Notkun gervisykurs jafnvel hætt hjá Mjólkursamsölunni Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Ákveðið var að bjóða upp á mjólkurvörur með gervisykri vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum. Vörur með gervisykri eru í sumum tilfellum merktar með orðinu "létt“. VÍSIR/GVA Til greina gæti komið að hætta að setja gervisykur í mjólkurvörur vegna óvissunnar um hollustu hans. Þetta segir dr. Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiddu í ljós að mýs sem innbyrtu reglulega gervisykur, það er sætuefnin sakkarín, súkralósa og aspartam, fengu brenglað sykurþol, að því er segir í grein í vísindaritinu Nature. Ástæðuna fyrir því var að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var einnig gerð á mönnum og fengu fjórir af sjö þátttakendum brenglað sykurþol. „Þetta er lítil rannsókn, sem er eiginlega frumrannsókn, en sannarlega áhugaverð,“ tekur Björn fram. Sumar af sýrðum bragðbættum vörum MS innihalda gervisykur, svo sem létt óskajógúrt. „Sætuefni eru meðal annars notuð í vörur til að lækka orku- og kolvetnainnhald varanna án þess að það bitni of mikið á bragðgæðum. Sætuefni eru notuð í mjög litlu magni hjá MS og í samræmi við lög og reglugerðir um notkun þessara efna,“ greinir Björn frá. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á þennan valkost vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum en mjólkurbransinn leggi enga áherslu á notkun þeirra. „Við höfum verið að skipta út sætuefninu aspartam, sem hefur verið mest umdeilt hjá almenningi, fyrir annað og við notum núna lítið af því. Við höfum ekki komið með nýja vöru með aspartami í sjö til átta ár. Við notum heldur ekki sakkarín heldur súkralósa. Nú erum við farin að nota stevía sem er náttúrulegt sætuefni en rannsakendur segja áhugavert að rannsaka einnig áhrif þess.Björn S. GunnarssonAð sögn Björns fylgist MS alltaf með ákvörðunum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA, til að geta brugðist við á réttan hátt. „Þeir hafa alltaf gefið grænt ljós eftir að hafa farið yfir vísindagögn.“ Björn bendir á að líklega vegi mjólkurvörur ekki þungt í sætuefnaneyslu almennings. „Menn borða kannski eina jógúrtdós á dag en geta auðveldlega drukkið einn lítra af gosi með sætuefni í á dag. Heildarneyslan getur auðvitað orðið of mikil en yfirvöld fylgjast með neyslu þeirra sem neyta mest og öryggismörkin eru sett töluvert fyrir neðan möguleg hættumörk.“ Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku. „Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“. Tengdar fréttir Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Til greina gæti komið að hætta að setja gervisykur í mjólkurvörur vegna óvissunnar um hollustu hans. Þetta segir dr. Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiddu í ljós að mýs sem innbyrtu reglulega gervisykur, það er sætuefnin sakkarín, súkralósa og aspartam, fengu brenglað sykurþol, að því er segir í grein í vísindaritinu Nature. Ástæðuna fyrir því var að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var einnig gerð á mönnum og fengu fjórir af sjö þátttakendum brenglað sykurþol. „Þetta er lítil rannsókn, sem er eiginlega frumrannsókn, en sannarlega áhugaverð,“ tekur Björn fram. Sumar af sýrðum bragðbættum vörum MS innihalda gervisykur, svo sem létt óskajógúrt. „Sætuefni eru meðal annars notuð í vörur til að lækka orku- og kolvetnainnhald varanna án þess að það bitni of mikið á bragðgæðum. Sætuefni eru notuð í mjög litlu magni hjá MS og í samræmi við lög og reglugerðir um notkun þessara efna,“ greinir Björn frá. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á þennan valkost vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum en mjólkurbransinn leggi enga áherslu á notkun þeirra. „Við höfum verið að skipta út sætuefninu aspartam, sem hefur verið mest umdeilt hjá almenningi, fyrir annað og við notum núna lítið af því. Við höfum ekki komið með nýja vöru með aspartami í sjö til átta ár. Við notum heldur ekki sakkarín heldur súkralósa. Nú erum við farin að nota stevía sem er náttúrulegt sætuefni en rannsakendur segja áhugavert að rannsaka einnig áhrif þess.Björn S. GunnarssonAð sögn Björns fylgist MS alltaf með ákvörðunum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA, til að geta brugðist við á réttan hátt. „Þeir hafa alltaf gefið grænt ljós eftir að hafa farið yfir vísindagögn.“ Björn bendir á að líklega vegi mjólkurvörur ekki þungt í sætuefnaneyslu almennings. „Menn borða kannski eina jógúrtdós á dag en geta auðveldlega drukkið einn lítra af gosi með sætuefni í á dag. Heildarneyslan getur auðvitað orðið of mikil en yfirvöld fylgjast með neyslu þeirra sem neyta mest og öryggismörkin eru sett töluvert fyrir neðan möguleg hættumörk.“ Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku. „Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“.
Tengdar fréttir Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15