Ólöf treystir sér vel til að gegna ráðherraembætti Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2014 18:47 Ólöf Nordal segir að það hafi komið henni a óvart að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi biðja hana að taka við embætti innanríkisráðherra. Hún hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði en segist vel treysta sér til að taka við þeim spennandi verkefnum sem séu í ráðuneytinu. Ráðherrar í ríkisstjórnarinnar fóru að safnast einn af öðrum til Bessastaða rétt fyrir klukkan eitt í dag og forsætisráðherra kom í lögreglufylgd eins og nú er orðin hefð. Venjan er að þeir ráðherrar sem yfirgefa ríkastjórn geri það á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. En Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki til Bessastaða í dag. Eftir að gamla útgáfan af ríkisstjórninni hafi fundað í skamma stund kom Ólöf til Bessastaða til að taka formlega við embættinu, skráði sig fyrst í gestabókina eins og hefðin boðar og gekk svo á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og verðandi samráðherra í Bessastaðastofu. Ólöf nú hefur þú setið þinn fyrsta ríkisráðsfund, hvernig tilfinning er það? „Hún er mjög góð,“ sagði ráðherran nýi og segir að að það hafi komið henni mjög á óvart þegar formaður flokksins bað hana að taka við embættinu og hún hafi þurft að hugsa sig um. „Já ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði,“ segir Ólöf. Hún hafi hugsað til fjölskyldunnar og svo þeirra verkefna sem framundan væru þegar hún ákvað að taka embættið að sér. Frá Bessastöðum hélt Ólöf á fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til að létta af honum dómsmálunum. Hann fagnaði komu hennar í ríkisstjórn. Og hlakkar til að vinna með nýjum ráðherra og losna við dómsmálaráðuneytið? „Það er búið að vera bæði skemmtilegt og gagnlegt að vera í því um tíma. En hins vegar sér maður eins og maður gat nú gefið sér fyrir fram að það er fullt starf að vera forsætisráðherra. Þannig að það er fínt að vera búinn að annan ráðherra í dómsmálin,“ sagði forsætisráðherra í dag. Hanna Birna kom í innanríkisráðuneytið um þrjú leytið til að afhenda Ólöfu lyklana að ráðuneytinu, sem kom í ráðuneytið skömmu síðar. Hanna veitti ekki viðtöl og sagði daginn vera Ólafar, en sagði þó þetta þegar hún var spurð hvort hún ætti eftir að sakna ráðherraembættisins: „Í einlægni alveg núna? Ekki alveg strax. Það kemur að því. Nú ætla ég bara eins og ég sagði áðan að fá að safna mínum pólitísku kröftum. Ég ætla að fara aðeins í frí og rifja aðeins upp ræturnar og kynnast fjölskyldunni upp á nýtt. Eiga góðar stundir með henni og draga mig alveg frá þessum pólitíska slag í bili,“ sagði Hanna Birna í innanríkisráðuneytinu í dag ekki laus við að komast við. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ólöf Nordal segir að það hafi komið henni a óvart að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi biðja hana að taka við embætti innanríkisráðherra. Hún hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði en segist vel treysta sér til að taka við þeim spennandi verkefnum sem séu í ráðuneytinu. Ráðherrar í ríkisstjórnarinnar fóru að safnast einn af öðrum til Bessastaða rétt fyrir klukkan eitt í dag og forsætisráðherra kom í lögreglufylgd eins og nú er orðin hefð. Venjan er að þeir ráðherrar sem yfirgefa ríkastjórn geri það á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. En Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki til Bessastaða í dag. Eftir að gamla útgáfan af ríkisstjórninni hafi fundað í skamma stund kom Ólöf til Bessastaða til að taka formlega við embættinu, skráði sig fyrst í gestabókina eins og hefðin boðar og gekk svo á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og verðandi samráðherra í Bessastaðastofu. Ólöf nú hefur þú setið þinn fyrsta ríkisráðsfund, hvernig tilfinning er það? „Hún er mjög góð,“ sagði ráðherran nýi og segir að að það hafi komið henni mjög á óvart þegar formaður flokksins bað hana að taka við embættinu og hún hafi þurft að hugsa sig um. „Já ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði,“ segir Ólöf. Hún hafi hugsað til fjölskyldunnar og svo þeirra verkefna sem framundan væru þegar hún ákvað að taka embættið að sér. Frá Bessastöðum hélt Ólöf á fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til að létta af honum dómsmálunum. Hann fagnaði komu hennar í ríkisstjórn. Og hlakkar til að vinna með nýjum ráðherra og losna við dómsmálaráðuneytið? „Það er búið að vera bæði skemmtilegt og gagnlegt að vera í því um tíma. En hins vegar sér maður eins og maður gat nú gefið sér fyrir fram að það er fullt starf að vera forsætisráðherra. Þannig að það er fínt að vera búinn að annan ráðherra í dómsmálin,“ sagði forsætisráðherra í dag. Hanna Birna kom í innanríkisráðuneytið um þrjú leytið til að afhenda Ólöfu lyklana að ráðuneytinu, sem kom í ráðuneytið skömmu síðar. Hanna veitti ekki viðtöl og sagði daginn vera Ólafar, en sagði þó þetta þegar hún var spurð hvort hún ætti eftir að sakna ráðherraembættisins: „Í einlægni alveg núna? Ekki alveg strax. Það kemur að því. Nú ætla ég bara eins og ég sagði áðan að fá að safna mínum pólitísku kröftum. Ég ætla að fara aðeins í frí og rifja aðeins upp ræturnar og kynnast fjölskyldunni upp á nýtt. Eiga góðar stundir með henni og draga mig alveg frá þessum pólitíska slag í bili,“ sagði Hanna Birna í innanríkisráðuneytinu í dag ekki laus við að komast við.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira