Fjölbragðasýning hjá Hymnodiu í Dalabúð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2014 17:00 Hymnodia ætlar að flytja þjóðlög frá öllum heimshornum, svo sem skoska drykkjuvísu, mexíkóskan baráttusöng og finnskan polka. Mynd/úr einkasafni „Okkar uppátækjum eru engin takmörk sett,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Kammerkórsins Hymnodiu, glaðlega og vísar þar til þeirrar dagskrár sem kórinn mun flytja í Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20. Hann kallar það fjölbragðasýningu og hlakkar til að heimsækja æskuslóðir sínar í Dölunum með hana í farteskinu. Kórinn syngur nefnilega og spilar á alls kyns skrítin og skemmtileg hljóðfæri og hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans, að sögn Eyþórs. „Brjálaði barítóninn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram,“ lýsir hann. Meðal hljóðfæra sem kórinn notar er gömul og beygluð bárujárnsplata, tekin af gömlum útihúsum í Eyjafjarðarsveit. Einnig verður þar hertrompet sem fannst á götumarkaði í Frakklandi, strákústur Sveins kirkjuvarðar í Akureyrarkirkju, blómavasar og vínflöskur, þurrkuð ávaxtahýði frá Tyrklandi, sauðaleggjaflautur og græjutaska kórstjórans. Eyþór segir tónlistina líka afar fjölbreytta. „Þetta eru þjóðlög frá öllum heimshornum eins og skosk drykkjuvísa, mexíkóskur baráttusöngur, madrígal um kakkalakka, sænskur dansleikur, finnskur polki, enskt ástarljóð, rússneskt vögguljóð, kvöldsöngur fiska og margt fleira.“ Kórinn flutti þessa efnisskrá á níu tónleikum á Norðausturlandi í október og nóvember 2013 við mikið lof gesta að sögn Eyþórs. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í Dalabúð klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Okkar uppátækjum eru engin takmörk sett,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Kammerkórsins Hymnodiu, glaðlega og vísar þar til þeirrar dagskrár sem kórinn mun flytja í Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20. Hann kallar það fjölbragðasýningu og hlakkar til að heimsækja æskuslóðir sínar í Dölunum með hana í farteskinu. Kórinn syngur nefnilega og spilar á alls kyns skrítin og skemmtileg hljóðfæri og hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans, að sögn Eyþórs. „Brjálaði barítóninn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram,“ lýsir hann. Meðal hljóðfæra sem kórinn notar er gömul og beygluð bárujárnsplata, tekin af gömlum útihúsum í Eyjafjarðarsveit. Einnig verður þar hertrompet sem fannst á götumarkaði í Frakklandi, strákústur Sveins kirkjuvarðar í Akureyrarkirkju, blómavasar og vínflöskur, þurrkuð ávaxtahýði frá Tyrklandi, sauðaleggjaflautur og græjutaska kórstjórans. Eyþór segir tónlistina líka afar fjölbreytta. „Þetta eru þjóðlög frá öllum heimshornum eins og skosk drykkjuvísa, mexíkóskur baráttusöngur, madrígal um kakkalakka, sænskur dansleikur, finnskur polki, enskt ástarljóð, rússneskt vögguljóð, kvöldsöngur fiska og margt fleira.“ Kórinn flutti þessa efnisskrá á níu tónleikum á Norðausturlandi í október og nóvember 2013 við mikið lof gesta að sögn Eyþórs. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í Dalabúð klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.
Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“