Innlent

Gæsaunginn Goggi mun fá nýtt heimili

Bjarki Ármannsson skrifar
Veiðihundurinn Prins og gæsaunginn Goggi eru mestu mátar.
Veiðihundurinn Prins og gæsaunginn Goggi eru mestu mátar. Vísir/Böddi
Gengið hefur vel í leitinni að nýju heimili handa gæsaunganum Gogga. Margrét Sólveig Ólafsdóttir, sem hefur séð um Gogga ásamt manni sínum Gústav frá því 12. júní, segir að nokkur álitleg boð hafi borist síðan auglýst var eftir nýju heimili handa unganum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær.

„Það hafa nokkrir haft samband og við erum aðeins að skoða hvert er best að senda hann,“ segir Margrét. „En hann er búinn að fá nokkra möguleika, til dæmis Dýragarðurinn í Slakka og fólk sem býr út á landi og er með dýr. Hann mun komast á næstu dögum í svona fóstur.“

Margrét segir þau hjónin ekki hafa átt von á því að svona margir treystu sér í að taka að sér gleðigjafann fiðraða. Þau hafi ekki gert upp hug sinn um hvert hann verði sendur.

„Ekki endanlega, það eru nokkrir álitlegir kostir og erfitt að velja.“

Goggi barst á heimili Margrétar með hundinum Prinsi, sem hafði skroppið út í ætileit. Fjölskyldan hefur séð um ungann síðan og Margrét segir að hans verði saknað þegar hann heldur á ný mið.

„Auðvitað, þetta er svo skemmtilegt verkefni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×