Dráttur á rannsókn getur létt refsinguna Snærós Sindradóttir skrifar 29. maí 2014 16:00 Ríkisskattstjóra Maðurinn er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að endurgreiða virðisaukaskatt af húsum sem aldrei voru byggð. Fréttablaðið/Stefán Rannsókn á umfangsmiklu skattsvikamáli, þar sem starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um að hafa svikið út 270 milljónir úr virðisaukaskattskerfinu, hefur dregist í nærri fjögur ár. Málið kom upp í september 2010 þegar sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Starfsmaður ríkisskattstjóra, einn grunaðra, var vistaður í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna í fimm vikur en samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Eignir hans og eiginkonu hans voru frystar þegar málið kom upp og hafa verið síðan. Manninum var tjáð í september í fyrra að rannsókn málsins væri að klárast. Sömu svör fékk hann í apríl á þessu ári en þegar maðurinn grennslaðist aftur fyrir um málið síðastliðinn þriðjudag fékk hann þau svör að málið væri enn í höndum lögreglu og ekki komið til málsmeðferðar hjá ríkissaksóknara. „Staða mín er bara á bið,“ segir maðurinn. „Það eru allir í fjölskyldunni í rusli eftir þetta en við getum ekki annað en beðið.“ Manninum var sagt upp störfum í kjölfar þess að málið komst upp og segist hann hafa verið óvinnufær síðan. „Ég er bara andlegur öryrki,“ segir hann. Verjandi mannsins, Björgvin Þorsteinsson, segir að dráttur málsins sé með ólíkindum. „Það eru sjálfsagt komin þrjú ár síðan þetta mál lá ljóst fyrir og hægt var að gefa út ákæru.“ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir að drátturinn geti haft áhrif á ákvörðun dómstóla þegar málið kemst loks þangað. „Menn eiga rétt á greiðri málsmeðferð bæði á rannsóknarstigi og dómstigi og ef brotið er á þeim rétti sakborninga þá leiðir það iðulega til þess að það hefur áhrif á refsiákvörðunina. Það getur haft áhrif á fjárhæð sektar og lengd fangelsisvistar eða miklu frekar að dómstólar hafa verið að skilorðsbinda fangelsisrefsingar,“ segir Ragnar. Hann bendir á að ríkið geti orðið skaðabótaskylt verði maðurinn sýknaður. Þá geti löng bið eftir niðurstöðu máls haft slæm áhrif á andlega heilsu sakborninga. Fólk verði þunglynt og aðgerðalaust. Ragnar bendir á að þegar dómur fellur taki við lengri bið eftir því að komast að í fangelsi. Í lok árs 2012 höfðu 102 einstaklingar beðið lengur en í þrjú ár eftir því að sitja af sér sinn dóm. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Rannsókn á umfangsmiklu skattsvikamáli, þar sem starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um að hafa svikið út 270 milljónir úr virðisaukaskattskerfinu, hefur dregist í nærri fjögur ár. Málið kom upp í september 2010 þegar sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Starfsmaður ríkisskattstjóra, einn grunaðra, var vistaður í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna í fimm vikur en samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Eignir hans og eiginkonu hans voru frystar þegar málið kom upp og hafa verið síðan. Manninum var tjáð í september í fyrra að rannsókn málsins væri að klárast. Sömu svör fékk hann í apríl á þessu ári en þegar maðurinn grennslaðist aftur fyrir um málið síðastliðinn þriðjudag fékk hann þau svör að málið væri enn í höndum lögreglu og ekki komið til málsmeðferðar hjá ríkissaksóknara. „Staða mín er bara á bið,“ segir maðurinn. „Það eru allir í fjölskyldunni í rusli eftir þetta en við getum ekki annað en beðið.“ Manninum var sagt upp störfum í kjölfar þess að málið komst upp og segist hann hafa verið óvinnufær síðan. „Ég er bara andlegur öryrki,“ segir hann. Verjandi mannsins, Björgvin Þorsteinsson, segir að dráttur málsins sé með ólíkindum. „Það eru sjálfsagt komin þrjú ár síðan þetta mál lá ljóst fyrir og hægt var að gefa út ákæru.“ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir að drátturinn geti haft áhrif á ákvörðun dómstóla þegar málið kemst loks þangað. „Menn eiga rétt á greiðri málsmeðferð bæði á rannsóknarstigi og dómstigi og ef brotið er á þeim rétti sakborninga þá leiðir það iðulega til þess að það hefur áhrif á refsiákvörðunina. Það getur haft áhrif á fjárhæð sektar og lengd fangelsisvistar eða miklu frekar að dómstólar hafa verið að skilorðsbinda fangelsisrefsingar,“ segir Ragnar. Hann bendir á að ríkið geti orðið skaðabótaskylt verði maðurinn sýknaður. Þá geti löng bið eftir niðurstöðu máls haft slæm áhrif á andlega heilsu sakborninga. Fólk verði þunglynt og aðgerðalaust. Ragnar bendir á að þegar dómur fellur taki við lengri bið eftir því að komast að í fangelsi. Í lok árs 2012 höfðu 102 einstaklingar beðið lengur en í þrjú ár eftir því að sitja af sér sinn dóm.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira