LÍN tapaði og gert að greiða 350 þúsund Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:45 vísir/valli Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) beið lægri hlut í dómsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjóðurinn taldi konu sem tekið hafði námslán hafa verið í tæplega 750 þúsund króna vanskilum og höfðaði því mál á hendur henni og föður hennar, sem tekist hafði hendur á sjálfskuldarábyrgð. Konan var sýknuð af öllum kröfum og LÍN gert að greiða allan málskostnað, alls 350 þúsund krónur. Konan tók námslán árið 2001 og skrifaði hún þá undir skuldabréf til viðurkenningar á skuld sinni við lánasjóðinn. Fram kemur á skuldabréfinu að hún hafi fengið heimild til að greiða fjárhæð lánsins inn á bankareikning lántakanda við námslok, miðað við þágildandi vísitölu neysluverðs. Endurgreiðsla lánsins átti að hefjast tveimur árum eftir námslok og fara fram með árlegum greiðslum, sem ákveðnar yrðu í tvennu lagi. Annars vegar væri föst ársgreiðsla 52.698 krónur og hins vegar viðbótargreiðsla sem miðaðist við 4,75% af útsvarsstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári. Frá viðbótargreiðslunni skyldi dragast hin fasta greiðsla lánsins og skyldi gjalddagi viðbótargreiðslunnar vera 1. september ár hvert. Fram kemur í stefnu að greiðslur samkvæmt skuldabréfinu hafi verið í vanskilum frá mars 2006 og vanskilin talin vera að höfuðstól um 745 þúsund krónur. Inn á skuldina voru greiddar 100 þúsund krónur árið 2008. Þegar krafa konunnar voru lög í gildi nr. 14/1905, en þau lög voru felld úr gildi með lögum um fyrningu kröfuréttinda sem öðluðust gildi árið 2008. Því segir í niðurstöðu dómsins: „Í skuldabréfi því, sem stefnandi reisir rétt sinn á samkvæmt framansögðu, er mælt fortakslaust fyrir um að lán sé allt gjaldfallið án uppsagnar ef ekki eru staðin skil á greiðslu afborgana á réttum tíma. Samkvæmt hljóðan skuldabréfsins féll það allt í gjalddaga þann 1. mars 2006.“ Því séu kröfur lánasjóðsins fyrndar og honum gert að falla frá þeim ásamt því að greiða allan málskostnað. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) beið lægri hlut í dómsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjóðurinn taldi konu sem tekið hafði námslán hafa verið í tæplega 750 þúsund króna vanskilum og höfðaði því mál á hendur henni og föður hennar, sem tekist hafði hendur á sjálfskuldarábyrgð. Konan var sýknuð af öllum kröfum og LÍN gert að greiða allan málskostnað, alls 350 þúsund krónur. Konan tók námslán árið 2001 og skrifaði hún þá undir skuldabréf til viðurkenningar á skuld sinni við lánasjóðinn. Fram kemur á skuldabréfinu að hún hafi fengið heimild til að greiða fjárhæð lánsins inn á bankareikning lántakanda við námslok, miðað við þágildandi vísitölu neysluverðs. Endurgreiðsla lánsins átti að hefjast tveimur árum eftir námslok og fara fram með árlegum greiðslum, sem ákveðnar yrðu í tvennu lagi. Annars vegar væri föst ársgreiðsla 52.698 krónur og hins vegar viðbótargreiðsla sem miðaðist við 4,75% af útsvarsstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári. Frá viðbótargreiðslunni skyldi dragast hin fasta greiðsla lánsins og skyldi gjalddagi viðbótargreiðslunnar vera 1. september ár hvert. Fram kemur í stefnu að greiðslur samkvæmt skuldabréfinu hafi verið í vanskilum frá mars 2006 og vanskilin talin vera að höfuðstól um 745 þúsund krónur. Inn á skuldina voru greiddar 100 þúsund krónur árið 2008. Þegar krafa konunnar voru lög í gildi nr. 14/1905, en þau lög voru felld úr gildi með lögum um fyrningu kröfuréttinda sem öðluðust gildi árið 2008. Því segir í niðurstöðu dómsins: „Í skuldabréfi því, sem stefnandi reisir rétt sinn á samkvæmt framansögðu, er mælt fortakslaust fyrir um að lán sé allt gjaldfallið án uppsagnar ef ekki eru staðin skil á greiðslu afborgana á réttum tíma. Samkvæmt hljóðan skuldabréfsins féll það allt í gjalddaga þann 1. mars 2006.“ Því séu kröfur lánasjóðsins fyrndar og honum gert að falla frá þeim ásamt því að greiða allan málskostnað.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira