„Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2014 08:04 "Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. vísir/anton brink „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson en hann lenti í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri árið 2007. Hann kastaðist út úr bílnum og fékk hann ofan á sig. Í dag er Jón lamaður fyrir neðan mitti.Vísir sagði frá því í gær að teymi lækna og hjúkrunarstarfsmanna hefði bjargað manni sem stunginn hafði verið í gegnum hjartað, Sebastian Andrzej Golab, á ótrúlegan hátt. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var á meðal þessara lækna. Tómas var jafnframt á meðal þeirra lækna sem tóku á móti Jóni eftir slysið. Jón sá viðtalið og strax rifjuðust upp minningar frá slysinu. Hann er fullviss um að ef hann hefði ekki verið í eins góðum höndum og þarna þá væri staða hans í dag allt önnur.Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.vísir/pjetur„Tókst að bjarga lífi mínu fyrir horn“ „Ég væri ekki hér. Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. Jón var í mjög slæmu ásigkomulagi eftir slysið. Hann var með fjöláverka og rofna ósæð, en það eina sem kom í veg fyrir að honum blæddi út var mótþrýstingur í brjóstholinu og sú staðreynd að ákveðið var að létta þeim þrýstingi ekki af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, þangað sem hann var fluttur eftir slysið. Þá hafði eitt rifbeinið brotnað og stungist inn í annað lungað.Missti tugi lítra af blóði „Tómas vann svo þrekvirki í að gera við ósæðina, lungað og fleira sem á bjátaði í aðgerð sem tók margar klukkustundir. Á meðan var lögreglan í acute akstri frá blóðbankanum með blóð og blóðvökva en ég missti tugi lítra af blóði á meðan á þessu stóð.“„Þið sjáið hvurslags verkefni þeir stóðu frammi fyrir í mínu tilfelli en þarna er hann að búa sig undir að gera við ósæðina og setja hana saman. Það liggur við að það hefði þurft á pípulagningamanni að halda,“ segir Jón.Verkfall lækna hófst 27.október síðastliðinn. Hvorki hefur gengið né rekið í kjarabaráttu þeirra við ríkið og ef svo fer fram sem horfir stefnir allt í að læknar bókstaflega flýi land, eða segi störfum sínum lausum. Þegar hafa fjölmargir læknar gert það. Jón er afar áhyggjufullur yfir stöðu lækna og kjörum þeirra en það er ástæða þess að hann ákvað að segja sögu sína. „Stjórnvöld verða að gefa eftir og fara rétta út sáttarhönd ef við ætlum ekki að missa lækna eins og Tómas og kollega hans úr landi. Þá verða bráðum engar svona gleðifréttir af björgun Sebastian, sagðar lengur heldur lesum við um hann í minningargrein,“ segir hann. „Álagið á læknum og starfsfólki spítalanna er svo kapítuli út af fyrir sig og ef allt er lagt saman hljóta allir að sjá að þetta er algjörlega galið.“ Innlegg frá Jón Gunnar Benjamínsson. Tengdar fréttir Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson en hann lenti í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri árið 2007. Hann kastaðist út úr bílnum og fékk hann ofan á sig. Í dag er Jón lamaður fyrir neðan mitti.Vísir sagði frá því í gær að teymi lækna og hjúkrunarstarfsmanna hefði bjargað manni sem stunginn hafði verið í gegnum hjartað, Sebastian Andrzej Golab, á ótrúlegan hátt. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var á meðal þessara lækna. Tómas var jafnframt á meðal þeirra lækna sem tóku á móti Jóni eftir slysið. Jón sá viðtalið og strax rifjuðust upp minningar frá slysinu. Hann er fullviss um að ef hann hefði ekki verið í eins góðum höndum og þarna þá væri staða hans í dag allt önnur.Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.vísir/pjetur„Tókst að bjarga lífi mínu fyrir horn“ „Ég væri ekki hér. Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. Jón var í mjög slæmu ásigkomulagi eftir slysið. Hann var með fjöláverka og rofna ósæð, en það eina sem kom í veg fyrir að honum blæddi út var mótþrýstingur í brjóstholinu og sú staðreynd að ákveðið var að létta þeim þrýstingi ekki af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, þangað sem hann var fluttur eftir slysið. Þá hafði eitt rifbeinið brotnað og stungist inn í annað lungað.Missti tugi lítra af blóði „Tómas vann svo þrekvirki í að gera við ósæðina, lungað og fleira sem á bjátaði í aðgerð sem tók margar klukkustundir. Á meðan var lögreglan í acute akstri frá blóðbankanum með blóð og blóðvökva en ég missti tugi lítra af blóði á meðan á þessu stóð.“„Þið sjáið hvurslags verkefni þeir stóðu frammi fyrir í mínu tilfelli en þarna er hann að búa sig undir að gera við ósæðina og setja hana saman. Það liggur við að það hefði þurft á pípulagningamanni að halda,“ segir Jón.Verkfall lækna hófst 27.október síðastliðinn. Hvorki hefur gengið né rekið í kjarabaráttu þeirra við ríkið og ef svo fer fram sem horfir stefnir allt í að læknar bókstaflega flýi land, eða segi störfum sínum lausum. Þegar hafa fjölmargir læknar gert það. Jón er afar áhyggjufullur yfir stöðu lækna og kjörum þeirra en það er ástæða þess að hann ákvað að segja sögu sína. „Stjórnvöld verða að gefa eftir og fara rétta út sáttarhönd ef við ætlum ekki að missa lækna eins og Tómas og kollega hans úr landi. Þá verða bráðum engar svona gleðifréttir af björgun Sebastian, sagðar lengur heldur lesum við um hann í minningargrein,“ segir hann. „Álagið á læknum og starfsfólki spítalanna er svo kapítuli út af fyrir sig og ef allt er lagt saman hljóta allir að sjá að þetta er algjörlega galið.“ Innlegg frá Jón Gunnar Benjamínsson.
Tengdar fréttir Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45