Framkvæmd hlerana verði formlega tekin til rannsóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2014 15:41 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Vísir/ANTON Dómsmálaráðherra hefur ritað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf, „í framhaldi af því að athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á fullyrðingum um að framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála og eftirlit með þeim kunni að vera ábótavant.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins en Vísir og Fréttablaðið hafa að undanförnu fjallað ítarlega um símahleranir ríkissaksóknara. Umfjöllunina má nálgast hér að neðan. Er lagt í hendur nefndarinnar að meta hvort ástæða sé til athugunar á téðum fullyrðingum á vettvangi nefndarinnar. Undir bréfið skrifar Eygló Harðardóttir sem nú gegnir embættinu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráherra. Þá hefur ráðherra einnig ritað réttarfarsnefnd í framhaldi af erindi tveggja lögmanna þar sem gerð er grein fyrir ýmsum atriðum er að betur mega fara að þeirra mati við meðferð sakamála. Varða þær ábendingar meðal annars samskipti lögmanna og verjenda, framsetningu dóma í sakamálum, símahlustanir, húsleit og sönnunarbyrði. Þá segir í tilkynningunni að ráðuneytinu hafi einnig borist ályktun stjórnar Lögmannafélags Íslands varðandi samskipti verjenda og vitna. Óskar ráðherra eftir að réttarfarsnefnd taki framangreint til skoðunar og telji nefndin ástæðu til breytinga á lögum vegna þeirra athugasemda sem þar koma fram óskar ráðherra eftir að nefndin komi með tillögur að slíkum breytingum. Þá fer ráðherra þess á leit við réttarfarsnefnd að hún taki sérstaklega til skoðunar ákvæði laga um meðferð sakamála er varða símahlustun og hvort ástæða sé til að gera breytingar á ákvæðum er varða skilyrði fyrir símahlustun sem og hvernig staðið skuli að eftirliti með slíkum aðgerðum. Telji nefndin rétt að breytingar verði gerðar á lögunum er þess óskað að nefndin sendi ráðuneytinu tillögur sínar að breytingum. Alþingi Tengdar fréttir Segist fylgjast betur með símhlerunum Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. 23. september 2014 12:30 Vill svör um hleranir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram fjölmargar spurningar sem snúa að rannsóknum á einstaklingum 18. september 2014 16:47 „Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ Formaður dómstólaráðs efast um orð Jóns Óttars Ólafssonar þess efnis að dómari færi niðrandi orðum um sakborning. 15. september 2014 06:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. 15. september 2014 21:47 Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur ritað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf, „í framhaldi af því að athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á fullyrðingum um að framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála og eftirlit með þeim kunni að vera ábótavant.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins en Vísir og Fréttablaðið hafa að undanförnu fjallað ítarlega um símahleranir ríkissaksóknara. Umfjöllunina má nálgast hér að neðan. Er lagt í hendur nefndarinnar að meta hvort ástæða sé til athugunar á téðum fullyrðingum á vettvangi nefndarinnar. Undir bréfið skrifar Eygló Harðardóttir sem nú gegnir embættinu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráherra. Þá hefur ráðherra einnig ritað réttarfarsnefnd í framhaldi af erindi tveggja lögmanna þar sem gerð er grein fyrir ýmsum atriðum er að betur mega fara að þeirra mati við meðferð sakamála. Varða þær ábendingar meðal annars samskipti lögmanna og verjenda, framsetningu dóma í sakamálum, símahlustanir, húsleit og sönnunarbyrði. Þá segir í tilkynningunni að ráðuneytinu hafi einnig borist ályktun stjórnar Lögmannafélags Íslands varðandi samskipti verjenda og vitna. Óskar ráðherra eftir að réttarfarsnefnd taki framangreint til skoðunar og telji nefndin ástæðu til breytinga á lögum vegna þeirra athugasemda sem þar koma fram óskar ráðherra eftir að nefndin komi með tillögur að slíkum breytingum. Þá fer ráðherra þess á leit við réttarfarsnefnd að hún taki sérstaklega til skoðunar ákvæði laga um meðferð sakamála er varða símahlustun og hvort ástæða sé til að gera breytingar á ákvæðum er varða skilyrði fyrir símahlustun sem og hvernig staðið skuli að eftirliti með slíkum aðgerðum. Telji nefndin rétt að breytingar verði gerðar á lögunum er þess óskað að nefndin sendi ráðuneytinu tillögur sínar að breytingum.
Alþingi Tengdar fréttir Segist fylgjast betur með símhlerunum Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. 23. september 2014 12:30 Vill svör um hleranir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram fjölmargar spurningar sem snúa að rannsóknum á einstaklingum 18. september 2014 16:47 „Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ Formaður dómstólaráðs efast um orð Jóns Óttars Ólafssonar þess efnis að dómari færi niðrandi orðum um sakborning. 15. september 2014 06:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. 15. september 2014 21:47 Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Segist fylgjast betur með símhlerunum Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. 23. september 2014 12:30
Vill svör um hleranir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram fjölmargar spurningar sem snúa að rannsóknum á einstaklingum 18. september 2014 16:47
„Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ Formaður dómstólaráðs efast um orð Jóns Óttars Ólafssonar þess efnis að dómari færi niðrandi orðum um sakborning. 15. september 2014 06:00
Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02
Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. 15. september 2014 21:47
Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00