Jay Z hefur notið mikillar velgengni í tónlistarbransanum og er meðal þeirra listamanna sem hefur selt flestar plötur í heiminum en hann hefur selt meira en 75 milljónir platna á heimsvísu. Eins hefur hann fengið 19 Grammy-verðlaun fyrir tónlistarsköpun sína og fjöldan allan af tilnefningum.
Þau hjónin hafa margoft unnið saman og Lífið á Vísi kíkti á nokkrar af þeirra bestu stundum saman á sviði.
MTV árið 2002
Beyoncé og Jay Z mættu í myndver MTV í New York, bæði klædd í gallaklæðnað, og fluttu lagið '03 Bonnie & Clyde.
BET-verðlaunin árið 2003
Stjörnuhjónin fluttu slagarann Crazy in Love á BET-verðlaununum árið 2003.
MTV Video Music-verðlaunin árið 2003
Jay Z mætti til að styðja sína konu er hún tók lögin Baby Boy og Crazy in Love.
Black-tónleikaferðalag Jay Z árið 2003
Beyoncé mætti á tónleika Jay Z í Madison Square Garden í New York og tók lögin Crazy in Love og Baby Boy.
Urban-tónlistarhátíðin árið 2004
Parið flutti lagið Crazy in Love á hátíðinni í London.
Bet-verðlaunin árið 2006
Hjónin gerðu allt vitlaust með laginu Deja Vu á hátíðinni.
Fashion Rocks árið 2006
Bey og Jay hlóðu líka í Deja Vu á þessum viðburði.
Home & Home-tónleikaferðalag Jay Z og Eminem árið 2010
Þetta er í fyrsta sinn sem Beyoncé og Jay Z komu saman fram á sviði sem hjón og fluttu þau lagið Young Forever.
Coachella-tónlistarhátíðin árið 2010
Parið tók líka lagið Young Forever á Coachella.
Twickenham Stadium árið 2013
Jay Z smellti kossi á eiginkonu sína, eitthvað sem sést ekki á hverjum degi, þegar þau fluttu Crazy in Love í London.
Mrs. Carter Show-tónleikaferðalagið árið 2013
Jay Z mætti og tók lagið Tom Ford ásamt spúsu sinni.
Grammy-verðlaunin árið 2014
Beyoncé og Jay Z tóku lagið Drunk in Love og vakti atriðið gríðarlega mikla athygli enda afar djarft.
On The Run-tónleikaferðalagið árið 2014
Hjónin fóru á kostum á tónleikaferðalaginu sem lauk fyrir stuttu.