Íslendingasögurnar þýddar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Föruneytið Hópurinn í konungshöllinni. mynd/sendiráð íslands í noregi Íslendingasögurnar voru nýlega endurútgefnar í norskri þýðingu. Alls er um að ræða fjörutíu sögur og 49 þætti sem gefin eru út í fimm bindum. Blaðsíðurnar eru hálft þriðja þúsund. Sögurnar komu samtímis út á norsku, dönsku og sænsku en það er Saga forlag sem gefur þær út. Þetta er fyrsta heildarútgáfa sagnanna í Noregi og margar þeirra hafa aldrei áður verið þýddar yfir á norsku. Í tilefni þessa fór fram athöfn í konungshöllinni þar sem Haraldur V. Noregskonungur veitti útgáfunni viðtöku úr höndum Gunnars Pálssonar, sendiherra Íslands í Noregi, og þeirra sem stóðu að baki útgáfunni. Sendiherrann flutti stutt ávarp þar sem hann talaði um ríka menningararfleifð Íslands og Noregs sem báðar þjóðir hefðu sótt styrk og innblástur til. Allt frá tímum Haralds hárfagra hefðu gestir heimsótt konung og reynt að vinna hylli hans með gjöfum. Íslendingar hefðu á árum áður heiðrað konung með því að flytja fyrir hann kvæði og skyldi sú hefð endurvakin nú. Að ávarpi hans loknu flutti Þórarinn Eldjárn konungi frumsamda drápu er kallast Haraldarlof. Auk Gunnars og Þórarins voru Jóhann Sigurðsson, útgefandi, Jón Gunnar Jørgensen og Jan Ragnar Hagland ritstjórar, Örnólfur Thorlacius ritstjórnarmeðlimur og rithöfundarnir Roy Jacobsen og Edvard Hoem viðstaddir athöfnina fyrir Íslands hönd. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslendingasögurnar voru nýlega endurútgefnar í norskri þýðingu. Alls er um að ræða fjörutíu sögur og 49 þætti sem gefin eru út í fimm bindum. Blaðsíðurnar eru hálft þriðja þúsund. Sögurnar komu samtímis út á norsku, dönsku og sænsku en það er Saga forlag sem gefur þær út. Þetta er fyrsta heildarútgáfa sagnanna í Noregi og margar þeirra hafa aldrei áður verið þýddar yfir á norsku. Í tilefni þessa fór fram athöfn í konungshöllinni þar sem Haraldur V. Noregskonungur veitti útgáfunni viðtöku úr höndum Gunnars Pálssonar, sendiherra Íslands í Noregi, og þeirra sem stóðu að baki útgáfunni. Sendiherrann flutti stutt ávarp þar sem hann talaði um ríka menningararfleifð Íslands og Noregs sem báðar þjóðir hefðu sótt styrk og innblástur til. Allt frá tímum Haralds hárfagra hefðu gestir heimsótt konung og reynt að vinna hylli hans með gjöfum. Íslendingar hefðu á árum áður heiðrað konung með því að flytja fyrir hann kvæði og skyldi sú hefð endurvakin nú. Að ávarpi hans loknu flutti Þórarinn Eldjárn konungi frumsamda drápu er kallast Haraldarlof. Auk Gunnars og Þórarins voru Jóhann Sigurðsson, útgefandi, Jón Gunnar Jørgensen og Jan Ragnar Hagland ritstjórar, Örnólfur Thorlacius ritstjórnarmeðlimur og rithöfundarnir Roy Jacobsen og Edvard Hoem viðstaddir athöfnina fyrir Íslands hönd.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira