Tugir mótmæltu olíuleit Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. janúar 2014 16:18 MYND/ÁRNI FINNSON Mótmæli fóru fram við Þjóðmenningarhúsið í dag en þar var undirritaður samningur þriðja sérleyfisins vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tólf samtök, sem eiga það sameiginlegt að láta sig umhverfisvernd varða, boðuðu til mótmælanna. „Það voru nokkrir tugir mættir,“ segir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Þetta hafa líklega verið um 70 manns.“ Árni segir mótmælin hafa farið vel fram.VÍSIR(VILHELM Mótmælin fóru vel fram að sögn Árna en um klukkan 14 mættu ráðherrar til að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu frá samtökunum tólf segir að loftslagsbreytingar séu stærsta vandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út síðasta haust, taki af allan vafa um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Árni segir að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir í dag muni samtökin halda áfram að berjast fyrir því að olíuleitin hefjist ekki. Mannkynið hafi nú þegar fundið nóg af olíu til að eyðileggja lífríkið og nú sé kominn tími til að hætta. Lífsskilyrði mannsins verði mun erfiðari ef ekki tekst að vinna bug á að draga úr losun koltvísírings. Með því að brenna olíu súrnar til dæmis sjórinn en súrnun sjávar ógnar mjög lífríki hafsins. Einhverjir munu sjálfsagt græða peninga á því ef olía finnst. En þegar uppi er staðið verður tapið meira en gróðinn. Samtökin sem stóðu að mómælunum eru Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gais (HÍ) og Ungir umhverfissinnar. Olíuleit á Drekasvæði Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Mótmæli fóru fram við Þjóðmenningarhúsið í dag en þar var undirritaður samningur þriðja sérleyfisins vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tólf samtök, sem eiga það sameiginlegt að láta sig umhverfisvernd varða, boðuðu til mótmælanna. „Það voru nokkrir tugir mættir,“ segir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Þetta hafa líklega verið um 70 manns.“ Árni segir mótmælin hafa farið vel fram.VÍSIR(VILHELM Mótmælin fóru vel fram að sögn Árna en um klukkan 14 mættu ráðherrar til að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu frá samtökunum tólf segir að loftslagsbreytingar séu stærsta vandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út síðasta haust, taki af allan vafa um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Árni segir að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir í dag muni samtökin halda áfram að berjast fyrir því að olíuleitin hefjist ekki. Mannkynið hafi nú þegar fundið nóg af olíu til að eyðileggja lífríkið og nú sé kominn tími til að hætta. Lífsskilyrði mannsins verði mun erfiðari ef ekki tekst að vinna bug á að draga úr losun koltvísírings. Með því að brenna olíu súrnar til dæmis sjórinn en súrnun sjávar ógnar mjög lífríki hafsins. Einhverjir munu sjálfsagt græða peninga á því ef olía finnst. En þegar uppi er staðið verður tapið meira en gróðinn. Samtökin sem stóðu að mómælunum eru Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gais (HÍ) og Ungir umhverfissinnar.
Olíuleit á Drekasvæði Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira