Ósáttur við að árásarmaðurinn gangi laus Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2014 13:51 Brynjar Dagbjartsson. Brynjar Dagbjartsson, trésmiður, varð fyrir fólskulegri árás tveggja lettneskra ríkisborgara í nóvember á síðasta ári er hann kom að þeim brjótast inn í sumarbústað við Reykjaskóg í Bláskógabyggð. Sauma þurfti þrettán spor í andlit Brynjars, auk þess sem hann rifbeinsbrotnaði og skaddaðist á öðru lunga. Annar árásarmannanna, karlmaður á þrítugsaldri, var í fyrradag dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands og er gert að greiða Brynjari þrjú hundruð þúsund krónur í skaðabætur. Brynjari finnst dómurinn ósanngjarn og réttarkerfið lélegt þegar kemur að málum sem þessum. Hann telur ekki að herða þurfi réttarkerfið en segir að því þurfi að breyta. „Hann ætti allavega að vera látinn sitja inni. Ekki þetta skilorð,“ segir Brynjar í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. „Mér finnst þetta voðalega léleg skilaboð. Allavega finnst mér þetta ekki flæma menn frá því að stunda þessa iðju.“ Daginn örlagaríka hringdi sumarbústaðaeigandi í Gunnar Ingvarsson, bónda á Efri-Reykjum, og tilkynnti honum að farið hefði í gang þjófavarnakerfi í bústaðnum og bað hann að kanna hvort allt væri í lagi. Svokölluð nágrannavarsla er á svæðinu og fóru Brynjar og Gunnar saman á staðinn. Þeir sáu að þar voru kveikt ljós og bíll fyrir utan og fór Gunnar heim til sín til að sækja lykil að hliðinu að bústaðahverfinu. Brynjar beið á meðan í bíl sínum og hringdi í lögreglu. „Þessir menn koma gangandi út úr hverfinu. Ég bið bara góða hvoldið og þessi maður svaraði og talaði bara nokkuð góða íslensku. Ég spurði hvað þeir væru að gera og þeir sögðust bara vera að skoða sig um. Ég spurði hvort þeir vildu ekki hinkra því þarna hefði skeð innbrot og til að þeir væri lausir allra mála, vitandi það að þetta voru mennirnir sem höfðu verið að verki,“ segir Brynjar. „Við það að hann heyrði nafnið lögregla þá trylltist hann og reif upp hurðina. Ég vissi bara ekki hvað á mig stóð veðrið. Bíllinn var í gangi hjá mér og þegar hann byrjar að slá í mig þá teygi ég mig í skiptinguna og set í bakk og flæmist hann þá undan hurðinni.“ Brynjar segir þetta erfiða lífsreynslu og segist hálf stressaður eftir að þetta gerðist. Hann veit ekki hvort málinu verður áfrýjað, en hann hefur sjálfur íhugað að kæra mennina sjálfur. Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi og er gert að greiða Brynjari 300 þúsund krónur. Þá er honum jafnframt gert að greiða 500 þúsund í sakarkostnað. Tengdar fréttir Réðst á mann í kyrrstæðum bíl í sumarbústaðahverfi Árásarmaðurinn opnaði bílstjórahurðina, lamdi manninn sem inni sat í andlitið og sparkaði í síðu hans. 19. júní 2014 13:57 Var með lögguna í símanum á meðan þjófarnir börðu hann Brynjar Dagbjartsson trésmiður varð fyrir fólskulegri árás tveggja lettneskra ríkisborgara þegar þeir voru að brjótast inn í sumarbústað við Reykjaskóg í Bláskógabyggð í fyrrakvöld. 20. nóvember 2013 12:41 Ótti og mikil reiði í Bláskógarbyggð Lettarnir tveir sem gengu í skrokk á Brynjari Dagbjartssyni í Bláskógabyggð hafa verið látnir lausir. Brynjar óttast það að ofbeldismennirnir komi og leiti sig uppi. 21. nóvember 2013 10:50 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Brynjar Dagbjartsson, trésmiður, varð fyrir fólskulegri árás tveggja lettneskra ríkisborgara í nóvember á síðasta ári er hann kom að þeim brjótast inn í sumarbústað við Reykjaskóg í Bláskógabyggð. Sauma þurfti þrettán spor í andlit Brynjars, auk þess sem hann rifbeinsbrotnaði og skaddaðist á öðru lunga. Annar árásarmannanna, karlmaður á þrítugsaldri, var í fyrradag dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands og er gert að greiða Brynjari þrjú hundruð þúsund krónur í skaðabætur. Brynjari finnst dómurinn ósanngjarn og réttarkerfið lélegt þegar kemur að málum sem þessum. Hann telur ekki að herða þurfi réttarkerfið en segir að því þurfi að breyta. „Hann ætti allavega að vera látinn sitja inni. Ekki þetta skilorð,“ segir Brynjar í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. „Mér finnst þetta voðalega léleg skilaboð. Allavega finnst mér þetta ekki flæma menn frá því að stunda þessa iðju.“ Daginn örlagaríka hringdi sumarbústaðaeigandi í Gunnar Ingvarsson, bónda á Efri-Reykjum, og tilkynnti honum að farið hefði í gang þjófavarnakerfi í bústaðnum og bað hann að kanna hvort allt væri í lagi. Svokölluð nágrannavarsla er á svæðinu og fóru Brynjar og Gunnar saman á staðinn. Þeir sáu að þar voru kveikt ljós og bíll fyrir utan og fór Gunnar heim til sín til að sækja lykil að hliðinu að bústaðahverfinu. Brynjar beið á meðan í bíl sínum og hringdi í lögreglu. „Þessir menn koma gangandi út úr hverfinu. Ég bið bara góða hvoldið og þessi maður svaraði og talaði bara nokkuð góða íslensku. Ég spurði hvað þeir væru að gera og þeir sögðust bara vera að skoða sig um. Ég spurði hvort þeir vildu ekki hinkra því þarna hefði skeð innbrot og til að þeir væri lausir allra mála, vitandi það að þetta voru mennirnir sem höfðu verið að verki,“ segir Brynjar. „Við það að hann heyrði nafnið lögregla þá trylltist hann og reif upp hurðina. Ég vissi bara ekki hvað á mig stóð veðrið. Bíllinn var í gangi hjá mér og þegar hann byrjar að slá í mig þá teygi ég mig í skiptinguna og set í bakk og flæmist hann þá undan hurðinni.“ Brynjar segir þetta erfiða lífsreynslu og segist hálf stressaður eftir að þetta gerðist. Hann veit ekki hvort málinu verður áfrýjað, en hann hefur sjálfur íhugað að kæra mennina sjálfur. Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi og er gert að greiða Brynjari 300 þúsund krónur. Þá er honum jafnframt gert að greiða 500 þúsund í sakarkostnað.
Tengdar fréttir Réðst á mann í kyrrstæðum bíl í sumarbústaðahverfi Árásarmaðurinn opnaði bílstjórahurðina, lamdi manninn sem inni sat í andlitið og sparkaði í síðu hans. 19. júní 2014 13:57 Var með lögguna í símanum á meðan þjófarnir börðu hann Brynjar Dagbjartsson trésmiður varð fyrir fólskulegri árás tveggja lettneskra ríkisborgara þegar þeir voru að brjótast inn í sumarbústað við Reykjaskóg í Bláskógabyggð í fyrrakvöld. 20. nóvember 2013 12:41 Ótti og mikil reiði í Bláskógarbyggð Lettarnir tveir sem gengu í skrokk á Brynjari Dagbjartssyni í Bláskógabyggð hafa verið látnir lausir. Brynjar óttast það að ofbeldismennirnir komi og leiti sig uppi. 21. nóvember 2013 10:50 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Réðst á mann í kyrrstæðum bíl í sumarbústaðahverfi Árásarmaðurinn opnaði bílstjórahurðina, lamdi manninn sem inni sat í andlitið og sparkaði í síðu hans. 19. júní 2014 13:57
Var með lögguna í símanum á meðan þjófarnir börðu hann Brynjar Dagbjartsson trésmiður varð fyrir fólskulegri árás tveggja lettneskra ríkisborgara þegar þeir voru að brjótast inn í sumarbústað við Reykjaskóg í Bláskógabyggð í fyrrakvöld. 20. nóvember 2013 12:41
Ótti og mikil reiði í Bláskógarbyggð Lettarnir tveir sem gengu í skrokk á Brynjari Dagbjartssyni í Bláskógabyggð hafa verið látnir lausir. Brynjar óttast það að ofbeldismennirnir komi og leiti sig uppi. 21. nóvember 2013 10:50