Samstaða um að rýmka möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. júní 2014 11:07 Stjórnarskrárnefnd kynnti fyrstu áfangaskýrslu sína í dag. VÍSIR/PJETUR Vísað er í þá breiðu samstöðu sem ríkir meðal allra stjórnmálaflokka á Alþingi um að mótuð verði heimild til þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni í fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var í nóvember síðastliðnum. Nefndin telur nauðsynlegt að skoða það hvort setja þurfi almennt ákvæði um framsal valds til alþjóðastofnana í stjórnarskrá og nefndarsetumenn eru sammála um að mikilvægt sé að kveða á um heimildir ríkisins til gjaldtöku af auðlindum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þessari fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndarinnar.Skýrslan var gefin út í morgun. Mun Vísir fjalla nánar um efni hennar í dag. Í skýrslunni er farið yfir það starf sem nefndin hefur unnið frá því hún var stofnuð og til dagsins í dag. Einum hefur verið fjallað um fjóra flokka á þessum sjö mánuðum en þeir eru þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, auðlindir og umhverfisvernd. Tilgangur skýrslunnar er að efna til opinberrar umræðu, nefndin setti því fram spurningar í skýrslunni og álitaefni. En að auki er farið yfir umfjöllun og afstöðu nefndarinnar. Fleiri áfangaskýrslur verða birtar eftir því sem vinna nefndarinnar heldur áfram. Umræða er nú hafin um kosningar og kjördæmaskipan, embætti forseta Íslands og störf og verkefni Alþingis. Þegar umfjöllun um fyrrnefnd efni lýkur hefst umræða um ríkisstjórn og ráðherra, dómstóla og mannréttindi.Nefndin er þverpólitísk og skipuð eftirfarandi einstaklingum: Sigurður Líndal, prófessor emeritus, formaður, skipaður án tilnefningar, Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Pírötum, Birgir Ármannsson, alþingismaður, tilnefndur af Sjálfstæðisflokki, Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, tilnefndur af Framsóknarflokki, Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Páll Valur Björnsson, alþingismaður, tilnefndur af Bjartri framtíð. Páll Valur tók við af Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni. Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent, tilnefndur af Framsóknarflokki, Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður, tilnefnd af Samfylkingu, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Sjálfstæðisflokki. Tengdar fréttir Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Rætt um þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningum Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar kemur út á þriðjudag. Í nefndinni hefur verið rætt að frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga geti mögulega litið dagsins ljós vorið 2016 og þá verði hægt að leggja það í dóm þjóðarinnar samhliða forsetakosningunum þá um sumarið. 21. júní 2014 18:51 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Vísað er í þá breiðu samstöðu sem ríkir meðal allra stjórnmálaflokka á Alþingi um að mótuð verði heimild til þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni í fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var í nóvember síðastliðnum. Nefndin telur nauðsynlegt að skoða það hvort setja þurfi almennt ákvæði um framsal valds til alþjóðastofnana í stjórnarskrá og nefndarsetumenn eru sammála um að mikilvægt sé að kveða á um heimildir ríkisins til gjaldtöku af auðlindum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þessari fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndarinnar.Skýrslan var gefin út í morgun. Mun Vísir fjalla nánar um efni hennar í dag. Í skýrslunni er farið yfir það starf sem nefndin hefur unnið frá því hún var stofnuð og til dagsins í dag. Einum hefur verið fjallað um fjóra flokka á þessum sjö mánuðum en þeir eru þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, auðlindir og umhverfisvernd. Tilgangur skýrslunnar er að efna til opinberrar umræðu, nefndin setti því fram spurningar í skýrslunni og álitaefni. En að auki er farið yfir umfjöllun og afstöðu nefndarinnar. Fleiri áfangaskýrslur verða birtar eftir því sem vinna nefndarinnar heldur áfram. Umræða er nú hafin um kosningar og kjördæmaskipan, embætti forseta Íslands og störf og verkefni Alþingis. Þegar umfjöllun um fyrrnefnd efni lýkur hefst umræða um ríkisstjórn og ráðherra, dómstóla og mannréttindi.Nefndin er þverpólitísk og skipuð eftirfarandi einstaklingum: Sigurður Líndal, prófessor emeritus, formaður, skipaður án tilnefningar, Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Pírötum, Birgir Ármannsson, alþingismaður, tilnefndur af Sjálfstæðisflokki, Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, tilnefndur af Framsóknarflokki, Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Páll Valur Björnsson, alþingismaður, tilnefndur af Bjartri framtíð. Páll Valur tók við af Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni. Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent, tilnefndur af Framsóknarflokki, Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður, tilnefnd af Samfylkingu, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Sjálfstæðisflokki.
Tengdar fréttir Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Rætt um þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningum Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar kemur út á þriðjudag. Í nefndinni hefur verið rætt að frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga geti mögulega litið dagsins ljós vorið 2016 og þá verði hægt að leggja það í dóm þjóðarinnar samhliða forsetakosningunum þá um sumarið. 21. júní 2014 18:51 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00
Rætt um þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningum Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar kemur út á þriðjudag. Í nefndinni hefur verið rætt að frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga geti mögulega litið dagsins ljós vorið 2016 og þá verði hægt að leggja það í dóm þjóðarinnar samhliða forsetakosningunum þá um sumarið. 21. júní 2014 18:51