara fullnaðarsigur Sævar Jóns í þessu máli." 24. nóvember 2014 10:13 Miða við ársverðbólgu í nýjum lögum "Nú höfum við fengið þetta álit í hendurnar og mörgum af álitaefnunum sem uppi voru í málinu er vísað heim til íslenskra dómstóla,“ sagði Bjarni Benediktsson, 24. nóvember 2014 13:15 Ríkið hugsanlega skaðabótaskylt vegna verðtryggðu lánanna Landsbankinn lítur svo á að lög um neytendalán séu mjög afdráttarlaus um að ekki beri að taka tillit til breytinga á verðlagi við útreikning á áætluðum kostnaði lántaka þegar verðtryggð lán eru tekin. 24. nóvember 2014 11:48 Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA- 24. nóvember 2014 08:21 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Mun hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir bankana Fari íslenskir dómstólar eftir áliti EFTA-dómstólsins mun það hafa áhrif á fjárhagsstöðu bankanna. 24. nóvember 2014 11:10
Segir niðurstöðuna mikinn sigur fyrir íslenska neytendur „Þetta er bara fullnaðarsigur Sævar Jóns í þessu máli." 24. nóvember 2014 10:13
Miða við ársverðbólgu í nýjum lögum "Nú höfum við fengið þetta álit í hendurnar og mörgum af álitaefnunum sem uppi voru í málinu er vísað heim til íslenskra dómstóla,“ sagði Bjarni Benediktsson, 24. nóvember 2014 13:15
Ríkið hugsanlega skaðabótaskylt vegna verðtryggðu lánanna Landsbankinn lítur svo á að lög um neytendalán séu mjög afdráttarlaus um að ekki beri að taka tillit til breytinga á verðlagi við útreikning á áætluðum kostnaði lántaka þegar verðtryggð lán eru tekin. 24. nóvember 2014 11:48
Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA- 24. nóvember 2014 08:21