Fríar strætóferðir frá Ásbrú verða lagðar af Viktoría Hermannsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 08:45 Leigjendur á Ásbrú munu frá áramótum ekki lengur eiga kost á fríum ferðum til og frá svæðinu líkt og boðið hefur verið upp á hingað til. Háskólavellir, sem reka leiguíbúðir fyrir námsmenn á Ásbrú, hætta frá áramótum að bjóða upp á ókeypis ferðir milli svæðisins og Reykjavíkur. Þjónustan hefur staðið leigjendum þar til boða og hafa margir sem stunda nám eða vinnu í Reykjavík nýtt sér hana. Í október skrifaði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum undir samning við Strætó bs. um að annast skipulagningu og framkvæmd almenningssamgangna sem áður voru í höndum Reykjanes Express. Ekki eru allir sáttir við þetta breytta fyrirkomulag. Leigjendur á Ásbrú sem Fréttablaðið ræddi við sögðust vera óánægðir með þessa breytingu þar sem þeir telja þessa þjónustu hafa verið hluta af leigusamningi þeirra. Þeir hafi gert leigusamninginn með þessi hlunnindi í huga og muni þetta þýða mikinn aukakostnað fyrir þá. Einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við sagðist hafa gert framhaldsleigusamning um mitt þetta ár og þá hafi ekki verið tekið fram að þjónustunni yrði hætt. Ingvar Jónasson, framkvæmdastjóri Háskólavalla, segir breytinguna vera tilkomna vegna tvenns; sparnaðar í rekstri og vegna breytts fyrirkomulags, en Háskólavellir hafi haft samning við Reykjavík Express um að bjóða leigjendum sínum upp á þessa þjónustu. „Við höfum verið að bjóða upp á þetta frá upphafi sem aukaþjónustu við okkar íbúa,“ segir Ingvar. „Það hefur verið tekin ákvörðun um að þetta verður ekki með sama sniði og þetta er núna. Hvort eitthvað annað gerist eða hvernig akstri verður yfirleitt háttað hef ég ekki upplýsingar um.“ Ingvar segist skilja að þetta muni koma illa við einhverja leigjendur en þetta hafi verið hlunnindi sem muni því miður líklega ekki vera hægt að bjóða upp á lengur. „Við erum enn þá að veita íbúunum mjög góða þjónustu varðandi leigu og annað. Þannig að það er ekki að breytast. Við erum enn þá með mjög hagstæð kjör fyrir okkar viðskiptavini. Stundum verða breytingar,“ segir Ingvar. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Háskólavellir, sem reka leiguíbúðir fyrir námsmenn á Ásbrú, hætta frá áramótum að bjóða upp á ókeypis ferðir milli svæðisins og Reykjavíkur. Þjónustan hefur staðið leigjendum þar til boða og hafa margir sem stunda nám eða vinnu í Reykjavík nýtt sér hana. Í október skrifaði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum undir samning við Strætó bs. um að annast skipulagningu og framkvæmd almenningssamgangna sem áður voru í höndum Reykjanes Express. Ekki eru allir sáttir við þetta breytta fyrirkomulag. Leigjendur á Ásbrú sem Fréttablaðið ræddi við sögðust vera óánægðir með þessa breytingu þar sem þeir telja þessa þjónustu hafa verið hluta af leigusamningi þeirra. Þeir hafi gert leigusamninginn með þessi hlunnindi í huga og muni þetta þýða mikinn aukakostnað fyrir þá. Einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við sagðist hafa gert framhaldsleigusamning um mitt þetta ár og þá hafi ekki verið tekið fram að þjónustunni yrði hætt. Ingvar Jónasson, framkvæmdastjóri Háskólavalla, segir breytinguna vera tilkomna vegna tvenns; sparnaðar í rekstri og vegna breytts fyrirkomulags, en Háskólavellir hafi haft samning við Reykjavík Express um að bjóða leigjendum sínum upp á þessa þjónustu. „Við höfum verið að bjóða upp á þetta frá upphafi sem aukaþjónustu við okkar íbúa,“ segir Ingvar. „Það hefur verið tekin ákvörðun um að þetta verður ekki með sama sniði og þetta er núna. Hvort eitthvað annað gerist eða hvernig akstri verður yfirleitt háttað hef ég ekki upplýsingar um.“ Ingvar segist skilja að þetta muni koma illa við einhverja leigjendur en þetta hafi verið hlunnindi sem muni því miður líklega ekki vera hægt að bjóða upp á lengur. „Við erum enn þá að veita íbúunum mjög góða þjónustu varðandi leigu og annað. Þannig að það er ekki að breytast. Við erum enn þá með mjög hagstæð kjör fyrir okkar viðskiptavini. Stundum verða breytingar,“ segir Ingvar.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira