Drónar mynduðu gjörning UN Women Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2014 11:19 Um tvö hundruð manns tóku þátt í Skínöldu. Skjáskot Um tvö hundruð manns tóku þátt í gjörningi Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur, sem heitir Skínalda, á Klambratúni á þriðjudaginn. Verkið vann hún fyrir UN Women sem hefur í rúma viku vakið athygli á mikilvægi þess að konur um allan heim séu öruggar á götum úti. Gjörningurinn hefur nú öðlast annað líf á internetinu með hjálpa dróna sem tóku hann upp úr lofti. „Athöfnin var táknræn og falleg að mörgu leyti. Kynferðislegt áreitni og ofbeldi er hnattrænt vandamál sem við verðum að uppræta um heim allan. Hugarfarsbreyting meðal karlmanna er frumforsenda þess að kynferðisofbeldi linni en UN Women styrkir einnig einfaldar og ódýrar tæknilegar lausnir til að auka öryggi kvenna eins og að lýsa upp götur, stræti og biðskýli í fátækustu borgum heims,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í tilkynningu. „Því var einstaklega fallegt að sjá Íslendinga standa saman og lýsa upp Klambratún á þessum degi,“ segir hún ennfremur. Gjörningurinn fór fram í kjölfar þess að Reykjavíkurborg skrifaði undir samning við UN Women um að höfuðborgin yrði örugg borg. Átak samtakanna hefur nú staðið yfir frá því 19. nóvember. Ragnheiður Harpa er ánægð með þátttökuna í gjörninginum. „Ég vissi ekkert við hverju væri að búast en er rosalega þakklát fyrir hve margir komu. Af því að þetta voru svo margir varð formið svo einstakt.“ Verkið Skínalda varð til eftir hugarflugsfund UN Women og listakonunnar og segir hún hafstraumakort og storma undirliggjandi í hugmyndinni. „Einn svona spírall hefur bein áhrif á vind og aðra spírala. Þeir hreyfast þvert á landamæri. Þeir virða engin höft og líta á heiminn sem heild. Vonandi lýsir þessi áfram í huga þeirra sem voru með og þeirra sem sjá myndbandið,“ segir Ragnheiður. Síminn vann myndbandið í samvinnu við Tjarnagötuna, en Síminn og Reykjavíkurborg styrkja átak UN Women um öruggar borgir. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Um tvö hundruð manns tóku þátt í gjörningi Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur, sem heitir Skínalda, á Klambratúni á þriðjudaginn. Verkið vann hún fyrir UN Women sem hefur í rúma viku vakið athygli á mikilvægi þess að konur um allan heim séu öruggar á götum úti. Gjörningurinn hefur nú öðlast annað líf á internetinu með hjálpa dróna sem tóku hann upp úr lofti. „Athöfnin var táknræn og falleg að mörgu leyti. Kynferðislegt áreitni og ofbeldi er hnattrænt vandamál sem við verðum að uppræta um heim allan. Hugarfarsbreyting meðal karlmanna er frumforsenda þess að kynferðisofbeldi linni en UN Women styrkir einnig einfaldar og ódýrar tæknilegar lausnir til að auka öryggi kvenna eins og að lýsa upp götur, stræti og biðskýli í fátækustu borgum heims,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í tilkynningu. „Því var einstaklega fallegt að sjá Íslendinga standa saman og lýsa upp Klambratún á þessum degi,“ segir hún ennfremur. Gjörningurinn fór fram í kjölfar þess að Reykjavíkurborg skrifaði undir samning við UN Women um að höfuðborgin yrði örugg borg. Átak samtakanna hefur nú staðið yfir frá því 19. nóvember. Ragnheiður Harpa er ánægð með þátttökuna í gjörninginum. „Ég vissi ekkert við hverju væri að búast en er rosalega þakklát fyrir hve margir komu. Af því að þetta voru svo margir varð formið svo einstakt.“ Verkið Skínalda varð til eftir hugarflugsfund UN Women og listakonunnar og segir hún hafstraumakort og storma undirliggjandi í hugmyndinni. „Einn svona spírall hefur bein áhrif á vind og aðra spírala. Þeir hreyfast þvert á landamæri. Þeir virða engin höft og líta á heiminn sem heild. Vonandi lýsir þessi áfram í huga þeirra sem voru með og þeirra sem sjá myndbandið,“ segir Ragnheiður. Síminn vann myndbandið í samvinnu við Tjarnagötuna, en Síminn og Reykjavíkurborg styrkja átak UN Women um öruggar borgir.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira