Breytingar haft áhrif á fæðingarorlof feðra Sveinn Arnarsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Breytingar á umgjörð fæðingarorlofs hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Fréttablaðið/Getty Miklar breytingar hafa orðið á umgjörð fæðingarorlofs síðustu árin. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, telja þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Árið 2003 voru sett lög um níu mánaða fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar fengu þrjá mánuði hver og svo gátu foreldrar skipt hinum þremur mánuðunum á milli sín. Fengu foreldrar þá 80% af launum sínum í fæðingarorlofi. Árið 2006 var síðan sett hámark á útborgun fæðingarorlofs sem síðan var lækkuð verulega um mitt ár 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þær Ólöf og Heiða María skoðuðu áhrif þessarar lækkunar á fæðingarorlof feðra. Gögnin þeirra náðu til ársins 2011. Fundu þau út að lækkun þaksins hafði áhrif á flest alla tekjuhópa, þó langmest á þá tekjuhæstu. Lækkun hámarksútborgunar fæðingarorlofssjóðs kom því harðast niður á þeim hópi. „Það er áhugavert að skoða fæðingarorlof feðra að þessu leyti. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar niðurstöður um fæðingarorlof feðra eftir hrun.“Þær greiningar á fæðingarorlofi feðra sem velferðarráðuneytið hefur látið gera fyrir sig nú í haust sýna annað mynstur. Þau gögn eru nýrri og sýna að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en tekjulágir feður, þó það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Það sem við sjáum í gögnunum hjá okkur er þetta mynstur að tekjulágir feður hafa upp á síðkastið ekki verið að taka fæðingarorlof. Þær skýringar sem hefur verið velt upp, hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ segir Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Nú hefur velferðarráðherra sett á fót starfshóp í velferðarráðuneytinu til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á umgjörð fæðingarorlofs síðustu árin. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, telja þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Árið 2003 voru sett lög um níu mánaða fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar fengu þrjá mánuði hver og svo gátu foreldrar skipt hinum þremur mánuðunum á milli sín. Fengu foreldrar þá 80% af launum sínum í fæðingarorlofi. Árið 2006 var síðan sett hámark á útborgun fæðingarorlofs sem síðan var lækkuð verulega um mitt ár 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þær Ólöf og Heiða María skoðuðu áhrif þessarar lækkunar á fæðingarorlof feðra. Gögnin þeirra náðu til ársins 2011. Fundu þau út að lækkun þaksins hafði áhrif á flest alla tekjuhópa, þó langmest á þá tekjuhæstu. Lækkun hámarksútborgunar fæðingarorlofssjóðs kom því harðast niður á þeim hópi. „Það er áhugavert að skoða fæðingarorlof feðra að þessu leyti. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar niðurstöður um fæðingarorlof feðra eftir hrun.“Þær greiningar á fæðingarorlofi feðra sem velferðarráðuneytið hefur látið gera fyrir sig nú í haust sýna annað mynstur. Þau gögn eru nýrri og sýna að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en tekjulágir feður, þó það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Það sem við sjáum í gögnunum hjá okkur er þetta mynstur að tekjulágir feður hafa upp á síðkastið ekki verið að taka fæðingarorlof. Þær skýringar sem hefur verið velt upp, hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ segir Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Nú hefur velferðarráðherra sett á fót starfshóp í velferðarráðuneytinu til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira