LÍN tapaði og gert að greiða 350 þúsund Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:45 vísir/valli Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) beið lægri hlut í dómsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjóðurinn taldi konu sem tekið hafði námslán hafa verið í tæplega 750 þúsund króna vanskilum og höfðaði því mál á hendur henni og föður hennar, sem tekist hafði hendur á sjálfskuldarábyrgð. Konan var sýknuð af öllum kröfum og LÍN gert að greiða allan málskostnað, alls 350 þúsund krónur. Konan tók námslán árið 2001 og skrifaði hún þá undir skuldabréf til viðurkenningar á skuld sinni við lánasjóðinn. Fram kemur á skuldabréfinu að hún hafi fengið heimild til að greiða fjárhæð lánsins inn á bankareikning lántakanda við námslok, miðað við þágildandi vísitölu neysluverðs. Endurgreiðsla lánsins átti að hefjast tveimur árum eftir námslok og fara fram með árlegum greiðslum, sem ákveðnar yrðu í tvennu lagi. Annars vegar væri föst ársgreiðsla 52.698 krónur og hins vegar viðbótargreiðsla sem miðaðist við 4,75% af útsvarsstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári. Frá viðbótargreiðslunni skyldi dragast hin fasta greiðsla lánsins og skyldi gjalddagi viðbótargreiðslunnar vera 1. september ár hvert. Fram kemur í stefnu að greiðslur samkvæmt skuldabréfinu hafi verið í vanskilum frá mars 2006 og vanskilin talin vera að höfuðstól um 745 þúsund krónur. Inn á skuldina voru greiddar 100 þúsund krónur árið 2008. Þegar krafa konunnar voru lög í gildi nr. 14/1905, en þau lög voru felld úr gildi með lögum um fyrningu kröfuréttinda sem öðluðust gildi árið 2008. Því segir í niðurstöðu dómsins: „Í skuldabréfi því, sem stefnandi reisir rétt sinn á samkvæmt framansögðu, er mælt fortakslaust fyrir um að lán sé allt gjaldfallið án uppsagnar ef ekki eru staðin skil á greiðslu afborgana á réttum tíma. Samkvæmt hljóðan skuldabréfsins féll það allt í gjalddaga þann 1. mars 2006.“ Því séu kröfur lánasjóðsins fyrndar og honum gert að falla frá þeim ásamt því að greiða allan málskostnað. Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) beið lægri hlut í dómsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjóðurinn taldi konu sem tekið hafði námslán hafa verið í tæplega 750 þúsund króna vanskilum og höfðaði því mál á hendur henni og föður hennar, sem tekist hafði hendur á sjálfskuldarábyrgð. Konan var sýknuð af öllum kröfum og LÍN gert að greiða allan málskostnað, alls 350 þúsund krónur. Konan tók námslán árið 2001 og skrifaði hún þá undir skuldabréf til viðurkenningar á skuld sinni við lánasjóðinn. Fram kemur á skuldabréfinu að hún hafi fengið heimild til að greiða fjárhæð lánsins inn á bankareikning lántakanda við námslok, miðað við þágildandi vísitölu neysluverðs. Endurgreiðsla lánsins átti að hefjast tveimur árum eftir námslok og fara fram með árlegum greiðslum, sem ákveðnar yrðu í tvennu lagi. Annars vegar væri föst ársgreiðsla 52.698 krónur og hins vegar viðbótargreiðsla sem miðaðist við 4,75% af útsvarsstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári. Frá viðbótargreiðslunni skyldi dragast hin fasta greiðsla lánsins og skyldi gjalddagi viðbótargreiðslunnar vera 1. september ár hvert. Fram kemur í stefnu að greiðslur samkvæmt skuldabréfinu hafi verið í vanskilum frá mars 2006 og vanskilin talin vera að höfuðstól um 745 þúsund krónur. Inn á skuldina voru greiddar 100 þúsund krónur árið 2008. Þegar krafa konunnar voru lög í gildi nr. 14/1905, en þau lög voru felld úr gildi með lögum um fyrningu kröfuréttinda sem öðluðust gildi árið 2008. Því segir í niðurstöðu dómsins: „Í skuldabréfi því, sem stefnandi reisir rétt sinn á samkvæmt framansögðu, er mælt fortakslaust fyrir um að lán sé allt gjaldfallið án uppsagnar ef ekki eru staðin skil á greiðslu afborgana á réttum tíma. Samkvæmt hljóðan skuldabréfsins féll það allt í gjalddaga þann 1. mars 2006.“ Því séu kröfur lánasjóðsins fyrndar og honum gert að falla frá þeim ásamt því að greiða allan málskostnað.
Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira