Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Brjánn Jónasson skrifar 29. maí 2014 06:00 Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega, og virðist flokkurinn öruggur með að ná einum manni í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 9,2 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok apríl, var flokkurinn með 5,2 prósent atkvæða. Fylgið mældist 5,3 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí. Framsóknarflokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hefur því ekki haft borgarfulltrúa þetta kjörtímabil. Flokkurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir í samtali við fréttavefinn Vísi á föstudag, 23. maí, að hún vildi afturkalla lóð sem trúfélag múslíma fékk úthlutað í Sogamýri.Könnun Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa af fimmtán samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, er ekki í hættu samkvæmt könnuninni, þó valdahlutföllin hafi snúist við. Flokkarnir fá samtals 54,1 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylkingin verður þrátt fyrir þetta stökk Framsóknar sigurvegari kosninganna, verði niðurstöður í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Staða flokksins hefur stórbatnað frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur aukist verulega frá síðustu könnun, sem gerð var í lok apríl, þegar flokkurinn mældist með 26,6 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með stuðning 18,6 prósenta borgarbúa, en Besti flokkurinn vann kosningasigur með 34,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Björt framtíð fær samkvæmt þessu þrjá borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn náði inn sex fulltrúum í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð og tapar þriðjungi af fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 22,2 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa, en var með 33,6 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Vinstri græn eru samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa, en hann stendur afar tæpt. Alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Píratar mælast með 7 prósenta fylgi, sem skilar þeim einum borgarfulltrúa. Alls ætla 0,8 prósent borgarbúa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent styðja Alþýðufylkinguna.AðferðafræðinHringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega, og virðist flokkurinn öruggur með að ná einum manni í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 9,2 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok apríl, var flokkurinn með 5,2 prósent atkvæða. Fylgið mældist 5,3 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí. Framsóknarflokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hefur því ekki haft borgarfulltrúa þetta kjörtímabil. Flokkurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir í samtali við fréttavefinn Vísi á föstudag, 23. maí, að hún vildi afturkalla lóð sem trúfélag múslíma fékk úthlutað í Sogamýri.Könnun Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa af fimmtán samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, er ekki í hættu samkvæmt könnuninni, þó valdahlutföllin hafi snúist við. Flokkarnir fá samtals 54,1 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylkingin verður þrátt fyrir þetta stökk Framsóknar sigurvegari kosninganna, verði niðurstöður í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Staða flokksins hefur stórbatnað frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur aukist verulega frá síðustu könnun, sem gerð var í lok apríl, þegar flokkurinn mældist með 26,6 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með stuðning 18,6 prósenta borgarbúa, en Besti flokkurinn vann kosningasigur með 34,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Björt framtíð fær samkvæmt þessu þrjá borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn náði inn sex fulltrúum í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð og tapar þriðjungi af fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 22,2 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa, en var með 33,6 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Vinstri græn eru samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa, en hann stendur afar tæpt. Alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Píratar mælast með 7 prósenta fylgi, sem skilar þeim einum borgarfulltrúa. Alls ætla 0,8 prósent borgarbúa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent styðja Alþýðufylkinguna.AðferðafræðinHringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira