Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2014 11:56 Skólayfirvöld meta það sem svo að "óæskilegar“ skoðanir drengs geri hann að slæmri fyrirmynd og þannig útilokandi frá trúnaðarstörfum innan nemendafélags. Snarrótinni, félagi um borgaraleg réttindi, barst á dögunum erindi frá pilti nokkrum sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólayfirvöld. Pétur Þorsteinsson er formaður Snarrótar. „Jú, við fengum bréf frá ungum manni, framhaldsskólanema, sem skólayfirvöld bönnuðu að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir nemendafélagið vegna rangra skoðana í fíkniefnamálum og lögvæðingu. Hann var kallaður á kontór til skólameistarans og sagt að hann væri slæm fyrirmynd vegna þess að hann hafði lýst því yfir á fræðslufundi SÁÁ, þar sem reyndar ítrekað var kallað eftir skoðun fundargesta, að hann teldi einu skynsamlegu leiðina að lögleiða kannabisefni. Sú glæpsamlega hugsun, sú glæpsamlega skoðun, útilokaði drenginn frá því að fá að taka þátt í félagslífi nemenda með leiðandi hætti.“Þá að mati skólastjóra? „Já, og kennara sem viðstaddir voru þessa yfirhalningu.“Líkast til stjórnarskrárbrot Viðbrögð Snarrótar við þessu erindi hins unga manns eru þau að ræða við piltinn og fá nánari upplýsingar um málið og svo er lögmaður fenginn til að fara yfir málin. Sá er Gísli Tryggvason og segir hann að fljótt á litið sé um klárt stjórnarskrárbrot sé að ræða. Þá hvatti Snarrót framhaldsskólann til þess að fara fram á skriflega greinargerð frá skólastjóranum. „Já, skólameistari í framhaldsskóla er stjórnvald. Pilturinn gerði það og skólastjórinn afþakkaði þann heiður. Taldi sig ekki geta gert það. Ég tel skólastjórann skyldugan til þess og þá því yrði svo vísað áfram til umboðsmanns alþingis og/eða úrskurðarnefndar í menntamálaráðuneytinu.“Pétur Þorsteinsson. Troðið er á réttindum ungs fólks af purkunarleysi og ruddaskap.Níðst á réttindum nemenda Pétur segir Snarrótina auglýsa nú grimmt eftir sögum af þessu tagi, þar sem ætla má að brotið sé á borgaralegum réttindum. Og þær berast Snarrótinni í umtalsverðu magni, en til stendur að taka þetta saman til útgáfu. Pétur segir að þessi tiltekna saga hafi komið sér á óvart, og varpað nýju ljósi á þennan málaflokk. Pétur telur einsýnt að purkunarlaust sé níðst á réttindum nemenda af valdstjórninni. „Ég fullyrði, eftir að hafa starfað í þessum málaflokki nú í tæp tvö ár, að það er fráleitt að tala um að ungt fólk á Íslandi njóti borgaralega réttinda. Það er traðkað á krökkunum af fullkomnu purkunarleysi og ruddaskap,“ segir Pétur sem talar af reynslu en hann starfaði á árum áður og árum saman sem skólastjóri og þekkir því vel til málaflokksins. Alþingi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Snarrótinni, félagi um borgaraleg réttindi, barst á dögunum erindi frá pilti nokkrum sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólayfirvöld. Pétur Þorsteinsson er formaður Snarrótar. „Jú, við fengum bréf frá ungum manni, framhaldsskólanema, sem skólayfirvöld bönnuðu að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir nemendafélagið vegna rangra skoðana í fíkniefnamálum og lögvæðingu. Hann var kallaður á kontór til skólameistarans og sagt að hann væri slæm fyrirmynd vegna þess að hann hafði lýst því yfir á fræðslufundi SÁÁ, þar sem reyndar ítrekað var kallað eftir skoðun fundargesta, að hann teldi einu skynsamlegu leiðina að lögleiða kannabisefni. Sú glæpsamlega hugsun, sú glæpsamlega skoðun, útilokaði drenginn frá því að fá að taka þátt í félagslífi nemenda með leiðandi hætti.“Þá að mati skólastjóra? „Já, og kennara sem viðstaddir voru þessa yfirhalningu.“Líkast til stjórnarskrárbrot Viðbrögð Snarrótar við þessu erindi hins unga manns eru þau að ræða við piltinn og fá nánari upplýsingar um málið og svo er lögmaður fenginn til að fara yfir málin. Sá er Gísli Tryggvason og segir hann að fljótt á litið sé um klárt stjórnarskrárbrot sé að ræða. Þá hvatti Snarrót framhaldsskólann til þess að fara fram á skriflega greinargerð frá skólastjóranum. „Já, skólameistari í framhaldsskóla er stjórnvald. Pilturinn gerði það og skólastjórinn afþakkaði þann heiður. Taldi sig ekki geta gert það. Ég tel skólastjórann skyldugan til þess og þá því yrði svo vísað áfram til umboðsmanns alþingis og/eða úrskurðarnefndar í menntamálaráðuneytinu.“Pétur Þorsteinsson. Troðið er á réttindum ungs fólks af purkunarleysi og ruddaskap.Níðst á réttindum nemenda Pétur segir Snarrótina auglýsa nú grimmt eftir sögum af þessu tagi, þar sem ætla má að brotið sé á borgaralegum réttindum. Og þær berast Snarrótinni í umtalsverðu magni, en til stendur að taka þetta saman til útgáfu. Pétur segir að þessi tiltekna saga hafi komið sér á óvart, og varpað nýju ljósi á þennan málaflokk. Pétur telur einsýnt að purkunarlaust sé níðst á réttindum nemenda af valdstjórninni. „Ég fullyrði, eftir að hafa starfað í þessum málaflokki nú í tæp tvö ár, að það er fráleitt að tala um að ungt fólk á Íslandi njóti borgaralega réttinda. Það er traðkað á krökkunum af fullkomnu purkunarleysi og ruddaskap,“ segir Pétur sem talar af reynslu en hann starfaði á árum áður og árum saman sem skólastjóri og þekkir því vel til málaflokksins.
Alþingi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira