Ljósmynd af Freyju vinnur til verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2014 13:06 Hér má sjá umrædda mynd af Freyju. mynd/Gabrielle Motola Ljósmynd af Freyju Haraldsdóttur, verkefnastýru og stjórnmálakonu, eftir ljósmyndarann Gabrielle Motola, var valin í Taylor Wessing Portrait Prize 2014. Sýning í tengslum við verðlaunin var opnuð í National Portrait Gallery í London þann 11. nóvember, en hún opnaði fyrir almenning þann 13. nóvember og verður opin fram yfir miðjan febrúar. Um 1700 ljósmyndarar með yfir 4.000 ljósmyndir sendu inn tilnefningar og var mynd Gabrielle ein af 60 ljósmyndum sem hlutu viðurkenningu. Gabrielle og Freyja hittust í Reykjavík fyrir rétt um ári síðan vegna vinnu Gabrielle við verkefnið Women of Iceland. Úr varð þessi verðlaunamynd ásamt viðtali sem verður hluti af bók sem Gabrielle vinnur nú að í samstarfi við íslenskan verkefnastjóra. Bókin inniheldur portrett ljósmyndir og viðtöl við um fimmtíu íslenskar konur þar sem tekin eru fyrir viðfangsefni tengd jafnrétti kynjanna út frá samfélagslegum málefnum, svo sem menntun, barnagæslu, fangelsismálum, fötlun, kynhneigð, nýsköpun og svo mætti lengi telja. Á meðal viðmælenda í bókinni eru Frú Vigdís Finnbogadóttir, Margrét Frímannsdóttir, Liv Bergþórsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Auður Jónsdóttir. Ljósmyndir og texti eru hvoru tveggja unnin af Gabrielle sjálfri, en hún leitar nú útgefanda fyrir bókina á Íslandi og í Bretlandi. Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ljósmynd af Freyju Haraldsdóttur, verkefnastýru og stjórnmálakonu, eftir ljósmyndarann Gabrielle Motola, var valin í Taylor Wessing Portrait Prize 2014. Sýning í tengslum við verðlaunin var opnuð í National Portrait Gallery í London þann 11. nóvember, en hún opnaði fyrir almenning þann 13. nóvember og verður opin fram yfir miðjan febrúar. Um 1700 ljósmyndarar með yfir 4.000 ljósmyndir sendu inn tilnefningar og var mynd Gabrielle ein af 60 ljósmyndum sem hlutu viðurkenningu. Gabrielle og Freyja hittust í Reykjavík fyrir rétt um ári síðan vegna vinnu Gabrielle við verkefnið Women of Iceland. Úr varð þessi verðlaunamynd ásamt viðtali sem verður hluti af bók sem Gabrielle vinnur nú að í samstarfi við íslenskan verkefnastjóra. Bókin inniheldur portrett ljósmyndir og viðtöl við um fimmtíu íslenskar konur þar sem tekin eru fyrir viðfangsefni tengd jafnrétti kynjanna út frá samfélagslegum málefnum, svo sem menntun, barnagæslu, fangelsismálum, fötlun, kynhneigð, nýsköpun og svo mætti lengi telja. Á meðal viðmælenda í bókinni eru Frú Vigdís Finnbogadóttir, Margrét Frímannsdóttir, Liv Bergþórsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Auður Jónsdóttir. Ljósmyndir og texti eru hvoru tveggja unnin af Gabrielle sjálfri, en hún leitar nú útgefanda fyrir bókina á Íslandi og í Bretlandi.
Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira