Þórarinn Ingi: Dómararnir eiga að leyfa meiri hörku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. september 2014 14:30 Vísir/Andri Marinó Síðan að Þórarinn Ingi Valdimarsson sneri aftur til ÍBV úr atvinnumennsku í Noregi um mitt tímabil hefur hann fengið sjö gul spjöld í aðeins átta leikjum. Hann var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær eftir að hann fékk sitt sjöunda gula spjald í leik ÍBV og Breiðabliks um helgina. Þórarinn Ingi slapp við gult í fyrsta leik sínum í sumar, gegn Stjörnunni í lok júlímánaðar, en síðan hefur hann fengið áminningu í hverjum einasta leik sem hann hefur tekið þátt í. „Einhver þeirra hafa átt rétt á sér en sum ekki. Mörg finnst mér fyrir afar litlar sakir. Í síðustu tveimur leikjum fékk ég til dæmis spjald fyrir fyrsta brot í báðum tilvikum,“ sagði Þórarinn Ingi í samtali við Vísi í dag. Þess má geta að í fjórum leikjum af sjö hefur Þórarinn Ingi fengið áminninguna strax í fyrri hálfleik. „Kannski er maður kominn með gult spjald fyrirfram í nokkrum leikjum og dómarinn strax farinn að spjalda mann við fyrsta tækifæri. Mér fannst spjaldið gegn Breiðabliki hér heima í síðasta leik vera sérstaklega ósanngjarnt.“ Til samanburðar má nefna að Þórarinn Ingi kom við sögu í 10 leikjum með Sarpsborg 08 í Noregi áður en hann sneri aftur heim í ÍBV í sumar. Samtals lék hann í 685 mínútur í þeim leikjum og fékk alls eina áminningu. „Mér hefur oft fundist að maður fái gult spjald fyrir léttvægt brot hér á landi. Í Noregi hefði það bara verið aukaspyrna og svo áfram með leikinn,“ sagði Þórarinn. „Kannski er verið að setja full mjúka línu fyrir dómara á Íslandi - ég veit ekki hvað þeir eru stundum að spá.“ Hann neitar því ekki að hann sé ósáttur við öll þessi gulu spjöld sem hann hafi fengið í sumar. „Auðvitað. Maður vill spila hvern leik. Það á að vera barátta og pínu harka í íslenska boltanum, sérstaklega þegar veðrið er eins og það er orðið á haustin. Skilyrðin bjóða ef til vill ekki upp á annað en baráttu og hörku.“ „Ég tel að það væri allt í lagi að leyfa leiknum að fljóta aðeins betur og leyfa mönnum að taka á því.“ Hann mælir með því að dómarar fundi með liðunum fyrir tímabilið, líkt og þekkist í Noregi. „Ég tel að það myndi hjálpa mikið. Dómarar eru í erfiðu starfi og oftast er það þannig að annað liðið er ósátt við þeirr störf. Ég efast ekki um að dómararnir séu að gera sitt besta en það má gera margt til að bæta ástandið.“ Þórarinn segir að það gæti vel verið að hann þurfi að breyta sínum leik. „Ég er hins vegar vanur því að spila eins og ég geri og oftast hef ég sloppið með það. Ég hef alltaf verið duglegur að pressa á andstæðinginn og tel að það sé erfitt að breyta mér úr þessu.“ ÍBV mætir Keflavík á útivelli um helgina og svo Fjölni í lokaumferðinni. Þórarinn verður í banni um helgina en vonast til að liðið verði búið að tryggja sæti sitt í deildinni áður en kemur að lokaumferðinni. „Það verður örugglega spenna bæði í topp- og botnbaráttunni fram í lokin. Við þurfum að fá stig til að gulltryggja okkur og það ætlum við að gera. Við ætlum að klára mótið með stæl.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Síðan að Þórarinn Ingi Valdimarsson sneri aftur til ÍBV úr atvinnumennsku í Noregi um mitt tímabil hefur hann fengið sjö gul spjöld í aðeins átta leikjum. Hann var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær eftir að hann fékk sitt sjöunda gula spjald í leik ÍBV og Breiðabliks um helgina. Þórarinn Ingi slapp við gult í fyrsta leik sínum í sumar, gegn Stjörnunni í lok júlímánaðar, en síðan hefur hann fengið áminningu í hverjum einasta leik sem hann hefur tekið þátt í. „Einhver þeirra hafa átt rétt á sér en sum ekki. Mörg finnst mér fyrir afar litlar sakir. Í síðustu tveimur leikjum fékk ég til dæmis spjald fyrir fyrsta brot í báðum tilvikum,“ sagði Þórarinn Ingi í samtali við Vísi í dag. Þess má geta að í fjórum leikjum af sjö hefur Þórarinn Ingi fengið áminninguna strax í fyrri hálfleik. „Kannski er maður kominn með gult spjald fyrirfram í nokkrum leikjum og dómarinn strax farinn að spjalda mann við fyrsta tækifæri. Mér fannst spjaldið gegn Breiðabliki hér heima í síðasta leik vera sérstaklega ósanngjarnt.“ Til samanburðar má nefna að Þórarinn Ingi kom við sögu í 10 leikjum með Sarpsborg 08 í Noregi áður en hann sneri aftur heim í ÍBV í sumar. Samtals lék hann í 685 mínútur í þeim leikjum og fékk alls eina áminningu. „Mér hefur oft fundist að maður fái gult spjald fyrir léttvægt brot hér á landi. Í Noregi hefði það bara verið aukaspyrna og svo áfram með leikinn,“ sagði Þórarinn. „Kannski er verið að setja full mjúka línu fyrir dómara á Íslandi - ég veit ekki hvað þeir eru stundum að spá.“ Hann neitar því ekki að hann sé ósáttur við öll þessi gulu spjöld sem hann hafi fengið í sumar. „Auðvitað. Maður vill spila hvern leik. Það á að vera barátta og pínu harka í íslenska boltanum, sérstaklega þegar veðrið er eins og það er orðið á haustin. Skilyrðin bjóða ef til vill ekki upp á annað en baráttu og hörku.“ „Ég tel að það væri allt í lagi að leyfa leiknum að fljóta aðeins betur og leyfa mönnum að taka á því.“ Hann mælir með því að dómarar fundi með liðunum fyrir tímabilið, líkt og þekkist í Noregi. „Ég tel að það myndi hjálpa mikið. Dómarar eru í erfiðu starfi og oftast er það þannig að annað liðið er ósátt við þeirr störf. Ég efast ekki um að dómararnir séu að gera sitt besta en það má gera margt til að bæta ástandið.“ Þórarinn segir að það gæti vel verið að hann þurfi að breyta sínum leik. „Ég er hins vegar vanur því að spila eins og ég geri og oftast hef ég sloppið með það. Ég hef alltaf verið duglegur að pressa á andstæðinginn og tel að það sé erfitt að breyta mér úr þessu.“ ÍBV mætir Keflavík á útivelli um helgina og svo Fjölni í lokaumferðinni. Þórarinn verður í banni um helgina en vonast til að liðið verði búið að tryggja sæti sitt í deildinni áður en kemur að lokaumferðinni. „Það verður örugglega spenna bæði í topp- og botnbaráttunni fram í lokin. Við þurfum að fá stig til að gulltryggja okkur og það ætlum við að gera. Við ætlum að klára mótið með stæl.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira