„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2014 20:26 Dagskrá Alþingis fór úr skorðum í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggur til að átta virkjanir sem nú eru í biðflokki fari í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir þetta stríðsyfirlýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar og enn eitt dæmið um hversu átakasækin hún sé. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggði til breytingartillögu á þingsályktun umhverfisráðherra um að auk Hvammsvirkjunar, færu Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun, tvær Hágönguvirkjanir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsá við Atley úr biðflokki í nýtingarflokk. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar greindi frá þessu á fundi nefndarinnar í morgun og sagði fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni að aðeins ætti að gefa umsagnaraðilum viku til að gera athugasemdir við þetta. „Mér þetta vera svo ruddaleg vinnubrögð að ég treysti því að forseti grípi hér inn í,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan fruntaskap í þessu máli. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er ekki hægt að treysta því að þessi ríkisstjórn sé tilbúin að standa með lögum sem hér hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fyrir örfáum árum síðan. Og fela í sér tilraun til sáttar í erfiðasta deilumáli þjóðarinnar undanfarna áratugi. Þetta er ótrúlegt að upplifa,“ sagði Árni Páll Árnason. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði athyglivert að hlusta á stór orð þeirra sem studdu síðustu ríkisstjórn í þessu máli. „Og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði að með þessu væri rammaáætlun höfð að engu. „Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Dagskrá Alþingis fór úr skorðum í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggur til að átta virkjanir sem nú eru í biðflokki fari í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir þetta stríðsyfirlýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar og enn eitt dæmið um hversu átakasækin hún sé. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggði til breytingartillögu á þingsályktun umhverfisráðherra um að auk Hvammsvirkjunar, færu Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun, tvær Hágönguvirkjanir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsá við Atley úr biðflokki í nýtingarflokk. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar greindi frá þessu á fundi nefndarinnar í morgun og sagði fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni að aðeins ætti að gefa umsagnaraðilum viku til að gera athugasemdir við þetta. „Mér þetta vera svo ruddaleg vinnubrögð að ég treysti því að forseti grípi hér inn í,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan fruntaskap í þessu máli. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er ekki hægt að treysta því að þessi ríkisstjórn sé tilbúin að standa með lögum sem hér hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fyrir örfáum árum síðan. Og fela í sér tilraun til sáttar í erfiðasta deilumáli þjóðarinnar undanfarna áratugi. Þetta er ótrúlegt að upplifa,“ sagði Árni Páll Árnason. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði athyglivert að hlusta á stór orð þeirra sem studdu síðustu ríkisstjórn í þessu máli. „Og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði að með þessu væri rammaáætlun höfð að engu. „Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira