Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2014 13:02 Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. Fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir Íslendinga verða að meta hvort meiri hagsmunum sé fórnandi fyrir minni með því að halda áfram hvalveiðum í andstöðu við alþjóðasamfélagið. Barack Obama bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll tvíhliða samskipti við Íslendinga verði endurskoðuð og þrýst á þá að hætta veiðum á langreyð. Forsetinn hefur sent Bandaríkjaþingi og öllum ráðuneytum minnisblað þar sem skorað er á þessar stofnanir að endurmeta öll tvíhliða samskipti við Íslendinga vegna veiða þeirra á langreyð. Tegundin sé í útrýmingarhættu og beinir forsetinn þeim tilmælum til ráðuneyta að þau endurskoði öll samskipti sín við Íslendinga og hvort fundir með þeim skuli yfirleitt haldnir. Obama leggur þó ekki til að beinar viðskiptahindranir verði settar á Íslendinga.Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd er alfarið á móti hvalveiðunum. „Ég tel að sjálfsögðu að þetta sé mjög alvarlegt vegna þess að við eigum í miklum samskiptum við Bandaríkin á ýmsum sviðum. Afstaða mín til hvalveiðanna er hefur lengi verið þekkt. Ég er þeim algerlega andsnúinn og tel að fyrst og fremst að það sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og að við verðum þess vegna að taka raunverulega umræðu um hverjir okkar hagsmunir eru. Meta þá raunverulega án þess að vera með einhvern sjálfbirgingshátt, eins og mér eins og því miður að mínu mati hefur einkennt umræðurnar um hvalveiðar á Íslandi,“ segir Árni Þór. Obama beinir tilmælum sínum einnig til utanríkisráðuneytisins og segir að endurskoða beri öll tvíhliða verkefni þjóðanna og beita öllum ráðum til að þrýsta á Íslendinga að fara að samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Stærsti gildandi samningur þjóðanna er án efa varnarsamningurinn. En frá því bandarískur hermenn yfirgáfu Ísland árið 2006 hefur kólnað í samskiptum þjóðanna. „Ég vil nú kannski ekki kalla það alkul, en það er augljóst að hvalveiðaranr eru að hafa veruleg áhrif á okkar samskipti, bæði pólitískt og áræðanlega líka viðskiptaleg og efnahagsleg,“ segir Árni Þór. En það eru fyrirhugaðar fríverslunarviðræður milli landanna, sem gætu reynst Íslendingum mikilvægar enda um risamarkað að ræða í Bandaríkjunum. „Ég held að þetta geti hæglega og áræðanlega á allar slíkar hugmyndir ef Íslendingar bregðast ekki við með einhverjum hætti.“ Tengdar fréttir Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09 Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir Íslendinga verða að meta hvort meiri hagsmunum sé fórnandi fyrir minni með því að halda áfram hvalveiðum í andstöðu við alþjóðasamfélagið. Barack Obama bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll tvíhliða samskipti við Íslendinga verði endurskoðuð og þrýst á þá að hætta veiðum á langreyð. Forsetinn hefur sent Bandaríkjaþingi og öllum ráðuneytum minnisblað þar sem skorað er á þessar stofnanir að endurmeta öll tvíhliða samskipti við Íslendinga vegna veiða þeirra á langreyð. Tegundin sé í útrýmingarhættu og beinir forsetinn þeim tilmælum til ráðuneyta að þau endurskoði öll samskipti sín við Íslendinga og hvort fundir með þeim skuli yfirleitt haldnir. Obama leggur þó ekki til að beinar viðskiptahindranir verði settar á Íslendinga.Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd er alfarið á móti hvalveiðunum. „Ég tel að sjálfsögðu að þetta sé mjög alvarlegt vegna þess að við eigum í miklum samskiptum við Bandaríkin á ýmsum sviðum. Afstaða mín til hvalveiðanna er hefur lengi verið þekkt. Ég er þeim algerlega andsnúinn og tel að fyrst og fremst að það sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og að við verðum þess vegna að taka raunverulega umræðu um hverjir okkar hagsmunir eru. Meta þá raunverulega án þess að vera með einhvern sjálfbirgingshátt, eins og mér eins og því miður að mínu mati hefur einkennt umræðurnar um hvalveiðar á Íslandi,“ segir Árni Þór. Obama beinir tilmælum sínum einnig til utanríkisráðuneytisins og segir að endurskoða beri öll tvíhliða verkefni þjóðanna og beita öllum ráðum til að þrýsta á Íslendinga að fara að samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Stærsti gildandi samningur þjóðanna er án efa varnarsamningurinn. En frá því bandarískur hermenn yfirgáfu Ísland árið 2006 hefur kólnað í samskiptum þjóðanna. „Ég vil nú kannski ekki kalla það alkul, en það er augljóst að hvalveiðaranr eru að hafa veruleg áhrif á okkar samskipti, bæði pólitískt og áræðanlega líka viðskiptaleg og efnahagsleg,“ segir Árni Þór. En það eru fyrirhugaðar fríverslunarviðræður milli landanna, sem gætu reynst Íslendingum mikilvægar enda um risamarkað að ræða í Bandaríkjunum. „Ég held að þetta geti hæglega og áræðanlega á allar slíkar hugmyndir ef Íslendingar bregðast ekki við með einhverjum hætti.“
Tengdar fréttir Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09 Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09
Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03