Pálmi Rafn: Maginn sagði mér að fara í KR | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. desember 2014 18:06 Gaupi spjallar við Pálma Rafn. vísir/vilhelm Pálmi Rafn Pálmason skrifaði undir þriggja ára samning við KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag, en hann er annar stóri bitinn sem Vesturbæjarstórveldið fær til sín í vetur. Húsvíkingurinn var mjög eftirsóttur, en KA, Valur og FH höfðu mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Guðjón Guðmundsson var í KR-heimilinu í dag þegar Pálmi var kynntur til leiks og spurði hann fyrst af hverju hann valdi KR. „Það er svolítið erfitt að segja. Ég átti í miklum erfiðleikum með að velja og átti gott spjall við öll liðin. Það var svona maginn sem sagði mér að fara í KR. Ég hef mikla trú á verkefninu sem er að fara í gang hérna. Hér vil ég vinna titla og gera það gott,“ sagði Pálmi Rafn. „Það var margt sem spilaði inn í. Ég átti gott spjall við Bjarna og Gumma og fleiri. En á endanum tók ég þessa ákvörðun og vonandi var þetta góð og rétt ákvörðun.“ Pálmi fékk tilboð frá öðrum liðum í Noregi en fannst þau ekki nógu spennandi. Hann vill ekkert segja til um hvort hann geti farið í janúar komi tilboð að utan. „Ég ætla ekkert að segja til um hvað stendur í samningnum. Ég hef hafnað tilboðum að utan sem hafa ekki verið spennandi. Það sem er í gangi hér finnst mér spennandi og þess vegna er ég hérna núna,“ sagði Pálmi. „Það var aðallega Noregur sem var að heyra í mér, en eins og ég segi var það ekki nógu spennandi til að taka því.“ Guðjón ræddi einnig við Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, sem fagnaði því eðlilega að hafa fengið einn feitasta bitann á markaðnum. „Ekki nokkur spurning. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur KR-inga. Hann er ekki bara frábær fótboltamaður heldur frábær karakter. Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur að fá hann,“ sagði Bjarni. „Pálmi er mjög góður leikmaður sem hefði getað verið lengur úti. Það voru vissulega lið hérna heima sem höfðu áhuag á honum. Mér fannst eftir fyrsta fund að hann myndi velja KR á endanum.“ KR-ingar eru einnig búnir að semja við danska varnarmanninn Rasmus Christiansen og þeir eru ekki hættir. „Við þurfum að styrkja okkur meira. Við erum búnir að ganga frá samningum við Rasmus háð ákveðnum skilyrðum. Við þurfum að styrkja okkur, en það er ennþá bara desember,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Viðtölin við þá félaga má sjá hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53 Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason skrifaði undir þriggja ára samning við KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag, en hann er annar stóri bitinn sem Vesturbæjarstórveldið fær til sín í vetur. Húsvíkingurinn var mjög eftirsóttur, en KA, Valur og FH höfðu mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Guðjón Guðmundsson var í KR-heimilinu í dag þegar Pálmi var kynntur til leiks og spurði hann fyrst af hverju hann valdi KR. „Það er svolítið erfitt að segja. Ég átti í miklum erfiðleikum með að velja og átti gott spjall við öll liðin. Það var svona maginn sem sagði mér að fara í KR. Ég hef mikla trú á verkefninu sem er að fara í gang hérna. Hér vil ég vinna titla og gera það gott,“ sagði Pálmi Rafn. „Það var margt sem spilaði inn í. Ég átti gott spjall við Bjarna og Gumma og fleiri. En á endanum tók ég þessa ákvörðun og vonandi var þetta góð og rétt ákvörðun.“ Pálmi fékk tilboð frá öðrum liðum í Noregi en fannst þau ekki nógu spennandi. Hann vill ekkert segja til um hvort hann geti farið í janúar komi tilboð að utan. „Ég ætla ekkert að segja til um hvað stendur í samningnum. Ég hef hafnað tilboðum að utan sem hafa ekki verið spennandi. Það sem er í gangi hér finnst mér spennandi og þess vegna er ég hérna núna,“ sagði Pálmi. „Það var aðallega Noregur sem var að heyra í mér, en eins og ég segi var það ekki nógu spennandi til að taka því.“ Guðjón ræddi einnig við Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, sem fagnaði því eðlilega að hafa fengið einn feitasta bitann á markaðnum. „Ekki nokkur spurning. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur KR-inga. Hann er ekki bara frábær fótboltamaður heldur frábær karakter. Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur að fá hann,“ sagði Bjarni. „Pálmi er mjög góður leikmaður sem hefði getað verið lengur úti. Það voru vissulega lið hérna heima sem höfðu áhuag á honum. Mér fannst eftir fyrsta fund að hann myndi velja KR á endanum.“ KR-ingar eru einnig búnir að semja við danska varnarmanninn Rasmus Christiansen og þeir eru ekki hættir. „Við þurfum að styrkja okkur meira. Við erum búnir að ganga frá samningum við Rasmus háð ákveðnum skilyrðum. Við þurfum að styrkja okkur, en það er ennþá bara desember,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Viðtölin við þá félaga má sjá hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53 Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53
Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11