Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir segir að það að vera höfð fyrir rangri sök láti hana aldrei í friði. vísir/gva Erla Bolladóttir segir endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vera henni afar mikilvæga. „Að vera hafður fyrir rangri sök er eitthvað sem lætur mann aldrei í friði, ég tala nú ekki um í svo alvarlegu máli. Hvernig sem fer mun ég aldrei losna undan því að vera persónugervingur fyrir þetta mál,“ segir Erla og segir tvennt skipta sig mestu máli við endurupptöku málsins. „Ég vil að í huga afkomenda minna verði ljóst að amma þeirra og langamma var saklaus. Einnig er þetta mikilvægt fyrir samfélagið. Þetta mál hefur valdið miklu vantrausti í garð dómskerfisins og það þarf að hreinsa þetta upp, annars heldur það áfram að vera mein í kerfinu.“ Erla tók ákvörðun um að reyna endurupptöku árið 2000. Þá lagði hún inn beiðni um að talsmaður væri skipaður í máli hennar um endurupptöku. „En þetta var snauplega afgreitt af Hæstarétti. Umsókn mín um talsmann var ranglega afgreidd sem beiðni um endurupptöku og var hafnað, enda var ég bara með sýnishorn af gögnum sem ég ætlaði að nota.“ Erla segir að þegar hún hafi fengið neitun hafi ekki verið í fleiri hús að venda. Nú hefur aftur á móti verið skipuð sérstök endurupptökunefnd og hægt að leita til hennar. Það og niðurstaða starfshóps sem fjallaði um málið olli því að lögmaður Erlu mun á næstu dögum leggja fram formlega beiðni um endurupptöku málsins. „Niðurstaða starfshópsins var að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður minn hafi verið óreiðanlegur, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Það þýðir að ekki sé hægt að reiða sig á framburðinn sem grundvöll fyrir dómi,“ segir Erla. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu, segir málið vera mjög stórt og gríðarlegt skjalamagn um að ræða. Því sé ómögulegt að áætla hvenær vinnu nefndarinnar ljúki. Tengdar fréttir Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Erla Bolladóttir segir endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vera henni afar mikilvæga. „Að vera hafður fyrir rangri sök er eitthvað sem lætur mann aldrei í friði, ég tala nú ekki um í svo alvarlegu máli. Hvernig sem fer mun ég aldrei losna undan því að vera persónugervingur fyrir þetta mál,“ segir Erla og segir tvennt skipta sig mestu máli við endurupptöku málsins. „Ég vil að í huga afkomenda minna verði ljóst að amma þeirra og langamma var saklaus. Einnig er þetta mikilvægt fyrir samfélagið. Þetta mál hefur valdið miklu vantrausti í garð dómskerfisins og það þarf að hreinsa þetta upp, annars heldur það áfram að vera mein í kerfinu.“ Erla tók ákvörðun um að reyna endurupptöku árið 2000. Þá lagði hún inn beiðni um að talsmaður væri skipaður í máli hennar um endurupptöku. „En þetta var snauplega afgreitt af Hæstarétti. Umsókn mín um talsmann var ranglega afgreidd sem beiðni um endurupptöku og var hafnað, enda var ég bara með sýnishorn af gögnum sem ég ætlaði að nota.“ Erla segir að þegar hún hafi fengið neitun hafi ekki verið í fleiri hús að venda. Nú hefur aftur á móti verið skipuð sérstök endurupptökunefnd og hægt að leita til hennar. Það og niðurstaða starfshóps sem fjallaði um málið olli því að lögmaður Erlu mun á næstu dögum leggja fram formlega beiðni um endurupptöku málsins. „Niðurstaða starfshópsins var að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður minn hafi verið óreiðanlegur, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Það þýðir að ekki sé hægt að reiða sig á framburðinn sem grundvöll fyrir dómi,“ segir Erla. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu, segir málið vera mjög stórt og gríðarlegt skjalamagn um að ræða. Því sé ómögulegt að áætla hvenær vinnu nefndarinnar ljúki.
Tengdar fréttir Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30