LÍN tapaði og gert að greiða 350 þúsund Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:45 vísir/valli Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) beið lægri hlut í dómsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjóðurinn taldi konu sem tekið hafði námslán hafa verið í tæplega 750 þúsund króna vanskilum og höfðaði því mál á hendur henni og föður hennar, sem tekist hafði hendur á sjálfskuldarábyrgð. Konan var sýknuð af öllum kröfum og LÍN gert að greiða allan málskostnað, alls 350 þúsund krónur. Konan tók námslán árið 2001 og skrifaði hún þá undir skuldabréf til viðurkenningar á skuld sinni við lánasjóðinn. Fram kemur á skuldabréfinu að hún hafi fengið heimild til að greiða fjárhæð lánsins inn á bankareikning lántakanda við námslok, miðað við þágildandi vísitölu neysluverðs. Endurgreiðsla lánsins átti að hefjast tveimur árum eftir námslok og fara fram með árlegum greiðslum, sem ákveðnar yrðu í tvennu lagi. Annars vegar væri föst ársgreiðsla 52.698 krónur og hins vegar viðbótargreiðsla sem miðaðist við 4,75% af útsvarsstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári. Frá viðbótargreiðslunni skyldi dragast hin fasta greiðsla lánsins og skyldi gjalddagi viðbótargreiðslunnar vera 1. september ár hvert. Fram kemur í stefnu að greiðslur samkvæmt skuldabréfinu hafi verið í vanskilum frá mars 2006 og vanskilin talin vera að höfuðstól um 745 þúsund krónur. Inn á skuldina voru greiddar 100 þúsund krónur árið 2008. Þegar krafa konunnar voru lög í gildi nr. 14/1905, en þau lög voru felld úr gildi með lögum um fyrningu kröfuréttinda sem öðluðust gildi árið 2008. Því segir í niðurstöðu dómsins: „Í skuldabréfi því, sem stefnandi reisir rétt sinn á samkvæmt framansögðu, er mælt fortakslaust fyrir um að lán sé allt gjaldfallið án uppsagnar ef ekki eru staðin skil á greiðslu afborgana á réttum tíma. Samkvæmt hljóðan skuldabréfsins féll það allt í gjalddaga þann 1. mars 2006.“ Því séu kröfur lánasjóðsins fyrndar og honum gert að falla frá þeim ásamt því að greiða allan málskostnað. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) beið lægri hlut í dómsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjóðurinn taldi konu sem tekið hafði námslán hafa verið í tæplega 750 þúsund króna vanskilum og höfðaði því mál á hendur henni og föður hennar, sem tekist hafði hendur á sjálfskuldarábyrgð. Konan var sýknuð af öllum kröfum og LÍN gert að greiða allan málskostnað, alls 350 þúsund krónur. Konan tók námslán árið 2001 og skrifaði hún þá undir skuldabréf til viðurkenningar á skuld sinni við lánasjóðinn. Fram kemur á skuldabréfinu að hún hafi fengið heimild til að greiða fjárhæð lánsins inn á bankareikning lántakanda við námslok, miðað við þágildandi vísitölu neysluverðs. Endurgreiðsla lánsins átti að hefjast tveimur árum eftir námslok og fara fram með árlegum greiðslum, sem ákveðnar yrðu í tvennu lagi. Annars vegar væri föst ársgreiðsla 52.698 krónur og hins vegar viðbótargreiðsla sem miðaðist við 4,75% af útsvarsstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári. Frá viðbótargreiðslunni skyldi dragast hin fasta greiðsla lánsins og skyldi gjalddagi viðbótargreiðslunnar vera 1. september ár hvert. Fram kemur í stefnu að greiðslur samkvæmt skuldabréfinu hafi verið í vanskilum frá mars 2006 og vanskilin talin vera að höfuðstól um 745 þúsund krónur. Inn á skuldina voru greiddar 100 þúsund krónur árið 2008. Þegar krafa konunnar voru lög í gildi nr. 14/1905, en þau lög voru felld úr gildi með lögum um fyrningu kröfuréttinda sem öðluðust gildi árið 2008. Því segir í niðurstöðu dómsins: „Í skuldabréfi því, sem stefnandi reisir rétt sinn á samkvæmt framansögðu, er mælt fortakslaust fyrir um að lán sé allt gjaldfallið án uppsagnar ef ekki eru staðin skil á greiðslu afborgana á réttum tíma. Samkvæmt hljóðan skuldabréfsins féll það allt í gjalddaga þann 1. mars 2006.“ Því séu kröfur lánasjóðsins fyrndar og honum gert að falla frá þeim ásamt því að greiða allan málskostnað.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira