Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. maí 2014 20:02 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að blanda sér í umræðuna. Það voru eflaust ekki margir sem áttu von á því að helsta umræðuefnið tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar væri úthlutun lóðar fyrir mosku múslima í Reykjavík. Frá því að oddviti Framsóknar og flugvallavina lýsti því yfir að hún vildi afturkalla lóðina hefur fylgi flokksins rokkið upp á við - málflutningur sem hefur hlotið mikla gagnrýni. Stjórn ungra framsóknarmanna lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu í gærkvöldi. Tilkynning SUF var fjarlægð skömmu síðar en í henni stóð að framganga oddvitans gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sagðist ekki vilja blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki.Sjálfstæðismenn vilja ekki gefa lóðir til trúfélaga Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er að hluta til sammála oddvita Framsóknarflokksins. „Við erum ekki á móti því að moska rísi í Reykjavík. Okkar fulltrúar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni á sínum tíma vegna þess að þeim fannst staðsetningin ekki heppileg. Okkur finnst ekki rétt að gefa lóðir undir trúfélög,“ segir Halldór.Í samhengi við bylgju í Evrópu Oddvitar annarra framboða í Reykjavík eru ekki hrifnir af málflutningi Framsóknar í aðdraganda kosninga. „Ég setti þetta í samhengi við ákveðna bylgju í Evrópu þar sem hægriöfgaöfl og öfl sem að ala á ótta, hatri og öðru slíku voru að ná miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins. Ég er alveg viss um að Reykvíkingar eru ekki að fara að láta bjóða sér þetta,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“ „Mér finnst þetta bera svolítið bera mið af örvæntingu þegar Framsókn var ekki að fá mikið fylgi. Ég er hugsi yfir þessu útspili Framsóknarflokksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Tengdar fréttir Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að blanda sér í umræðuna. Það voru eflaust ekki margir sem áttu von á því að helsta umræðuefnið tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar væri úthlutun lóðar fyrir mosku múslima í Reykjavík. Frá því að oddviti Framsóknar og flugvallavina lýsti því yfir að hún vildi afturkalla lóðina hefur fylgi flokksins rokkið upp á við - málflutningur sem hefur hlotið mikla gagnrýni. Stjórn ungra framsóknarmanna lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu í gærkvöldi. Tilkynning SUF var fjarlægð skömmu síðar en í henni stóð að framganga oddvitans gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sagðist ekki vilja blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki.Sjálfstæðismenn vilja ekki gefa lóðir til trúfélaga Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er að hluta til sammála oddvita Framsóknarflokksins. „Við erum ekki á móti því að moska rísi í Reykjavík. Okkar fulltrúar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni á sínum tíma vegna þess að þeim fannst staðsetningin ekki heppileg. Okkur finnst ekki rétt að gefa lóðir undir trúfélög,“ segir Halldór.Í samhengi við bylgju í Evrópu Oddvitar annarra framboða í Reykjavík eru ekki hrifnir af málflutningi Framsóknar í aðdraganda kosninga. „Ég setti þetta í samhengi við ákveðna bylgju í Evrópu þar sem hægriöfgaöfl og öfl sem að ala á ótta, hatri og öðru slíku voru að ná miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins. Ég er alveg viss um að Reykvíkingar eru ekki að fara að láta bjóða sér þetta,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“ „Mér finnst þetta bera svolítið bera mið af örvæntingu þegar Framsókn var ekki að fá mikið fylgi. Ég er hugsi yfir þessu útspili Framsóknarflokksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.
Tengdar fréttir Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00
Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22
Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43