Enski boltinn

Sjáðu glæsimark Mirallas gegn Tottenham | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Belginn Kevin Mirallas, miðjumaður Everton, kom sínum mönnum yfir með glæsilegu marki gegn Tottenham í leik liðanna sem nú stendur yfir.

Mirallas mundaði skotfótinn vinstra megin fyrir utan teig og smellti boltanum í samskeytin fjær, óverjandi fyrir Hugo Lloris í marki heimamanna.

Því miður fyrir Mirallas jafnaði Christian Eriksen metin skömmu síðar, en þetta glæsilega mark Belgans má sjá í spilaranum hér að ofan.

Christian Eriksen jafnar:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×