Óskilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglukonu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 10:42 "Um leið og ég kom inn í íbúðina kom hann beint að mér, mjög ógnandi,“ sagði lögreglukonan. visir/gva Rúmlega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt lögreglukonu í janúar í fyrra. Þá er honum gert að greiða allan sakarkostnað og málsvarnarlaun verjanda síns. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt lögreglukonuna með krepptum hnefa fyrir utan heimili hans í Hraunbæ á nýársnótt í fyrra. Af atlögunni hlaut konan bólgu og mar á höku. Kvað hann lögreglukonuna hafa verið óviðeigandi í garð eiginkonu sinnar. „Lögreglukonan var örugglega lesbía og sýndi konunni minni merki um það,“ sagði maðurinn við aðalmeðferð málsins sem fram fór 3.nóvember síðastliðinn. „Ég er giftur maður og þetta er óviðeigandi í Lettlandi. Þar er eðlilegt að maður verji konuna sína.“ Lögreglukonan sagði þó að hún hefði engin samskipti haft við eiginkonu hans. „Um leið og ég kom inn í íbúðina kom hann beint að mér, mjög ógnandi og byrjaði strax með svívirðingar og að ýta í mig. Ég sá konuna aldrei – hún var uppi í rúmi allan tímann,“ sagði lögreglukonan. Maðurinn sagði eiginkonu sína hafa verið með lungnabólu umrætt kvöld og verulega verkjaða. Því hafi hann hringt á sjúkrabíl en hún neitað að þiggja aðstoð. Eftir að verkir hennar hafi farið að ágerast hafi hann ákveðið að hringja öðru sinni en sjúkraflutningamenn óskuðu þá eftir aðstoð lögreglu. Ekki var þó tekið fram hvers vegna það var gert. Sjúkraflutninga- og lögreglumenn sem báru vitni í málinu kváðu hjónin hafa verið verulega drukkin þegar á staðinn var komið. Maðurinn hafi verið rólegur framan af en þegar lögregla kom á heimili þeirra hjóna hafi ákærði reiðst, þá sérstaklega í garð lögreglukonunnar og ausið yfir hana svívirðingum. Krafist var að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en brot gegn valdstjórninni geta varðað allt að sex ára fangelsisvist. Dómara þótti ástæða til að skilorðsbinda brot hans en þau geta haft ítrekunaráhrif verði hann dæmdur aftur. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn muni áfrýja úrskurðinum. Tengdar fréttir Kýldi lögreglukonu í Hraunbæ og kallaði hana vændiskonu „Við báðum lögregluna að fara út en lögreglukonan var örugglega lesbía og sýndi konunni minni merki um það.“ 3. nóvember 2014 15:46 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Rúmlega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt lögreglukonu í janúar í fyrra. Þá er honum gert að greiða allan sakarkostnað og málsvarnarlaun verjanda síns. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt lögreglukonuna með krepptum hnefa fyrir utan heimili hans í Hraunbæ á nýársnótt í fyrra. Af atlögunni hlaut konan bólgu og mar á höku. Kvað hann lögreglukonuna hafa verið óviðeigandi í garð eiginkonu sinnar. „Lögreglukonan var örugglega lesbía og sýndi konunni minni merki um það,“ sagði maðurinn við aðalmeðferð málsins sem fram fór 3.nóvember síðastliðinn. „Ég er giftur maður og þetta er óviðeigandi í Lettlandi. Þar er eðlilegt að maður verji konuna sína.“ Lögreglukonan sagði þó að hún hefði engin samskipti haft við eiginkonu hans. „Um leið og ég kom inn í íbúðina kom hann beint að mér, mjög ógnandi og byrjaði strax með svívirðingar og að ýta í mig. Ég sá konuna aldrei – hún var uppi í rúmi allan tímann,“ sagði lögreglukonan. Maðurinn sagði eiginkonu sína hafa verið með lungnabólu umrætt kvöld og verulega verkjaða. Því hafi hann hringt á sjúkrabíl en hún neitað að þiggja aðstoð. Eftir að verkir hennar hafi farið að ágerast hafi hann ákveðið að hringja öðru sinni en sjúkraflutningamenn óskuðu þá eftir aðstoð lögreglu. Ekki var þó tekið fram hvers vegna það var gert. Sjúkraflutninga- og lögreglumenn sem báru vitni í málinu kváðu hjónin hafa verið verulega drukkin þegar á staðinn var komið. Maðurinn hafi verið rólegur framan af en þegar lögregla kom á heimili þeirra hjóna hafi ákærði reiðst, þá sérstaklega í garð lögreglukonunnar og ausið yfir hana svívirðingum. Krafist var að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en brot gegn valdstjórninni geta varðað allt að sex ára fangelsisvist. Dómara þótti ástæða til að skilorðsbinda brot hans en þau geta haft ítrekunaráhrif verði hann dæmdur aftur. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn muni áfrýja úrskurðinum.
Tengdar fréttir Kýldi lögreglukonu í Hraunbæ og kallaði hana vændiskonu „Við báðum lögregluna að fara út en lögreglukonan var örugglega lesbía og sýndi konunni minni merki um það.“ 3. nóvember 2014 15:46 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Kýldi lögreglukonu í Hraunbæ og kallaði hana vændiskonu „Við báðum lögregluna að fara út en lögreglukonan var örugglega lesbía og sýndi konunni minni merki um það.“ 3. nóvember 2014 15:46