Ekkert ferðaveður í dag: Mikil ófærð víða um land Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2014 09:05 Mikil ófærð er nánast um allt land. Mynd/Vegagerðin Ekkert ferðaveður verður á landinu í dag. Spáð er stormi um allt land en versta veðrið verður á austanlands þar sem búist er við ofsaveðri. Veðrið fer svo hægt skánandi vestanlands síðdegis. Þá er ófært víða um land. Á Norðurlandi og Austurlandi er ófært eða þungfært á öllum leiðum. Þó er þæfingsfærð eða snjóþekja er á flestum leiðum fyrir vestan Blönduós. Á Suðausturlandi er ófært frá Djúpavogi að Höfn. Frá Höfn að Kirkjubæjarklaustri er hálka og óveður og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er orðið fært milli Patreksfjarðar og Bíldudals en þar er snjóþekja og éljagangur. Einnig er fært frá Ísafirði til Bolungarvíkur, á Þingeyri og inn í Súðavík. Aðrar leiðir eru þungfærar eða ófærar. Ófært er á Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Snjóþekja og stórhríð er á Holtavörðuheiði. Hálka eða snjóþekja er á öðrum leiðum á Vesturlandi. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Mýrum en snjóþekja og skafrenningur á öðrum leiðum á Snæfellsnesi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og Sandsskeiði og snjóþekja í Þrengslum. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Suðurnesjum. Þá er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingur og snjóþekja er á Suðurstrandavegi. Þá er hálka og skafrenningur frá Reyðarfirði og með suðurströndinni. Óveður er í Hamarsfirði, í Öræfum og við Lómagnúp. Veðurspáin í dag: Spáð er norðan 15-23 metrum á sekúndu en 23-30 metrum á sekúndu um landið austanvert undir hádegi. Talsverð snjókoma og skafrenningur á Austur-og Norðurlandi. Stöku él sunnan og vestan til, en skafrenningur einnig á þeim slóðum. Þá dregur smám saman úr vindi vestast á landinu síðdegis. Frost 0-6 stig, en kólnar í kvöld. Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður á landinu í dag. Spáð er stormi um allt land en versta veðrið verður á austanlands þar sem búist er við ofsaveðri. Veðrið fer svo hægt skánandi vestanlands síðdegis. Þá er ófært víða um land. Á Norðurlandi og Austurlandi er ófært eða þungfært á öllum leiðum. Þó er þæfingsfærð eða snjóþekja er á flestum leiðum fyrir vestan Blönduós. Á Suðausturlandi er ófært frá Djúpavogi að Höfn. Frá Höfn að Kirkjubæjarklaustri er hálka og óveður og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er orðið fært milli Patreksfjarðar og Bíldudals en þar er snjóþekja og éljagangur. Einnig er fært frá Ísafirði til Bolungarvíkur, á Þingeyri og inn í Súðavík. Aðrar leiðir eru þungfærar eða ófærar. Ófært er á Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Snjóþekja og stórhríð er á Holtavörðuheiði. Hálka eða snjóþekja er á öðrum leiðum á Vesturlandi. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Mýrum en snjóþekja og skafrenningur á öðrum leiðum á Snæfellsnesi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og Sandsskeiði og snjóþekja í Þrengslum. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Suðurnesjum. Þá er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingur og snjóþekja er á Suðurstrandavegi. Þá er hálka og skafrenningur frá Reyðarfirði og með suðurströndinni. Óveður er í Hamarsfirði, í Öræfum og við Lómagnúp. Veðurspáin í dag: Spáð er norðan 15-23 metrum á sekúndu en 23-30 metrum á sekúndu um landið austanvert undir hádegi. Talsverð snjókoma og skafrenningur á Austur-og Norðurlandi. Stöku él sunnan og vestan til, en skafrenningur einnig á þeim slóðum. Þá dregur smám saman úr vindi vestast á landinu síðdegis. Frost 0-6 stig, en kólnar í kvöld.
Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk Sjá meira