Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Brjánn Jónasson skrifar 24. mars 2014 07:00 Ferðamenn sem vilja skoða Geysi þurfa ekki að greiða virðisaukaskatt. Ríkisskattstjóri telur að innheimta eigi skattinn. Fréttablaðið/GVA Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Ríkisskattstjóri telur engar undanþágur í lögum ná yfir sölu aðgangseyris. Óvissa virðist vera um hvort innheimta beri virðisaukaskatt þegar selt er inn á ferðamannastaði. Í Kerinu, þar sem gjaldheimta hófst í fyrra, hafa landeigendur ákveðið að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyrinum. Landeigendur á Geysissvæðinu ætla ekki að innheimta skattinn. „Þetta er ekki virðisaukaskattskyld þjónusta,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður landeigenda. „Ástæðan er sú að þetta er ekki sérskráð fasteign og ekki hægt að fá hana skráða sem slíka. Þetta er landvarsla, sem er ekki virðisaukaskyld.“ Hann segir að sérfræðingar sem landeigendur fengu til að meta stöðuna hafi ráðlagt þeim að innheimta ekki skatt af aðgangseyrinum. Innheimta 600 króna aðgangseyris hófst fyrir rúmri viku, en fjármálaráðuneytið hefur stefnt landeigendum til að reyna að koma í veg fyrir gjaldheimtuna. „Við sendum líka fyrirspurn til Ríkisskattstjóra fyrir sjö mánuðum síðan, en höfum ekki enn fengið svar frá þeim,“ segir Garðar. „Það er engin lagaleg óvissa frá okkar bæjardyrum séð,“ segir Bjarni Amby Lárusson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hann segir að almennt séð eigi að innheimta virðisaukaskatt af allri þjónustu. Á því séu undantekningar í lögunum, en ekki verði séð að nein þeirra eigi við sölu aðgangseyris á ferðamannastöðum. Hann bendir á að samkvæmt lögunum beri þeim sem stundi virðisaukaskattskylda starfsemi að innheimta skatt. Geri þeir það ekki þurfi þeir engu að síður að greiða skattinn. Sektir og fangelsisdómar liggja við því að standa ekki skil á vörslusköttum á borð við virðisaukaskatt. Garðar segir að landeigendur muni fara að lögum. Verði það niðurstaðan að þeir eigi að greiða virðisaukaskatt af aðgangseyrinum verði það gert. En eins og staðan sé núna sé engin ástæða til að innheimta skattinn af seldum miðum á Geysissvæðinu.Ýmsar undanþágur í lögunumTæmandi listi af undanþágum frá lögum um virðisaukaskatt er talinn upp í lögum um skattinn. Listinn er svohljóðandi:Þjónusta sjúkrahúsa, fæðingarstofnana, heilsuhæla og annarra hliðstæðra stofnana, svo og lækningar, tannlækningar og önnur eiginleg heilbrigðisþjónusta.Félagsleg þjónusta, svo sem rekstur leikskóla, barnaheimila, skóladagheimila og upptökuheimila og önnur hliðstæð þjónusta.Rekstur skóla og menntastofnana, svo og ökukennsla, flugkennsla og danskennsla.Starfsemi safna, svo sem bókasafna, listasafna og náttúrugripasafna, og hliðstæð menningarstarfsemi. Sama gildir um aðgangseyri að tónleikum, íslenskum kvikmyndum, listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, enda tengist samkomur þessar ekki á neinn hátt öðru samkomuhaldi eða veitingastarfsemi.Íþróttastarfsemi, svo og leiga á aðstöðu til íþróttastarfsemi, aðgangseyrir að sundstöðum, skíðalyftum, íþróttamótum, íþróttasýningum og heilsuræktarstofum.Fólksflutningar. Flutningur á ökutækjum með ferjum, sem eru í beinum tengslum við fólksflutninga, telst til fólksflutninga samkvæmt þessum staflið.Póstþjónusta sem opinber aðili hefur einkaleyfi á, samkvæmt póstlögum, nr. 33/1986. Undanþágan nær einnig til viðtöku og dreifingar á öðrum árituðum bréfapóstsendingum, þar með talin póstkort, blöð og tímarit, og til almennra dreifisendinga og opinna bréfa.Fasteignaleiga og útleiga bifreiðastæða. Útleiga hótel- og gistiherbergja og útleiga tjaldstæða er þó skattskyld, svo og önnur gistiþjónusta þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.]2) Sama gildir um sölu á aðstöðu fyrir veitingar og samkomur þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.Vátryggingarstarfsemi.Þjónusta banka, sparisjóða og annarra lánastofnana, svo og verðbréfamiðlun.Happdrætti og getraunastarfsemi.Starfsemi rithöfunda og tónskálda við samningu hugverka og sambærileg liststarfsemi.Þjónusta ferðaskrifstofa.Útfararþjónusta og prestsþjónusta hvers konar. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Ríkisskattstjóri telur engar undanþágur í lögum ná yfir sölu aðgangseyris. Óvissa virðist vera um hvort innheimta beri virðisaukaskatt þegar selt er inn á ferðamannastaði. Í Kerinu, þar sem gjaldheimta hófst í fyrra, hafa landeigendur ákveðið að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyrinum. Landeigendur á Geysissvæðinu ætla ekki að innheimta skattinn. „Þetta er ekki virðisaukaskattskyld þjónusta,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður landeigenda. „Ástæðan er sú að þetta er ekki sérskráð fasteign og ekki hægt að fá hana skráða sem slíka. Þetta er landvarsla, sem er ekki virðisaukaskyld.“ Hann segir að sérfræðingar sem landeigendur fengu til að meta stöðuna hafi ráðlagt þeim að innheimta ekki skatt af aðgangseyrinum. Innheimta 600 króna aðgangseyris hófst fyrir rúmri viku, en fjármálaráðuneytið hefur stefnt landeigendum til að reyna að koma í veg fyrir gjaldheimtuna. „Við sendum líka fyrirspurn til Ríkisskattstjóra fyrir sjö mánuðum síðan, en höfum ekki enn fengið svar frá þeim,“ segir Garðar. „Það er engin lagaleg óvissa frá okkar bæjardyrum séð,“ segir Bjarni Amby Lárusson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hann segir að almennt séð eigi að innheimta virðisaukaskatt af allri þjónustu. Á því séu undantekningar í lögunum, en ekki verði séð að nein þeirra eigi við sölu aðgangseyris á ferðamannastöðum. Hann bendir á að samkvæmt lögunum beri þeim sem stundi virðisaukaskattskylda starfsemi að innheimta skatt. Geri þeir það ekki þurfi þeir engu að síður að greiða skattinn. Sektir og fangelsisdómar liggja við því að standa ekki skil á vörslusköttum á borð við virðisaukaskatt. Garðar segir að landeigendur muni fara að lögum. Verði það niðurstaðan að þeir eigi að greiða virðisaukaskatt af aðgangseyrinum verði það gert. En eins og staðan sé núna sé engin ástæða til að innheimta skattinn af seldum miðum á Geysissvæðinu.Ýmsar undanþágur í lögunumTæmandi listi af undanþágum frá lögum um virðisaukaskatt er talinn upp í lögum um skattinn. Listinn er svohljóðandi:Þjónusta sjúkrahúsa, fæðingarstofnana, heilsuhæla og annarra hliðstæðra stofnana, svo og lækningar, tannlækningar og önnur eiginleg heilbrigðisþjónusta.Félagsleg þjónusta, svo sem rekstur leikskóla, barnaheimila, skóladagheimila og upptökuheimila og önnur hliðstæð þjónusta.Rekstur skóla og menntastofnana, svo og ökukennsla, flugkennsla og danskennsla.Starfsemi safna, svo sem bókasafna, listasafna og náttúrugripasafna, og hliðstæð menningarstarfsemi. Sama gildir um aðgangseyri að tónleikum, íslenskum kvikmyndum, listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, enda tengist samkomur þessar ekki á neinn hátt öðru samkomuhaldi eða veitingastarfsemi.Íþróttastarfsemi, svo og leiga á aðstöðu til íþróttastarfsemi, aðgangseyrir að sundstöðum, skíðalyftum, íþróttamótum, íþróttasýningum og heilsuræktarstofum.Fólksflutningar. Flutningur á ökutækjum með ferjum, sem eru í beinum tengslum við fólksflutninga, telst til fólksflutninga samkvæmt þessum staflið.Póstþjónusta sem opinber aðili hefur einkaleyfi á, samkvæmt póstlögum, nr. 33/1986. Undanþágan nær einnig til viðtöku og dreifingar á öðrum árituðum bréfapóstsendingum, þar með talin póstkort, blöð og tímarit, og til almennra dreifisendinga og opinna bréfa.Fasteignaleiga og útleiga bifreiðastæða. Útleiga hótel- og gistiherbergja og útleiga tjaldstæða er þó skattskyld, svo og önnur gistiþjónusta þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.]2) Sama gildir um sölu á aðstöðu fyrir veitingar og samkomur þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.Vátryggingarstarfsemi.Þjónusta banka, sparisjóða og annarra lánastofnana, svo og verðbréfamiðlun.Happdrætti og getraunastarfsemi.Starfsemi rithöfunda og tónskálda við samningu hugverka og sambærileg liststarfsemi.Þjónusta ferðaskrifstofa.Útfararþjónusta og prestsþjónusta hvers konar.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira