Spyr hversu margir þeirra sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. nóvember 2014 15:44 Heill haugur af spurningum bíður Bjarna. Vísir / GVA Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hún spyr um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem Katrín spyr um er hversu margir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt að verið sé að lækka skuldir tekjuhárra. Þessu hafa stjórnarliðar svarað með því að benda á að 75 prósent skuldaniðurfærslunnar fari til einstaklinga og fjölskyldna með undir 670 þúsund krónur í mánaðartekjur á mann. Fyrirspurn Katrínar snýr að því að draga fram upplýsingar um skiptingu aðgerðanna á fólk eftir ýmsum forsendum um tekjur og eignir. Þá setur hún fram nokkrar spurningar um hvernig skuldaniðurfærslan hefði orðið ef ýmsum grundvallarforsendum hennar hefði verið breytt. Til að mynda hve mikið hefði 250 milljarða króna skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna. Hér eru allar fimmtán spurningarnar: 1. Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða? 2. Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum? 3. Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum? 4. Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007? 5. Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna? 6. Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna? 7. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 8. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 9. Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun? 10. Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu? 11. Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt? 12. Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil? 13. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna? 14. Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir? 15. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri? Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hún spyr um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem Katrín spyr um er hversu margir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt að verið sé að lækka skuldir tekjuhárra. Þessu hafa stjórnarliðar svarað með því að benda á að 75 prósent skuldaniðurfærslunnar fari til einstaklinga og fjölskyldna með undir 670 þúsund krónur í mánaðartekjur á mann. Fyrirspurn Katrínar snýr að því að draga fram upplýsingar um skiptingu aðgerðanna á fólk eftir ýmsum forsendum um tekjur og eignir. Þá setur hún fram nokkrar spurningar um hvernig skuldaniðurfærslan hefði orðið ef ýmsum grundvallarforsendum hennar hefði verið breytt. Til að mynda hve mikið hefði 250 milljarða króna skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna. Hér eru allar fimmtán spurningarnar: 1. Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða? 2. Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum? 3. Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum? 4. Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007? 5. Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna? 6. Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna? 7. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 8. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 9. Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun? 10. Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu? 11. Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt? 12. Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil? 13. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna? 14. Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir? 15. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri?
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira