Serían verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 6. apríl og verður í framhaldinu sýnd á Stöð 2.
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson fer með lítið hlutverk í þáttaröðinni en þrjú hundruð manna tökulið kom til Íslands til að taka hluta af seríunni upp hér á landi. Meðal tökustaða voru Þjórsárdalur, Hengilssvæðið og Stekkjagjá á Þingvöllum.