Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. mars 2014 13:37 vísir/gva Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. „Barnið vaknaði um 5-6 leytið og byrjaði samstundis að gráta. Ég reyndi að hugga það og róa en ákvað svo að fara með það í göngutúr. Ég fór með hana í 10-15 mínútna göngu og grét hún allan tímann. Ég tók svo eftir að gráturinn var ekki eins hávær og hann hafði verið og var hún hreyfingarlítil þegar hún lá á öxl minni. Hljóðin í henni voru óvenjuleg,“ sagði faðir barnsins, þegar hann var beðinn um að rifja upp daginn örlagaríka. Hann segist hafa leitað til nágranna sinna um leið og hann hafi áttað sig á hlutunum. Hann virtist ekki óstyrkur og hélt ró sinni allan tímann í vitnaleiðslunum. Maðurinn sagðist hafa sofið fram á miðjan dag, eða til hádegis. Hann sagði barnsmóður sína hafa verið á neðri hæð íbúðarinnar með barnið á meðan hann var uppi í tölvunni. Hann sagði barnið framanaf verið eðlilegt að öllu leiti. Aðspurður um næringarhlið barnsins, hvort það hafi borðað þann dag, kvaðst hann ekki vita það. Saksóknari spurði hvað komið hefði fyrir barnið: „Ég er ekki læknir þannig að ég get ekki getið mér til um það. En það er greinilegt að barnið hefur hlotið áverka.“ Auk sýnilegs áverka á heila barnsins, þá greindust sjáanlegar blæðingar í andliti, kinnum og höku, upphandleggjum brjóstkassa, baki og báðum fótleggjum. Blæðingarnar voru misdjúpar og voru rispur á húð á fótleggjum en ekki djúp sár. Blæðingarnar voru mjög greinilegar á milli rifbeina. Við krufninguna fundust eldri beináverkar á rifbeini og fótleggjabeini og vekja beinbrotin grun um að svipað atferli hafi átt sér stað áður. Hann telur áverkana geta hafa komið fyrir í ungbarnasundi, en leiðbeinandi ungbarnasundsins mun bera vitni í málinu síðar í dag. Aðspurður segist hann vera við góða andlega heilsu. Spurður um andlega heilsu barnsmóður sinnar segir hann hana þunglynda og skapbráða. Þá segir hann sig og barnsmóður sína hafa rætt Shaken baby syndrom tvisvar sinnum, og sagði hana hafa haft þörf til þess að hrista barn sitt. Málið var rætt tvisvar sinnum, einu sinni fyrir fæðingu barnsins og einu sinni eftir fæðinguna. Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00 Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. „Barnið vaknaði um 5-6 leytið og byrjaði samstundis að gráta. Ég reyndi að hugga það og róa en ákvað svo að fara með það í göngutúr. Ég fór með hana í 10-15 mínútna göngu og grét hún allan tímann. Ég tók svo eftir að gráturinn var ekki eins hávær og hann hafði verið og var hún hreyfingarlítil þegar hún lá á öxl minni. Hljóðin í henni voru óvenjuleg,“ sagði faðir barnsins, þegar hann var beðinn um að rifja upp daginn örlagaríka. Hann segist hafa leitað til nágranna sinna um leið og hann hafi áttað sig á hlutunum. Hann virtist ekki óstyrkur og hélt ró sinni allan tímann í vitnaleiðslunum. Maðurinn sagðist hafa sofið fram á miðjan dag, eða til hádegis. Hann sagði barnsmóður sína hafa verið á neðri hæð íbúðarinnar með barnið á meðan hann var uppi í tölvunni. Hann sagði barnið framanaf verið eðlilegt að öllu leiti. Aðspurður um næringarhlið barnsins, hvort það hafi borðað þann dag, kvaðst hann ekki vita það. Saksóknari spurði hvað komið hefði fyrir barnið: „Ég er ekki læknir þannig að ég get ekki getið mér til um það. En það er greinilegt að barnið hefur hlotið áverka.“ Auk sýnilegs áverka á heila barnsins, þá greindust sjáanlegar blæðingar í andliti, kinnum og höku, upphandleggjum brjóstkassa, baki og báðum fótleggjum. Blæðingarnar voru misdjúpar og voru rispur á húð á fótleggjum en ekki djúp sár. Blæðingarnar voru mjög greinilegar á milli rifbeina. Við krufninguna fundust eldri beináverkar á rifbeini og fótleggjabeini og vekja beinbrotin grun um að svipað atferli hafi átt sér stað áður. Hann telur áverkana geta hafa komið fyrir í ungbarnasundi, en leiðbeinandi ungbarnasundsins mun bera vitni í málinu síðar í dag. Aðspurður segist hann vera við góða andlega heilsu. Spurður um andlega heilsu barnsmóður sinnar segir hann hana þunglynda og skapbráða. Þá segir hann sig og barnsmóður sína hafa rætt Shaken baby syndrom tvisvar sinnum, og sagði hana hafa haft þörf til þess að hrista barn sitt. Málið var rætt tvisvar sinnum, einu sinni fyrir fæðingu barnsins og einu sinni eftir fæðinguna.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00 Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43
Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30
Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00
Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42
Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55