Eru egg slæm heilsu og hversu mikið má borða af þeim? Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2014 10:35 "Þrjú egg á dag eru fullkomlega örugg fyrir heilbrigt fólk sem vill halda áfram að vera heilbrigt.“ vísir/getty Löngum hefur það verið talið að neysla eggja hafi skaðleg áhrif á heilsu og auki hættu á hjartasjúkdómum. Hjartasjúklingum hefur til dæmis verið ráðlagt að halda sig alfarið frá eggjum eða að neyta þeirra í mjög takmörkuðum mæli vegna hversu mikið kólestról þau innihalda. En er þetta mýta? Svo segir læknaneminn Kristján Már Gunnarsson sem heldur úti blogginu betrinæring.is en hann skoðaði samhengið milli eggja og kólestróls fyrir vefinn Hjartalíf. „Til allrar hamingju þá er í dag til fullt af frábærum rannsóknum á þessu,“ skrifar Kristján en fólki hefur oftast verið ráðlagt að borða að hámarki tvær til sex eggjarauður á viku (hvítan er að mestu prótein og lág í kólestróli).„Ekki vandamál“ Rannsóknirnar eru margar eins og þær eru misjafnar en Kristján fer í pistli sínum yfir tvær rannsóknir sem gerðar hafa verið undanfarin ár. Í annarri þeirra var fólki skipt í tvo hópa. Annar hópurinn borðaði eitt til þrjú egg á dag og hinn borðaði eitthvað annað í staðin. Rannsóknirnar sýndu að í nær öllum tilvikum hækkar HDL („góða“) kólestrólið en hjá sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt hafði eggjaneysla engin áhrif á heildar- eða LDL („vonda“) kólestrólið. Hjá þrátíu prósent manna fóru þessar tölur örlítið upp. „Að því sögðu þá tel ég ekki að þetta sé vandamál. Vísindin eru skýr að því leyti að 3 egg á dag eru fullkomlega örugg fyrir heilbrigt fólk sem vill halda áfram að vera heilbrigt,“ skrifar Kristján og fer í kjölfarið yfir faraldsfræðilegar rannsóknir.„Jákvæðir kostir þess að borða þau mun fleiri en neikvæðir.“vísir/gettySykursjúkir í hættu „Þessar rannsóknir, sem sumar hverjar telja hundruð þúsundi manna, sýna alltaf að þeir sem borða egg eru ekki líklegri til að þróa með sér hjartasjúkdóma. Sumar rannsóknanna sýna jafnvel líka minni hættu á heilablóðfalli. Þó … er eitt sem er athyglisvert, en þessar rannsóknir sýna að sykursjúkir sem borða egg eru í aukinni hættu á hjartasjúkdómum.“ Hann segir þó að ekki séu til áreiðanlegar rannsóknir til að styðjast við þar sem fólk borði meira en þrjú egg á dag. „Það er mögulegt (þó ólíklegt) að meiri neysla geti haft skaðleg áhrif á heilsu. Að borða meira en 3 egg er ókannað svæði, ef svo má að orði komast.“ Að lokum vill Kristján taka það fram að egg eru einstaklega næringarrík fæða og fullyrðir að þau eru ein hollasta fæðutegund sem til er. „Svo jafnvel ÞÓ egg hefðu mild neikvæð áhrif á kólesteról í blóði (sem þau gera ekki), þá eru jákvæðir kostir þess að borða þau mun fleiri en neikvæðir.“Pistil Kristjáns má lesa í heild á vef Hjartalífs. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Löngum hefur það verið talið að neysla eggja hafi skaðleg áhrif á heilsu og auki hættu á hjartasjúkdómum. Hjartasjúklingum hefur til dæmis verið ráðlagt að halda sig alfarið frá eggjum eða að neyta þeirra í mjög takmörkuðum mæli vegna hversu mikið kólestról þau innihalda. En er þetta mýta? Svo segir læknaneminn Kristján Már Gunnarsson sem heldur úti blogginu betrinæring.is en hann skoðaði samhengið milli eggja og kólestróls fyrir vefinn Hjartalíf. „Til allrar hamingju þá er í dag til fullt af frábærum rannsóknum á þessu,“ skrifar Kristján en fólki hefur oftast verið ráðlagt að borða að hámarki tvær til sex eggjarauður á viku (hvítan er að mestu prótein og lág í kólestróli).„Ekki vandamál“ Rannsóknirnar eru margar eins og þær eru misjafnar en Kristján fer í pistli sínum yfir tvær rannsóknir sem gerðar hafa verið undanfarin ár. Í annarri þeirra var fólki skipt í tvo hópa. Annar hópurinn borðaði eitt til þrjú egg á dag og hinn borðaði eitthvað annað í staðin. Rannsóknirnar sýndu að í nær öllum tilvikum hækkar HDL („góða“) kólestrólið en hjá sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt hafði eggjaneysla engin áhrif á heildar- eða LDL („vonda“) kólestrólið. Hjá þrátíu prósent manna fóru þessar tölur örlítið upp. „Að því sögðu þá tel ég ekki að þetta sé vandamál. Vísindin eru skýr að því leyti að 3 egg á dag eru fullkomlega örugg fyrir heilbrigt fólk sem vill halda áfram að vera heilbrigt,“ skrifar Kristján og fer í kjölfarið yfir faraldsfræðilegar rannsóknir.„Jákvæðir kostir þess að borða þau mun fleiri en neikvæðir.“vísir/gettySykursjúkir í hættu „Þessar rannsóknir, sem sumar hverjar telja hundruð þúsundi manna, sýna alltaf að þeir sem borða egg eru ekki líklegri til að þróa með sér hjartasjúkdóma. Sumar rannsóknanna sýna jafnvel líka minni hættu á heilablóðfalli. Þó … er eitt sem er athyglisvert, en þessar rannsóknir sýna að sykursjúkir sem borða egg eru í aukinni hættu á hjartasjúkdómum.“ Hann segir þó að ekki séu til áreiðanlegar rannsóknir til að styðjast við þar sem fólk borði meira en þrjú egg á dag. „Það er mögulegt (þó ólíklegt) að meiri neysla geti haft skaðleg áhrif á heilsu. Að borða meira en 3 egg er ókannað svæði, ef svo má að orði komast.“ Að lokum vill Kristján taka það fram að egg eru einstaklega næringarrík fæða og fullyrðir að þau eru ein hollasta fæðutegund sem til er. „Svo jafnvel ÞÓ egg hefðu mild neikvæð áhrif á kólesteról í blóði (sem þau gera ekki), þá eru jákvæðir kostir þess að borða þau mun fleiri en neikvæðir.“Pistil Kristjáns má lesa í heild á vef Hjartalífs.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira