Þórarinn Ingi: Dómararnir eiga að leyfa meiri hörku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. september 2014 14:30 Vísir/Andri Marinó Síðan að Þórarinn Ingi Valdimarsson sneri aftur til ÍBV úr atvinnumennsku í Noregi um mitt tímabil hefur hann fengið sjö gul spjöld í aðeins átta leikjum. Hann var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær eftir að hann fékk sitt sjöunda gula spjald í leik ÍBV og Breiðabliks um helgina. Þórarinn Ingi slapp við gult í fyrsta leik sínum í sumar, gegn Stjörnunni í lok júlímánaðar, en síðan hefur hann fengið áminningu í hverjum einasta leik sem hann hefur tekið þátt í. „Einhver þeirra hafa átt rétt á sér en sum ekki. Mörg finnst mér fyrir afar litlar sakir. Í síðustu tveimur leikjum fékk ég til dæmis spjald fyrir fyrsta brot í báðum tilvikum,“ sagði Þórarinn Ingi í samtali við Vísi í dag. Þess má geta að í fjórum leikjum af sjö hefur Þórarinn Ingi fengið áminninguna strax í fyrri hálfleik. „Kannski er maður kominn með gult spjald fyrirfram í nokkrum leikjum og dómarinn strax farinn að spjalda mann við fyrsta tækifæri. Mér fannst spjaldið gegn Breiðabliki hér heima í síðasta leik vera sérstaklega ósanngjarnt.“ Til samanburðar má nefna að Þórarinn Ingi kom við sögu í 10 leikjum með Sarpsborg 08 í Noregi áður en hann sneri aftur heim í ÍBV í sumar. Samtals lék hann í 685 mínútur í þeim leikjum og fékk alls eina áminningu. „Mér hefur oft fundist að maður fái gult spjald fyrir léttvægt brot hér á landi. Í Noregi hefði það bara verið aukaspyrna og svo áfram með leikinn,“ sagði Þórarinn. „Kannski er verið að setja full mjúka línu fyrir dómara á Íslandi - ég veit ekki hvað þeir eru stundum að spá.“ Hann neitar því ekki að hann sé ósáttur við öll þessi gulu spjöld sem hann hafi fengið í sumar. „Auðvitað. Maður vill spila hvern leik. Það á að vera barátta og pínu harka í íslenska boltanum, sérstaklega þegar veðrið er eins og það er orðið á haustin. Skilyrðin bjóða ef til vill ekki upp á annað en baráttu og hörku.“ „Ég tel að það væri allt í lagi að leyfa leiknum að fljóta aðeins betur og leyfa mönnum að taka á því.“ Hann mælir með því að dómarar fundi með liðunum fyrir tímabilið, líkt og þekkist í Noregi. „Ég tel að það myndi hjálpa mikið. Dómarar eru í erfiðu starfi og oftast er það þannig að annað liðið er ósátt við þeirr störf. Ég efast ekki um að dómararnir séu að gera sitt besta en það má gera margt til að bæta ástandið.“ Þórarinn segir að það gæti vel verið að hann þurfi að breyta sínum leik. „Ég er hins vegar vanur því að spila eins og ég geri og oftast hef ég sloppið með það. Ég hef alltaf verið duglegur að pressa á andstæðinginn og tel að það sé erfitt að breyta mér úr þessu.“ ÍBV mætir Keflavík á útivelli um helgina og svo Fjölni í lokaumferðinni. Þórarinn verður í banni um helgina en vonast til að liðið verði búið að tryggja sæti sitt í deildinni áður en kemur að lokaumferðinni. „Það verður örugglega spenna bæði í topp- og botnbaráttunni fram í lokin. Við þurfum að fá stig til að gulltryggja okkur og það ætlum við að gera. Við ætlum að klára mótið með stæl.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Síðan að Þórarinn Ingi Valdimarsson sneri aftur til ÍBV úr atvinnumennsku í Noregi um mitt tímabil hefur hann fengið sjö gul spjöld í aðeins átta leikjum. Hann var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær eftir að hann fékk sitt sjöunda gula spjald í leik ÍBV og Breiðabliks um helgina. Þórarinn Ingi slapp við gult í fyrsta leik sínum í sumar, gegn Stjörnunni í lok júlímánaðar, en síðan hefur hann fengið áminningu í hverjum einasta leik sem hann hefur tekið þátt í. „Einhver þeirra hafa átt rétt á sér en sum ekki. Mörg finnst mér fyrir afar litlar sakir. Í síðustu tveimur leikjum fékk ég til dæmis spjald fyrir fyrsta brot í báðum tilvikum,“ sagði Þórarinn Ingi í samtali við Vísi í dag. Þess má geta að í fjórum leikjum af sjö hefur Þórarinn Ingi fengið áminninguna strax í fyrri hálfleik. „Kannski er maður kominn með gult spjald fyrirfram í nokkrum leikjum og dómarinn strax farinn að spjalda mann við fyrsta tækifæri. Mér fannst spjaldið gegn Breiðabliki hér heima í síðasta leik vera sérstaklega ósanngjarnt.“ Til samanburðar má nefna að Þórarinn Ingi kom við sögu í 10 leikjum með Sarpsborg 08 í Noregi áður en hann sneri aftur heim í ÍBV í sumar. Samtals lék hann í 685 mínútur í þeim leikjum og fékk alls eina áminningu. „Mér hefur oft fundist að maður fái gult spjald fyrir léttvægt brot hér á landi. Í Noregi hefði það bara verið aukaspyrna og svo áfram með leikinn,“ sagði Þórarinn. „Kannski er verið að setja full mjúka línu fyrir dómara á Íslandi - ég veit ekki hvað þeir eru stundum að spá.“ Hann neitar því ekki að hann sé ósáttur við öll þessi gulu spjöld sem hann hafi fengið í sumar. „Auðvitað. Maður vill spila hvern leik. Það á að vera barátta og pínu harka í íslenska boltanum, sérstaklega þegar veðrið er eins og það er orðið á haustin. Skilyrðin bjóða ef til vill ekki upp á annað en baráttu og hörku.“ „Ég tel að það væri allt í lagi að leyfa leiknum að fljóta aðeins betur og leyfa mönnum að taka á því.“ Hann mælir með því að dómarar fundi með liðunum fyrir tímabilið, líkt og þekkist í Noregi. „Ég tel að það myndi hjálpa mikið. Dómarar eru í erfiðu starfi og oftast er það þannig að annað liðið er ósátt við þeirr störf. Ég efast ekki um að dómararnir séu að gera sitt besta en það má gera margt til að bæta ástandið.“ Þórarinn segir að það gæti vel verið að hann þurfi að breyta sínum leik. „Ég er hins vegar vanur því að spila eins og ég geri og oftast hef ég sloppið með það. Ég hef alltaf verið duglegur að pressa á andstæðinginn og tel að það sé erfitt að breyta mér úr þessu.“ ÍBV mætir Keflavík á útivelli um helgina og svo Fjölni í lokaumferðinni. Þórarinn verður í banni um helgina en vonast til að liðið verði búið að tryggja sæti sitt í deildinni áður en kemur að lokaumferðinni. „Það verður örugglega spenna bæði í topp- og botnbaráttunni fram í lokin. Við þurfum að fá stig til að gulltryggja okkur og það ætlum við að gera. Við ætlum að klára mótið með stæl.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira