„Forseti, ég hef orðið“ vítaverð ummæli Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2014 11:17 Lúðvík og Ögmundur voru víttir fyrir ummæli sem virðast ólíkt sakleysislegri en þau sem Gunnar Bragi lét flakka í gær. Valgerður sá ekki ástæðu til að víta utanríkisráðherra. Mikil ólga var á þingi í gærkvöldi þegar tekist var á um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið. Að mati þingmanna stjórnarandstöðunnar er ályktunin ekki tæk, meðal annars vegna þess að í greinargerð telja menn að vegið sé að æru manna með því að víkja að því að þingmenn hafi ekki kosið um aðildarviðræðurnar sumarið 2009 samkvæmt bestu samvisku. Þeir hafi þar með gerst sekir um stjórnarskrárbrot. Þingmenn, svo sem Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu, töldu að ef Gunnar Bragi yrði ekki víttur fyrir svo alvarlegar ávirðingar, þá væru þingsköp marklaust plagg.Steingrímur J. Sigfússon VG var í ræðustóli þegar utanríkisráðherra kallaði úr sæti sínu: „Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú.“ Varð þá uppi fótur og fit og kröfðust þingmenn þess að utanríkisráðherra yrði víttur af forseta þingsins og var í því sambandi vísað í þingsköp. Valgerður Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokki var þá í stóli forseta en hún sá ekki ástæðu til að víta þingmanninn. Seinna kom Gunnar Bragi í ræðustól og baðst afsökunar með orðunum „Mér þykir miður ef að ég hef vegið nærri þingmanninum, háttvirtum Steingrími J. Sigfússyni, og bið hann afsökunar á því.“ Þó ýmsir, svo sem Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður, telji þetta afsökunarbeiðni með fyrirvörum og þar með ómarktæk, þá meðtók Steingrímur afsökunarbeiðnina. „Ég er ósammála því að Gunnar Bragi hafi beðið Steingrím afsökunar,“ segir Ólína á Facebooksíðu sinni. Í þingsköpum, 93. grein, segir að ef þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu skal forseti kalla til hans: „Þetta er vítavert“, og nefna þau ummæli sem hann vítir. Nú er þingmaður víttur tvisvar á sama fundi og má þá forseti, með samþykki fundarins, svipta þingmanninn málfrelsi á þeim fundi. Fágætt er að þingmenn sæti vítum. Það gerðist þó í apríl árið 2005 þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vítti Lúðvík Bergvinsson, þingmann Samfylkingar, í umræðum um störf þingsins fyrir stundu. Halldór rak Lúðvík úr ræðustóli og sagði að orð hans, „Forseti, ég hef orðið“, væru vítaverð. Þetta þótti fréttnæmt, og var í annað sinn sem Halldór vítir Lúðvík fyrir ummæli í garð forseta Alþingis. Halldór vítti Ögmund Jónasson, þingmann Vinstri grænna, árið 2002 fyrir svipaðar sakir. Þá hafði enginn þingmaður verið víttur síðan árið 1957. Halldór hafði beðið Ögmund um að grípa ekki frammí fyrir forseta þingsins þegar hann talaði. „Það þekkir hann allavega, háttvísina," gall þá í Ögmundi. Og þegar komu fram óskir um vítur á hendur þingmanninum fyrir ummælin varð Halldór við því. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Mikil ólga var á þingi í gærkvöldi þegar tekist var á um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið. Að mati þingmanna stjórnarandstöðunnar er ályktunin ekki tæk, meðal annars vegna þess að í greinargerð telja menn að vegið sé að æru manna með því að víkja að því að þingmenn hafi ekki kosið um aðildarviðræðurnar sumarið 2009 samkvæmt bestu samvisku. Þeir hafi þar með gerst sekir um stjórnarskrárbrot. Þingmenn, svo sem Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu, töldu að ef Gunnar Bragi yrði ekki víttur fyrir svo alvarlegar ávirðingar, þá væru þingsköp marklaust plagg.Steingrímur J. Sigfússon VG var í ræðustóli þegar utanríkisráðherra kallaði úr sæti sínu: „Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú.“ Varð þá uppi fótur og fit og kröfðust þingmenn þess að utanríkisráðherra yrði víttur af forseta þingsins og var í því sambandi vísað í þingsköp. Valgerður Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokki var þá í stóli forseta en hún sá ekki ástæðu til að víta þingmanninn. Seinna kom Gunnar Bragi í ræðustól og baðst afsökunar með orðunum „Mér þykir miður ef að ég hef vegið nærri þingmanninum, háttvirtum Steingrími J. Sigfússyni, og bið hann afsökunar á því.“ Þó ýmsir, svo sem Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður, telji þetta afsökunarbeiðni með fyrirvörum og þar með ómarktæk, þá meðtók Steingrímur afsökunarbeiðnina. „Ég er ósammála því að Gunnar Bragi hafi beðið Steingrím afsökunar,“ segir Ólína á Facebooksíðu sinni. Í þingsköpum, 93. grein, segir að ef þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu skal forseti kalla til hans: „Þetta er vítavert“, og nefna þau ummæli sem hann vítir. Nú er þingmaður víttur tvisvar á sama fundi og má þá forseti, með samþykki fundarins, svipta þingmanninn málfrelsi á þeim fundi. Fágætt er að þingmenn sæti vítum. Það gerðist þó í apríl árið 2005 þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vítti Lúðvík Bergvinsson, þingmann Samfylkingar, í umræðum um störf þingsins fyrir stundu. Halldór rak Lúðvík úr ræðustóli og sagði að orð hans, „Forseti, ég hef orðið“, væru vítaverð. Þetta þótti fréttnæmt, og var í annað sinn sem Halldór vítir Lúðvík fyrir ummæli í garð forseta Alþingis. Halldór vítti Ögmund Jónasson, þingmann Vinstri grænna, árið 2002 fyrir svipaðar sakir. Þá hafði enginn þingmaður verið víttur síðan árið 1957. Halldór hafði beðið Ögmund um að grípa ekki frammí fyrir forseta þingsins þegar hann talaði. „Það þekkir hann allavega, háttvísina," gall þá í Ögmundi. Og þegar komu fram óskir um vítur á hendur þingmanninum fyrir ummælin varð Halldór við því.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira