Fjölskyldubílnum stolið: "Ömurleg upplifun“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. júní 2014 17:30 Atli Erlingsson og bíllinn. Þegar Atli Erlingsson ætlaði að skutla dóttur sinni á fimleikanámskeið í morgun rann upp fyrir honum að fjölskyldubíllinn, Nissan Patrol jeppi, var ekki lengur á planinu fyrir utan heimili hans. „Konan spurði mig fyrst hvort að ég hafði lagt honum annarsstaðar, bíllinn var bara horfinn,“ útskýrir Atli. Bílnum hefur verið stolið fyrir utan heimili þeirra og hefur Atli gert lögreglunni viðvart. Hann biðlar til lesenda Vísis að hafa augun opin og gera lögreglu viðvart ef þeir sjá bílinn. Númer bílsins er UA-011.Hrikaleg upplifun Atli segir þetta hafa verið hrikalega upplifun, að sjá ekki bílinn í stæðinu fyrir utan heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði. „Þetta var hrikalegt, maður ætlaði varla að trúa þessu. Við vorum í IKEA í gær og komum svo heim. Bíllinn var í stæðinu þegar við fórum að sofa um miðnætti og var ekki þar þegar við ætluðum að nota hann um átta í morgun.“ Atli segir bílinn hafa verið læstan. „Ég skil ekki hvernig bílnum hefur verið stolið. En hann er svo sannarlega horfinn.“Hér má sjá aðra mynd af bílnum.Ekki vörslusvipting Atli fékk spurninga frá lögreglunni, hvort einhver skuld hafi verið á bílnum. „En það er ekkert svoleiðis, engin vörslusvipting eða neitt slíkt. Ég gruna engan og hef ekki staðið í neinum illindum, ég einfaldlega skil þetta ekki,“ útskýrir hann.Ætluðu í ferðalag Dóttir Atla komst á fimleikanámskeiðið í morgun. „Amman var kölluð út og hún skutlaði á námskeiðið. Við erum búin að fá bíl að láni núna. En þetta er alveg ömurlega leiðinleg upplifun, við fjölskyldan vorum búin að skipuleggja ferðalag um helgina.“ Símanúmer lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er 444-1000 og eru lesendur Vísis, sem verða bílsins varir beðnir að hafa samband þangað. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Þegar Atli Erlingsson ætlaði að skutla dóttur sinni á fimleikanámskeið í morgun rann upp fyrir honum að fjölskyldubíllinn, Nissan Patrol jeppi, var ekki lengur á planinu fyrir utan heimili hans. „Konan spurði mig fyrst hvort að ég hafði lagt honum annarsstaðar, bíllinn var bara horfinn,“ útskýrir Atli. Bílnum hefur verið stolið fyrir utan heimili þeirra og hefur Atli gert lögreglunni viðvart. Hann biðlar til lesenda Vísis að hafa augun opin og gera lögreglu viðvart ef þeir sjá bílinn. Númer bílsins er UA-011.Hrikaleg upplifun Atli segir þetta hafa verið hrikalega upplifun, að sjá ekki bílinn í stæðinu fyrir utan heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði. „Þetta var hrikalegt, maður ætlaði varla að trúa þessu. Við vorum í IKEA í gær og komum svo heim. Bíllinn var í stæðinu þegar við fórum að sofa um miðnætti og var ekki þar þegar við ætluðum að nota hann um átta í morgun.“ Atli segir bílinn hafa verið læstan. „Ég skil ekki hvernig bílnum hefur verið stolið. En hann er svo sannarlega horfinn.“Hér má sjá aðra mynd af bílnum.Ekki vörslusvipting Atli fékk spurninga frá lögreglunni, hvort einhver skuld hafi verið á bílnum. „En það er ekkert svoleiðis, engin vörslusvipting eða neitt slíkt. Ég gruna engan og hef ekki staðið í neinum illindum, ég einfaldlega skil þetta ekki,“ útskýrir hann.Ætluðu í ferðalag Dóttir Atla komst á fimleikanámskeiðið í morgun. „Amman var kölluð út og hún skutlaði á námskeiðið. Við erum búin að fá bíl að láni núna. En þetta er alveg ömurlega leiðinleg upplifun, við fjölskyldan vorum búin að skipuleggja ferðalag um helgina.“ Símanúmer lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er 444-1000 og eru lesendur Vísis, sem verða bílsins varir beðnir að hafa samband þangað. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira