Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2014 11:56 Skólayfirvöld meta það sem svo að "óæskilegar“ skoðanir drengs geri hann að slæmri fyrirmynd og þannig útilokandi frá trúnaðarstörfum innan nemendafélags. Snarrótinni, félagi um borgaraleg réttindi, barst á dögunum erindi frá pilti nokkrum sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólayfirvöld. Pétur Þorsteinsson er formaður Snarrótar. „Jú, við fengum bréf frá ungum manni, framhaldsskólanema, sem skólayfirvöld bönnuðu að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir nemendafélagið vegna rangra skoðana í fíkniefnamálum og lögvæðingu. Hann var kallaður á kontór til skólameistarans og sagt að hann væri slæm fyrirmynd vegna þess að hann hafði lýst því yfir á fræðslufundi SÁÁ, þar sem reyndar ítrekað var kallað eftir skoðun fundargesta, að hann teldi einu skynsamlegu leiðina að lögleiða kannabisefni. Sú glæpsamlega hugsun, sú glæpsamlega skoðun, útilokaði drenginn frá því að fá að taka þátt í félagslífi nemenda með leiðandi hætti.“Þá að mati skólastjóra? „Já, og kennara sem viðstaddir voru þessa yfirhalningu.“Líkast til stjórnarskrárbrot Viðbrögð Snarrótar við þessu erindi hins unga manns eru þau að ræða við piltinn og fá nánari upplýsingar um málið og svo er lögmaður fenginn til að fara yfir málin. Sá er Gísli Tryggvason og segir hann að fljótt á litið sé um klárt stjórnarskrárbrot sé að ræða. Þá hvatti Snarrót framhaldsskólann til þess að fara fram á skriflega greinargerð frá skólastjóranum. „Já, skólameistari í framhaldsskóla er stjórnvald. Pilturinn gerði það og skólastjórinn afþakkaði þann heiður. Taldi sig ekki geta gert það. Ég tel skólastjórann skyldugan til þess og þá því yrði svo vísað áfram til umboðsmanns alþingis og/eða úrskurðarnefndar í menntamálaráðuneytinu.“Pétur Þorsteinsson. Troðið er á réttindum ungs fólks af purkunarleysi og ruddaskap.Níðst á réttindum nemenda Pétur segir Snarrótina auglýsa nú grimmt eftir sögum af þessu tagi, þar sem ætla má að brotið sé á borgaralegum réttindum. Og þær berast Snarrótinni í umtalsverðu magni, en til stendur að taka þetta saman til útgáfu. Pétur segir að þessi tiltekna saga hafi komið sér á óvart, og varpað nýju ljósi á þennan málaflokk. Pétur telur einsýnt að purkunarlaust sé níðst á réttindum nemenda af valdstjórninni. „Ég fullyrði, eftir að hafa starfað í þessum málaflokki nú í tæp tvö ár, að það er fráleitt að tala um að ungt fólk á Íslandi njóti borgaralega réttinda. Það er traðkað á krökkunum af fullkomnu purkunarleysi og ruddaskap,“ segir Pétur sem talar af reynslu en hann starfaði á árum áður og árum saman sem skólastjóri og þekkir því vel til málaflokksins. Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Snarrótinni, félagi um borgaraleg réttindi, barst á dögunum erindi frá pilti nokkrum sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólayfirvöld. Pétur Þorsteinsson er formaður Snarrótar. „Jú, við fengum bréf frá ungum manni, framhaldsskólanema, sem skólayfirvöld bönnuðu að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir nemendafélagið vegna rangra skoðana í fíkniefnamálum og lögvæðingu. Hann var kallaður á kontór til skólameistarans og sagt að hann væri slæm fyrirmynd vegna þess að hann hafði lýst því yfir á fræðslufundi SÁÁ, þar sem reyndar ítrekað var kallað eftir skoðun fundargesta, að hann teldi einu skynsamlegu leiðina að lögleiða kannabisefni. Sú glæpsamlega hugsun, sú glæpsamlega skoðun, útilokaði drenginn frá því að fá að taka þátt í félagslífi nemenda með leiðandi hætti.“Þá að mati skólastjóra? „Já, og kennara sem viðstaddir voru þessa yfirhalningu.“Líkast til stjórnarskrárbrot Viðbrögð Snarrótar við þessu erindi hins unga manns eru þau að ræða við piltinn og fá nánari upplýsingar um málið og svo er lögmaður fenginn til að fara yfir málin. Sá er Gísli Tryggvason og segir hann að fljótt á litið sé um klárt stjórnarskrárbrot sé að ræða. Þá hvatti Snarrót framhaldsskólann til þess að fara fram á skriflega greinargerð frá skólastjóranum. „Já, skólameistari í framhaldsskóla er stjórnvald. Pilturinn gerði það og skólastjórinn afþakkaði þann heiður. Taldi sig ekki geta gert það. Ég tel skólastjórann skyldugan til þess og þá því yrði svo vísað áfram til umboðsmanns alþingis og/eða úrskurðarnefndar í menntamálaráðuneytinu.“Pétur Þorsteinsson. Troðið er á réttindum ungs fólks af purkunarleysi og ruddaskap.Níðst á réttindum nemenda Pétur segir Snarrótina auglýsa nú grimmt eftir sögum af þessu tagi, þar sem ætla má að brotið sé á borgaralegum réttindum. Og þær berast Snarrótinni í umtalsverðu magni, en til stendur að taka þetta saman til útgáfu. Pétur segir að þessi tiltekna saga hafi komið sér á óvart, og varpað nýju ljósi á þennan málaflokk. Pétur telur einsýnt að purkunarlaust sé níðst á réttindum nemenda af valdstjórninni. „Ég fullyrði, eftir að hafa starfað í þessum málaflokki nú í tæp tvö ár, að það er fráleitt að tala um að ungt fólk á Íslandi njóti borgaralega réttinda. Það er traðkað á krökkunum af fullkomnu purkunarleysi og ruddaskap,“ segir Pétur sem talar af reynslu en hann starfaði á árum áður og árum saman sem skólastjóri og þekkir því vel til málaflokksins.
Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira