Einn var fluttur á slysadeild eftir aftanákeyrslu á Reykjanesbraut til móts við Bústaðaveg.
Meiðsl hans eru talin minniháttar en flytja þurfti bifreiðar af slysstað með kranabíl.
Þá varð árekstur á Breiðholtsbraut við Ögurhvarf í hádeginu í dag svo flytja þurfti ökumann á slysadeild.
Mikil hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu og hafa sjúkraflutningamenn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu haft í nógu að snúast í dag.
Einn á slysadeild eftir aftanákeyrslu á Reykjanesbraut
Jóhannes Stefánsson skrifar
