Innlent

Flug til heiðurs hermönnum sem féllu

Svavar Hávarðsson skrifar
Útsýnið úr byssuturni vélarinnar er tilkomumikið.
Útsýnið úr byssuturni vélarinnar er tilkomumikið. Mynd/Hjálmar Árnason
„Það var alveg magnað að standa í skyttuturninum og hafa 360 gráðu sýn. Magnað,“ segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, sem varð þeirrar ánægju aðnjótandi í gær að sitja um borð í annarri af tveimur sprengjuflugvélum af Lancaster-gerð sem til eru í flughæfu ástandi í heiminum.

„Manni verður ósjálfrátt hugsað til styrjaldarinnar og setur sig í spor mannanna sem lögðu mikið á sig um borð í þessum fljúgandi virkjum. Yfir þrjú þúsund voru skotnar niður með tilheyrandi mannfórnum,“ bætir Hjálmar við spurður vistina um borð.

Lancaster-vélin hafði hér viðkomu í gær á ferð sinni yfir Atlantshafið frá Kanada til Bretlands. Ferðin er til að heiðra minningu breskra hermanna sem létu lífið í síðari

heimsstyrjöldinni.

Það er ekki ofsagt að Lancaster-vélarnar hafi gegnt lykilhlutverki í hernaði Breta eftir 1941. Sú saga á sér þó tvær hliðar, fórnir flugliðanna en ekki síður skuggahlið sprengjuárása bandamanna á Þýskaland sem hafa frá stríðslokum verið gagnrýndar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×