Málþing til minningar um Matthías Viðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 14:00 "Það eru tíu ár frá því Matthías Viðar dó og enn er hann svo nærverandi,“ segir Dagný. Fréttablaðið/Stefán „Hugmyndin að málþinginu kom frá Soffíu Auði Birgisdóttur og hún kom henni á framfæri við Bókmennta- og listfræðastofnun HÍ. Við sem þar erum hoppuðum strax upp og sögðum „auðvitað“,“ segir Dagný Kristjánsdóttir prófessor um minningarmálþing um Matthías Viðar Sæmundsson sem hefði orðið sextugur þann 23. júní. „Það eru tíu ár frá því Matthías Viðar dó og enn er hann svo nærverandi,“ heldur Dagný áfram. „Hann var svo sterkur karakter, örlátur og yndislegur maður. Líka spennandi fræðimaður og það var sárt að missa hann svona ungan.“ Á dagskránni eru níu fyrirlestrar um hin ýmsu málefni en að sögn Dagnýjar sveima þau öll kringum áhugamál og fræðilegar áherslur Matthíasar. „Hann skrifaði um miðaldirnar, hrylling, gotneskar bókmenntir og geðveiki, svona myrkar hliðar mannlífsins og þingið endurspeglar svolítið hans fræðilegu áherslur.“ Fyrirlestur Dagnýjar nefnist Ástin músanna er köld eins og þær sjálfar. Hún segir titilinn í anda Matthásar sem hafi átt til að búa til mjög fríkaða fyrirlestra- og greinatitla. „Það sem ég er að tala um er ungur maður og músan hans, efnið er sótt í Mánastein eftir Sjón og spænsku veikina,“ útskýrir hún. Málþingið verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og stendur yfir frá klukkan 10 til 16.30. Fyrrilestarnir verða í þessari röð en tekið skal fram að tekið er bæði matar og kaffihlé: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir: „Hleyptu af / eins og fara gerir“. Um eitt ljóða Sigfúsar Daðasonar, íróníu, samfélag, sögu og tilvist“. Hermann Stefánsson: „Spegill melankólíunnar: Um argentínska skáldið Alejöndru Pizarnik“ Sveinn Yngvi Egilsson: „Svarti engillinn: Depurð og sköpun á 17. öld“ Dagný Kristjánsdóttir: „Ástin músanna er köld eins og þær sjálfar“ Þröstur Helgason: „Thor og Dieter. Módernísk(t) umbrot“ Birna Bjarnadóttir: „Könnunarleiðangur á töfrafjalli – brot úr skýrslu“ Soffía Auður Birgisdóttir: „Flakk: Um sjálfstjáningu Þórbergs Þórðarsonar“ Guðmundur Sæmundsson: „Er leikin knattspyrna á himnum? Um tengsl íþrótta og trúar“ Ármann Jakobsson: „Skrímslin fara á kreik um leið og skynsemin sofnar: Táningspiltur sér gandreið“ Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Hugmyndin að málþinginu kom frá Soffíu Auði Birgisdóttur og hún kom henni á framfæri við Bókmennta- og listfræðastofnun HÍ. Við sem þar erum hoppuðum strax upp og sögðum „auðvitað“,“ segir Dagný Kristjánsdóttir prófessor um minningarmálþing um Matthías Viðar Sæmundsson sem hefði orðið sextugur þann 23. júní. „Það eru tíu ár frá því Matthías Viðar dó og enn er hann svo nærverandi,“ heldur Dagný áfram. „Hann var svo sterkur karakter, örlátur og yndislegur maður. Líka spennandi fræðimaður og það var sárt að missa hann svona ungan.“ Á dagskránni eru níu fyrirlestrar um hin ýmsu málefni en að sögn Dagnýjar sveima þau öll kringum áhugamál og fræðilegar áherslur Matthíasar. „Hann skrifaði um miðaldirnar, hrylling, gotneskar bókmenntir og geðveiki, svona myrkar hliðar mannlífsins og þingið endurspeglar svolítið hans fræðilegu áherslur.“ Fyrirlestur Dagnýjar nefnist Ástin músanna er köld eins og þær sjálfar. Hún segir titilinn í anda Matthásar sem hafi átt til að búa til mjög fríkaða fyrirlestra- og greinatitla. „Það sem ég er að tala um er ungur maður og músan hans, efnið er sótt í Mánastein eftir Sjón og spænsku veikina,“ útskýrir hún. Málþingið verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og stendur yfir frá klukkan 10 til 16.30. Fyrrilestarnir verða í þessari röð en tekið skal fram að tekið er bæði matar og kaffihlé: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir: „Hleyptu af / eins og fara gerir“. Um eitt ljóða Sigfúsar Daðasonar, íróníu, samfélag, sögu og tilvist“. Hermann Stefánsson: „Spegill melankólíunnar: Um argentínska skáldið Alejöndru Pizarnik“ Sveinn Yngvi Egilsson: „Svarti engillinn: Depurð og sköpun á 17. öld“ Dagný Kristjánsdóttir: „Ástin músanna er köld eins og þær sjálfar“ Þröstur Helgason: „Thor og Dieter. Módernísk(t) umbrot“ Birna Bjarnadóttir: „Könnunarleiðangur á töfrafjalli – brot úr skýrslu“ Soffía Auður Birgisdóttir: „Flakk: Um sjálfstjáningu Þórbergs Þórðarsonar“ Guðmundur Sæmundsson: „Er leikin knattspyrna á himnum? Um tengsl íþrótta og trúar“ Ármann Jakobsson: „Skrímslin fara á kreik um leið og skynsemin sofnar: Táningspiltur sér gandreið“
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira