„Það er viðbúið að nú hefjist nýtt túlkunarstríð“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. nóvember 2014 19:16 Mörg þúsund ef ekki tugir þúsunda lánasamninga gætu verið í uppnámi vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um að ólögmætt sé að miða við núll prósent verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði á samningsdegi í verðtryggðum lánasamningi. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum í mál Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum en Sævar Jón er með verðtryggt skuldabréf hjá bankanum sem er ekki fasteignaveðlán. Niðurstaða EFTA-dómstólsins er hnotskurn sú að að þegar lánasamningur er verðtryggður samrýmist það ekki tilskipun 87/102 ESB um neytendalán að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum legði ekki almennt ban við verðtryggingu. Þúsundir lánasamninga í uppnámi? Fasteignalán voru felld undir íslensku neytendalánalögin og tóku þau gildi í janúar 2001. Björn Þorri Viktorsson lögmaður Sævars Jóns segir alveg skýrt að þetta nái einnig til fasteignaveðlána. „Allavega verðtryggingarþáttur þeirra lána. Það verður ekki á honum byggt að því er ég tel. Miðað við skýr ákvæði 14. gr. laga um neytendalán þá getur lánveitandi ekki byggt rétt og innheimt lánskostnað sem ekki er hluti af árlegri hlutfallstölu kostnaðar í neytendalánaútreikningi og ef að verðtryggingin er ekki þar á meðal þá fellur sá kostnaður undir. Hann detur þá bara út,“ segir Björn Þorri. Ef svo er gætu þúsundir lánasamninga sem gerðir voru eftir 11. janúar 2001, þegar breytingin á neytendalánalögunum íslensku tók gildi, verið í uppnámi. Það þýðir efnislega að að það hafi átt sér stað ólögmæt tilfærsla fjár upp á mörg hundruð ef ekki þúsund milljarða króna á umræddu tímabili. Forstjóri Íbúðalánasjóðs vill túlka álit EFTA-dómstólsins þröngt. „Íbúðalánasjóður hefur aldrei gefið út greiðsluáætlanir og þar af leiðandi ekki greiðsluáætlanir með núll prósent verðbólgu,“ segir Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs.Þannig að það eru engir fasteignaveðlánasamningar hjá Íbúðalánasjóði þar sem miðað er við núll prósent verðbólgu á samningsdegi? „Það er rétt.“Þannig að áhrifin á lánasöfnin ykkar eru kannski engin? „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis flækjustig í þessu og við verðum bara að sjá hver niðurstaða dómstóla verður.“Helgi Hjörvar alþingismaður.Réttur neytenda verði að fullu virtur „Það er viðbúið að nú hefjist nýtt túlkunarstríð og fjármálafyrirtækin segi: „Ekki ég og þetta á ekki við nema litlu leyti hjá okkur.“ Við hin köllum hins vegar eftir því að réttur neytenda verði að fullu virtur,“ segir Helgi Hjörvar alþingismaður. Helgi sagði í fréttum Stöðvar 2 hinn 12. nóvember 2012, meðan hann var formaður efnahags- og viðskiptanefndar, að kerfið og þar með Íbúðalánasjóður, væru vísvitandi að blekkja unga lántakendur með því að upplýsa þá ekki um við hverju þeir megi búast í kostnað vegna verðbólgu, þ.e. upplýsa um heildarlántökukostnað. Nú er komið álit frá EFTA-dómstólnum um að það sé allavega ólögmætt að miða við 0% verðbólgu við útreikning á lántökukostnaði. Ný lög um neytendalán tóku gildi í fyrra þar sem lagt er bann við því að miðað við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og verður að miða við ársverðbólgu. Þannig hefur löggjafinn í raun þegar brugðist við og breytt gildandi rétt til samrýmis við álitið. Fjármálaráðherra segir óvíst hver áhrifin verði af ráðgefandi álitinu sem kom í morgun. „Það er ekki gott að segja fyrr en íslenskir dómstólar hafa kveðið upp sinn dóm. Þetta er ráðgefandi álit og það skilur mörg af veigamestu álitaefnunum fyrir íslenska dómstóla að útkljá. Það er ótímabært að segja hvernig dómstólar muni meta áhrifin af því að miðað hafi verið við núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlun. Við vitum það ekki nákvæmlega, það fer eftir svo mörgum ólíkum breytum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Tengdar fréttir Mun hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir bankana Fari íslenskir dómstólar eftir áliti EFTA-dómstólsins mun það hafa áhrif á fjárhagsstöðu bankanna. 24. nóvember 2014 11:10 Segir niðurstöðuna mikinn sigur fyrir íslenska neytendur „Þetta er bara fullnaðarsigur Sævar Jóns í þessu máli." 24. nóvember 2014 10:13 Miða við ársverðbólgu í nýjum lögum "Nú höfum við fengið þetta álit í hendurnar og mörgum af álitaefnunum sem uppi voru í málinu er vísað heim til íslenskra dómstóla,“ sagði Bjarni Benediktsson, 24. nóvember 2014 13:15 Ríkið hugsanlega skaðabótaskylt vegna verðtryggðu lánanna Landsbankinn lítur svo á að lög um neytendalán séu mjög afdráttarlaus um að ekki beri að taka tillit til breytinga á verðlagi við útreikning á áætluðum kostnaði lántaka þegar verðtryggð lán eru tekin. 24. nóvember 2014 11:48 Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA- 24. nóvember 2014 08:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað frá vegna tengsla lögregluþjóns við mann sem varð fyrir árás Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Sjá meira
Mörg þúsund ef ekki tugir þúsunda lánasamninga gætu verið í uppnámi vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um að ólögmætt sé að miða við núll prósent verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði á samningsdegi í verðtryggðum lánasamningi. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum í mál Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum en Sævar Jón er með verðtryggt skuldabréf hjá bankanum sem er ekki fasteignaveðlán. Niðurstaða EFTA-dómstólsins er hnotskurn sú að að þegar lánasamningur er verðtryggður samrýmist það ekki tilskipun 87/102 ESB um neytendalán að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum legði ekki almennt ban við verðtryggingu. Þúsundir lánasamninga í uppnámi? Fasteignalán voru felld undir íslensku neytendalánalögin og tóku þau gildi í janúar 2001. Björn Þorri Viktorsson lögmaður Sævars Jóns segir alveg skýrt að þetta nái einnig til fasteignaveðlána. „Allavega verðtryggingarþáttur þeirra lána. Það verður ekki á honum byggt að því er ég tel. Miðað við skýr ákvæði 14. gr. laga um neytendalán þá getur lánveitandi ekki byggt rétt og innheimt lánskostnað sem ekki er hluti af árlegri hlutfallstölu kostnaðar í neytendalánaútreikningi og ef að verðtryggingin er ekki þar á meðal þá fellur sá kostnaður undir. Hann detur þá bara út,“ segir Björn Þorri. Ef svo er gætu þúsundir lánasamninga sem gerðir voru eftir 11. janúar 2001, þegar breytingin á neytendalánalögunum íslensku tók gildi, verið í uppnámi. Það þýðir efnislega að að það hafi átt sér stað ólögmæt tilfærsla fjár upp á mörg hundruð ef ekki þúsund milljarða króna á umræddu tímabili. Forstjóri Íbúðalánasjóðs vill túlka álit EFTA-dómstólsins þröngt. „Íbúðalánasjóður hefur aldrei gefið út greiðsluáætlanir og þar af leiðandi ekki greiðsluáætlanir með núll prósent verðbólgu,“ segir Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs.Þannig að það eru engir fasteignaveðlánasamningar hjá Íbúðalánasjóði þar sem miðað er við núll prósent verðbólgu á samningsdegi? „Það er rétt.“Þannig að áhrifin á lánasöfnin ykkar eru kannski engin? „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis flækjustig í þessu og við verðum bara að sjá hver niðurstaða dómstóla verður.“Helgi Hjörvar alþingismaður.Réttur neytenda verði að fullu virtur „Það er viðbúið að nú hefjist nýtt túlkunarstríð og fjármálafyrirtækin segi: „Ekki ég og þetta á ekki við nema litlu leyti hjá okkur.“ Við hin köllum hins vegar eftir því að réttur neytenda verði að fullu virtur,“ segir Helgi Hjörvar alþingismaður. Helgi sagði í fréttum Stöðvar 2 hinn 12. nóvember 2012, meðan hann var formaður efnahags- og viðskiptanefndar, að kerfið og þar með Íbúðalánasjóður, væru vísvitandi að blekkja unga lántakendur með því að upplýsa þá ekki um við hverju þeir megi búast í kostnað vegna verðbólgu, þ.e. upplýsa um heildarlántökukostnað. Nú er komið álit frá EFTA-dómstólnum um að það sé allavega ólögmætt að miða við 0% verðbólgu við útreikning á lántökukostnaði. Ný lög um neytendalán tóku gildi í fyrra þar sem lagt er bann við því að miðað við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og verður að miða við ársverðbólgu. Þannig hefur löggjafinn í raun þegar brugðist við og breytt gildandi rétt til samrýmis við álitið. Fjármálaráðherra segir óvíst hver áhrifin verði af ráðgefandi álitinu sem kom í morgun. „Það er ekki gott að segja fyrr en íslenskir dómstólar hafa kveðið upp sinn dóm. Þetta er ráðgefandi álit og það skilur mörg af veigamestu álitaefnunum fyrir íslenska dómstóla að útkljá. Það er ótímabært að segja hvernig dómstólar muni meta áhrifin af því að miðað hafi verið við núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlun. Við vitum það ekki nákvæmlega, það fer eftir svo mörgum ólíkum breytum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Tengdar fréttir Mun hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir bankana Fari íslenskir dómstólar eftir áliti EFTA-dómstólsins mun það hafa áhrif á fjárhagsstöðu bankanna. 24. nóvember 2014 11:10 Segir niðurstöðuna mikinn sigur fyrir íslenska neytendur „Þetta er bara fullnaðarsigur Sævar Jóns í þessu máli." 24. nóvember 2014 10:13 Miða við ársverðbólgu í nýjum lögum "Nú höfum við fengið þetta álit í hendurnar og mörgum af álitaefnunum sem uppi voru í málinu er vísað heim til íslenskra dómstóla,“ sagði Bjarni Benediktsson, 24. nóvember 2014 13:15 Ríkið hugsanlega skaðabótaskylt vegna verðtryggðu lánanna Landsbankinn lítur svo á að lög um neytendalán séu mjög afdráttarlaus um að ekki beri að taka tillit til breytinga á verðlagi við útreikning á áætluðum kostnaði lántaka þegar verðtryggð lán eru tekin. 24. nóvember 2014 11:48 Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA- 24. nóvember 2014 08:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað frá vegna tengsla lögregluþjóns við mann sem varð fyrir árás Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Sjá meira
Mun hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir bankana Fari íslenskir dómstólar eftir áliti EFTA-dómstólsins mun það hafa áhrif á fjárhagsstöðu bankanna. 24. nóvember 2014 11:10
Segir niðurstöðuna mikinn sigur fyrir íslenska neytendur „Þetta er bara fullnaðarsigur Sævar Jóns í þessu máli." 24. nóvember 2014 10:13
Miða við ársverðbólgu í nýjum lögum "Nú höfum við fengið þetta álit í hendurnar og mörgum af álitaefnunum sem uppi voru í málinu er vísað heim til íslenskra dómstóla,“ sagði Bjarni Benediktsson, 24. nóvember 2014 13:15
Ríkið hugsanlega skaðabótaskylt vegna verðtryggðu lánanna Landsbankinn lítur svo á að lög um neytendalán séu mjög afdráttarlaus um að ekki beri að taka tillit til breytinga á verðlagi við útreikning á áætluðum kostnaði lántaka þegar verðtryggð lán eru tekin. 24. nóvember 2014 11:48
Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA- 24. nóvember 2014 08:21
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent