Guðni hlaut barnabókaverðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2014 11:04 Guðni Líndal á verðlaunaafhendingunni í morgun. visir/stefán Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í Langholtsskóla í Reykjavík í morgun. Skýrt var frá því hvaða handrit bar sigur úr býtum í samkeppninni um verðlaunabók ársins 2014 og höfundur tók við fyrsta eintaki verðlaunabókarinnar sem kemur út í dag. Guðni Líndal Benediktsson hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2014 fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. Hún geymir spennandi sögu sem afi segir barnabarni sínu á rúmstokknum og fjallar um það þegar ógurlegur galdrakarl rændi ömmu og afi lagði upp í ævintýralegan björgunarleiðangur þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en samt er hún ótrúlegri en nokkuð sem strákurinn hefur heyrt. Leitin að Blóðey er tuttugasta og níunda bókin til að hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin en þau hafa verið veitt frá árinu 1986. Stofnað var til verðlaunanna í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar en auk fjölskyldu hans standa Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið að verðlaununum. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd, auk tveggja nemenda úr 8. bekk sem að þessu sinni komu úr Langholtsskóla í Reykjavík. Í ár bárust fimmtíu handrit í samkeppnina um verðlaunin og þakkar stjórn verðlaunasjóðsins öllum höfundunum sem tóku þátt. Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna Líndal Benediktssonar, æsispennandi og bráðfyndin saga fyrir 7 til 12 ára lesendur Guðni er 26 ára Borgfirðingur. Hann er menntaður í kvikmyndagerð og hefur skrifað leikrit, smásögur, stuttmyndir og ýmislegt fleira. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í Langholtsskóla í Reykjavík í morgun. Skýrt var frá því hvaða handrit bar sigur úr býtum í samkeppninni um verðlaunabók ársins 2014 og höfundur tók við fyrsta eintaki verðlaunabókarinnar sem kemur út í dag. Guðni Líndal Benediktsson hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2014 fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. Hún geymir spennandi sögu sem afi segir barnabarni sínu á rúmstokknum og fjallar um það þegar ógurlegur galdrakarl rændi ömmu og afi lagði upp í ævintýralegan björgunarleiðangur þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en samt er hún ótrúlegri en nokkuð sem strákurinn hefur heyrt. Leitin að Blóðey er tuttugasta og níunda bókin til að hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin en þau hafa verið veitt frá árinu 1986. Stofnað var til verðlaunanna í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar en auk fjölskyldu hans standa Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið að verðlaununum. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd, auk tveggja nemenda úr 8. bekk sem að þessu sinni komu úr Langholtsskóla í Reykjavík. Í ár bárust fimmtíu handrit í samkeppnina um verðlaunin og þakkar stjórn verðlaunasjóðsins öllum höfundunum sem tóku þátt. Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna Líndal Benediktssonar, æsispennandi og bráðfyndin saga fyrir 7 til 12 ára lesendur Guðni er 26 ára Borgfirðingur. Hann er menntaður í kvikmyndagerð og hefur skrifað leikrit, smásögur, stuttmyndir og ýmislegt fleira.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira