Læknar fara fram á 42 prósenta hækkun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. desember 2014 13:00 Læknadeilan Minni hópur úr samninganefndum ríkisins og lækna fundaði hjá Ríkissáttasemjara í gær eftir að samkomulag rann út í sandinn á mánudag. Fréttablaðið/Valli Samningaviðræður lækna og ríkisins virðast komnar í hnút. Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gær í tveimur lotum, fyrri lotan hófst klukkan 10.30 og stóð til hádegis og hin frá klukkan 15.00 þegar fámennari hópur hittist og stóð sá fundur fram á kvöld. Enn er ósamið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru samningaviðræður langt komnar og stutt í að aðilar næðu saman á mánudag. Þá hittust aðilar á fundi þar sem samninganefnd ríkisins bauð læknum um 28 prósenta hækkun og aukinn frítökurétt, sem hægt væri að reikna upp í 30 prósenta launahækkun. Eftir það tilboð ríkisins lögðu læknar skyndilega fram nýja kröfugerð um 37 til 38 prósenta hækkun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu fyrir þennan fund farið fram miklar og víðtækar samræður deiluaðila, með aðkomu nokkurra ráðherra og aðilar langt komnir með að sættast á 28 til 30 prósenta hækkun. Því má segja að útspil samninganefndar lækna hafi komið nokkuð í bakið á gagnaðilum þeirra, auk þess sem ríkissáttasemjara mun ekki hafa verið kunnugt um þessa ráðagerð lækna. Rétt fyrir lok fundarins hækkuðu læknar síðan kröfur sínar enn frekar, upp í um 41 til 42 prósent. Á samningafundinum í gær varð niðurstaðan sú að ekki verði samið fyrr en læknar slái af kröfum sínum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að ekki verði samið fyrir áramót úr því sem komið er. „Það ber enn þá talsvert í milli, það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sig frá því sem upphaflega var en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki til að fá samninginn samþykktan,“ segir Sigurveig. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær vegna stöðunnar sem komin er upp í deilunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist miklar áhyggjur hafa af stöðunni. „Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa teygt sig langt, hlustað hafi verið eftir því að kalla þurfi lækna heim að utan, jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra en kröfur þeirra eins og þær birtust á mánudag séu algerlega óraunhæfar. Spurður hvort setja eigi lög á verkfall lækna segist Bjarni ekki ætla að bollaleggja um það að svo stöddu. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári, þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Bjarni. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Samningaviðræður lækna og ríkisins virðast komnar í hnút. Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gær í tveimur lotum, fyrri lotan hófst klukkan 10.30 og stóð til hádegis og hin frá klukkan 15.00 þegar fámennari hópur hittist og stóð sá fundur fram á kvöld. Enn er ósamið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru samningaviðræður langt komnar og stutt í að aðilar næðu saman á mánudag. Þá hittust aðilar á fundi þar sem samninganefnd ríkisins bauð læknum um 28 prósenta hækkun og aukinn frítökurétt, sem hægt væri að reikna upp í 30 prósenta launahækkun. Eftir það tilboð ríkisins lögðu læknar skyndilega fram nýja kröfugerð um 37 til 38 prósenta hækkun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu fyrir þennan fund farið fram miklar og víðtækar samræður deiluaðila, með aðkomu nokkurra ráðherra og aðilar langt komnir með að sættast á 28 til 30 prósenta hækkun. Því má segja að útspil samninganefndar lækna hafi komið nokkuð í bakið á gagnaðilum þeirra, auk þess sem ríkissáttasemjara mun ekki hafa verið kunnugt um þessa ráðagerð lækna. Rétt fyrir lok fundarins hækkuðu læknar síðan kröfur sínar enn frekar, upp í um 41 til 42 prósent. Á samningafundinum í gær varð niðurstaðan sú að ekki verði samið fyrr en læknar slái af kröfum sínum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að ekki verði samið fyrir áramót úr því sem komið er. „Það ber enn þá talsvert í milli, það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sig frá því sem upphaflega var en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki til að fá samninginn samþykktan,“ segir Sigurveig. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær vegna stöðunnar sem komin er upp í deilunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist miklar áhyggjur hafa af stöðunni. „Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa teygt sig langt, hlustað hafi verið eftir því að kalla þurfi lækna heim að utan, jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra en kröfur þeirra eins og þær birtust á mánudag séu algerlega óraunhæfar. Spurður hvort setja eigi lög á verkfall lækna segist Bjarni ekki ætla að bollaleggja um það að svo stöddu. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári, þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Bjarni.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira