Þyngdarbylgjur á mannamáli Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2014 12:12 Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi um uppgötvun gærdagsins í stjörnufræðinni og kom henni yfir á mannamál. „Þetta er ein stærsta uppgötvun í sögu stjarnvísindanna vegna þess að hún færir okkur nær upphafinu sjálfu heldur en nokkru sinni fyrr. Það er að segja við erum að kanna tíma sem gerðist 10^-36 sekúndum eftir að alheimurinn var til. Í myndið ykkur töluna einn og 36 núll á undan því. Það er þetta augnablik sem alheimurinn þenst frá því að vera á stærð við punkt upp í það að vera á stærð við þennan sýnilega alheim í dag.“ Sú þennsla hafi lagt grundvöllinn að því sem við sjáum í dag. Öllum stjörnunum og vetrarbrautunum og að við séum hér í dag. „Í 34 ár hefur þessi óðaþensla verið frábær hugmynd. Þar til í gær var hún hugmynd en núna eru fyrst að koma sönnunargögn fyrir henni. Það hefur verið heilagur kaleikur fyrir marga stjörnufræðinga í gegnum tíðina. Að finna fingraför miklahvells. Það virðist hafa tekist, en það er rétt að hafa í huga að þetta er bara ein mæling og það á eftir að staðfesta þetta.“ Sævar segir að með þenslunni hafi fylgt svokallaðar þyngdarbylgjur, sem sé fyrirbæri sem Einstein hafi spáð fyrir um en hefur aldrei verið mælt. Fyrr en kannski núna. Í raun og veru sé búið að ná utan um þessar þyngdarbylgjur. „Þetta er eins og að hafa krumpað lak. Við togum í það og sléttum úr því og við sjáum ennþá bylgjurnar sem eru í því,“ segir Sævar. Sævar var beðinn um að fara aftur að því þegar alheimurinn var einungis á stærð við punkt. „Þá var alheimurinn einn lítill punktur. Svo gerðist eitthvað og við vitum ekki hvað gerðist eða hvað varð til að það gerðist, sem varð til þess að alheimurinn þandist út. Hann þandist út alveg gríðarlega hratt og gríðarlega mikið, svo mikið að það fóru um hann bylgjur. Sem eru þyngdarbylgjur, eins og gárur á vatni.“ „Við sjáum þessar gárur í því sem kallast örbylgjukliðurinn. Það er það sem menn eru að mæla. 13,8 milljörðum árum síðar sjáum við þær ennþá. Örbylgjukliðurinn er elsta ljósið í alheiminum og þar eru þessi merki um árdaga alheimsins.“ „Þetta er mjög flókið því þetta eru svo rosalega framandi aðstæður,“ sagði Sævar. Hann sagði einnig að flestar hugmyndir og kenningar um óðaþenslu segi að okkar þensla sé einungis ein af mörgum. Semsagt margir alheimar. „Þetta gæti verið sönnun fyrir því.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi um uppgötvun gærdagsins í stjörnufræðinni og kom henni yfir á mannamál. „Þetta er ein stærsta uppgötvun í sögu stjarnvísindanna vegna þess að hún færir okkur nær upphafinu sjálfu heldur en nokkru sinni fyrr. Það er að segja við erum að kanna tíma sem gerðist 10^-36 sekúndum eftir að alheimurinn var til. Í myndið ykkur töluna einn og 36 núll á undan því. Það er þetta augnablik sem alheimurinn þenst frá því að vera á stærð við punkt upp í það að vera á stærð við þennan sýnilega alheim í dag.“ Sú þennsla hafi lagt grundvöllinn að því sem við sjáum í dag. Öllum stjörnunum og vetrarbrautunum og að við séum hér í dag. „Í 34 ár hefur þessi óðaþensla verið frábær hugmynd. Þar til í gær var hún hugmynd en núna eru fyrst að koma sönnunargögn fyrir henni. Það hefur verið heilagur kaleikur fyrir marga stjörnufræðinga í gegnum tíðina. Að finna fingraför miklahvells. Það virðist hafa tekist, en það er rétt að hafa í huga að þetta er bara ein mæling og það á eftir að staðfesta þetta.“ Sævar segir að með þenslunni hafi fylgt svokallaðar þyngdarbylgjur, sem sé fyrirbæri sem Einstein hafi spáð fyrir um en hefur aldrei verið mælt. Fyrr en kannski núna. Í raun og veru sé búið að ná utan um þessar þyngdarbylgjur. „Þetta er eins og að hafa krumpað lak. Við togum í það og sléttum úr því og við sjáum ennþá bylgjurnar sem eru í því,“ segir Sævar. Sævar var beðinn um að fara aftur að því þegar alheimurinn var einungis á stærð við punkt. „Þá var alheimurinn einn lítill punktur. Svo gerðist eitthvað og við vitum ekki hvað gerðist eða hvað varð til að það gerðist, sem varð til þess að alheimurinn þandist út. Hann þandist út alveg gríðarlega hratt og gríðarlega mikið, svo mikið að það fóru um hann bylgjur. Sem eru þyngdarbylgjur, eins og gárur á vatni.“ „Við sjáum þessar gárur í því sem kallast örbylgjukliðurinn. Það er það sem menn eru að mæla. 13,8 milljörðum árum síðar sjáum við þær ennþá. Örbylgjukliðurinn er elsta ljósið í alheiminum og þar eru þessi merki um árdaga alheimsins.“ „Þetta er mjög flókið því þetta eru svo rosalega framandi aðstæður,“ sagði Sævar. Hann sagði einnig að flestar hugmyndir og kenningar um óðaþenslu segi að okkar þensla sé einungis ein af mörgum. Semsagt margir alheimar. „Þetta gæti verið sönnun fyrir því.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira